Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 08:09 Hlutfall karlmanna sem ekki fer í háskólanám eða hættir því er með því hæsta á Íslandi innan Evrópu. Vísir/Vilhelm Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. Hæst er hlutfall brottfalls ungs fólks í Tyrklandi þar sem það er 19,5 prósent. Í Rúmeníu er það 16,6 prósent og á Íslandi 15,8 prósent. Það þriðja hæsta í Evrópu. Innan Evrópusambandsins er hlutfallið hæst í Rúmeníu. Ef litið er til karla og kvenna má sjá að hlutfall karla sem flosna upp úr námi er hæst á Íslandi innan Evrópu eða 22,1 prósent. Á eftir Íslandi eru Tyrkir með um 20 prósent og svo Þýskaland með um 15 prósent. Lægst er hlutfallið meðal karla í Króatíu þar sem það er 2,8 prósent. Hlutfall kvenna sem flosnar upp úr námi á Íslandi er níu prósent en er hæst í Rúmeníu þar sem það er 16,7 prósent. Hlutfall karla sem flosna upp úr námi eftir menntaskóla hefur í raun verið með því hæsta á Íslandi síðustu tíu árin. Árið 2014 var það 24,4 prósent og lækkaði svo og hækkaði til skiptis næstu ár. Mest var það 27,6 prósent árið 2018 en minnst 17,8 prósent árið 2020. Í dag er það 22,1 prósent og er það hæsta í Evrópu. Hlutfall kvenna sem flosnað hafa upp úr námi á sama tímabili hefur mest verið 14,5 prósent árið 2018 en minnst 8,9 prósent árið 2020. Í dag er það níu prósent. Ef staðan er skoðuð á öðrum Norðurlöndum má sjá að staðan er svipuð í Noregi og Danmörku meðal kvenna en hlutfallið er aðeins lægra í Svíþjóð þar sem það er 6,2 prósent og Finnlandi þar sem það er 7,3 prósent. Hjá körlum er staðan allt önnur á öðrum Norðurlöndum. Brotfallið er aðeins um 11 prósent í Danmörku og Finnlandi og enn lægra í Svíþjóð þar sem það er 8,6 prósent. Hæst er það, utan Íslands, í Noregi þar sem það er 14,6 prósent. Vilja að brottfall séu um níu prósent Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu á meðal ungs fólks nú 9,5 prósent og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að lækka hlutfall brottfalls í níu prósent árið 2030 og er meðaltalið því að nálgast það. Staðan er þó mjög ólík á milli landa. 16 lönd hafa náð þessu takmarki nú þegar og er hlutfallið lægst í Króatíu þar sem það er tvö prósent. Á Íslandi er það 15,8 prósent og því nokkuð í land. Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu nú 9,5 prósent á meðal ungs fólks og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Hlutfall þeirra sem hætta snemma í námi í Evrópusambandinu og í Evrópu. Sjá má hlutafall Íslands lengst til hægri. Mynd/Eurostat Ef litið er til einstakra landa segir í umfjöllun Eurostat að fimmtán lönd hafi náð að minnka hlutfallið á þessu tímabili. Best hafi gengið í Portúgal en þar hafi hlutfallið minnkað um 10,9 prósent, svo á Spáni um 9,9 prósent, Möltu um 7,1 prósent. Hlutfallið hækkaði svo í þremur löndum. Mest í Þýskalandi þar sem það hækkaði um þrjú prósent. Í Danmörku hækkaði það svo um 2,2 prósent og um 1,5 prósent í Slóveníu. Næstverst á Íslandi utan ESB Í umfjölluninni eru svo tekin með Sviss, Noregur og Ísland sem eru í Evrópu en ekki í Evrópusambandinu. Verst er staðan á Íslandi þar sem hlutfallið er rétt um 16 prósent. Í Noregi er það um 13 prósent en í Sviss aðeins um fimm prósent. Þá kemur einnig fram í umfjölluninni að 16 lönd hafi náð níu prósenta takmarkinu. Lægst er hlutfallið í Króatíu þar sem það er aðeins tvö prósent, í Póllandi og Grikklandi er það svo 3,7 prósent og fjögur prósent á Írlandi. Fleiri karlmenn en konur Hæsta hlutfall brottfalls innan Evrópusambandsins er í Rúmeníu þar sem það er 16,6 prósent. Á eftir þeim koma svo Spánn með 13,7 prósent, Þýskaland með 12,8 prósent og Ungverjaland með 11,8 prósent. Fram kemur í greiningu Eurostat að fleiri karlmenn en konur hafi flosnað upp úr námi. Hlutfallið er því 11,3 prósent meðal karla en 7,7 prósent meðal kvenna. Tekist hefur að lækka hlutfallið meðal bæði karla og kvenna frá árinu 2013 en þá var það 13,6 prósent meðal karla og tíu prósent meðal kvenna. Hlutfallið er í flestum löndum lægra meðal kvenna en karla en í nokkrum var hlutfallið nærri jafnt. Það var í Rúmeníu, Tékklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hér er hægt að skoða tölur frá hverju landi. Fréttin hefur verið leiðrétt og bætt við upplýsingum um hlutfall meðal ólíkra kynja. Uppfært klukkan 09:53 þann 24.5.2024. Evrópusambandið Háskólar Skóla- og menntamál Tyrkland Rúmenía Spánn Írland Þýskaland Danmörk Slóvenía Malta Noregur Grikkland Pólland Króatía Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Hæst er hlutfall brottfalls ungs fólks í Tyrklandi þar sem það er 19,5 prósent. Í Rúmeníu er það 16,6 prósent og á Íslandi 15,8 prósent. Það þriðja hæsta í Evrópu. Innan Evrópusambandsins er hlutfallið hæst í Rúmeníu. Ef litið er til karla og kvenna má sjá að hlutfall karla sem flosna upp úr námi er hæst á Íslandi innan Evrópu eða 22,1 prósent. Á eftir Íslandi eru Tyrkir með um 20 prósent og svo Þýskaland með um 15 prósent. Lægst er hlutfallið meðal karla í Króatíu þar sem það er 2,8 prósent. Hlutfall kvenna sem flosnar upp úr námi á Íslandi er níu prósent en er hæst í Rúmeníu þar sem það er 16,7 prósent. Hlutfall karla sem flosna upp úr námi eftir menntaskóla hefur í raun verið með því hæsta á Íslandi síðustu tíu árin. Árið 2014 var það 24,4 prósent og lækkaði svo og hækkaði til skiptis næstu ár. Mest var það 27,6 prósent árið 2018 en minnst 17,8 prósent árið 2020. Í dag er það 22,1 prósent og er það hæsta í Evrópu. Hlutfall kvenna sem flosnað hafa upp úr námi á sama tímabili hefur mest verið 14,5 prósent árið 2018 en minnst 8,9 prósent árið 2020. Í dag er það níu prósent. Ef staðan er skoðuð á öðrum Norðurlöndum má sjá að staðan er svipuð í Noregi og Danmörku meðal kvenna en hlutfallið er aðeins lægra í Svíþjóð þar sem það er 6,2 prósent og Finnlandi þar sem það er 7,3 prósent. Hjá körlum er staðan allt önnur á öðrum Norðurlöndum. Brotfallið er aðeins um 11 prósent í Danmörku og Finnlandi og enn lægra í Svíþjóð þar sem það er 8,6 prósent. Hæst er það, utan Íslands, í Noregi þar sem það er 14,6 prósent. Vilja að brottfall séu um níu prósent Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu á meðal ungs fólks nú 9,5 prósent og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að lækka hlutfall brottfalls í níu prósent árið 2030 og er meðaltalið því að nálgast það. Staðan er þó mjög ólík á milli landa. 16 lönd hafa náð þessu takmarki nú þegar og er hlutfallið lægst í Króatíu þar sem það er tvö prósent. Á Íslandi er það 15,8 prósent og því nokkuð í land. Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu nú 9,5 prósent á meðal ungs fólks og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Hlutfall þeirra sem hætta snemma í námi í Evrópusambandinu og í Evrópu. Sjá má hlutafall Íslands lengst til hægri. Mynd/Eurostat Ef litið er til einstakra landa segir í umfjöllun Eurostat að fimmtán lönd hafi náð að minnka hlutfallið á þessu tímabili. Best hafi gengið í Portúgal en þar hafi hlutfallið minnkað um 10,9 prósent, svo á Spáni um 9,9 prósent, Möltu um 7,1 prósent. Hlutfallið hækkaði svo í þremur löndum. Mest í Þýskalandi þar sem það hækkaði um þrjú prósent. Í Danmörku hækkaði það svo um 2,2 prósent og um 1,5 prósent í Slóveníu. Næstverst á Íslandi utan ESB Í umfjölluninni eru svo tekin með Sviss, Noregur og Ísland sem eru í Evrópu en ekki í Evrópusambandinu. Verst er staðan á Íslandi þar sem hlutfallið er rétt um 16 prósent. Í Noregi er það um 13 prósent en í Sviss aðeins um fimm prósent. Þá kemur einnig fram í umfjölluninni að 16 lönd hafi náð níu prósenta takmarkinu. Lægst er hlutfallið í Króatíu þar sem það er aðeins tvö prósent, í Póllandi og Grikklandi er það svo 3,7 prósent og fjögur prósent á Írlandi. Fleiri karlmenn en konur Hæsta hlutfall brottfalls innan Evrópusambandsins er í Rúmeníu þar sem það er 16,6 prósent. Á eftir þeim koma svo Spánn með 13,7 prósent, Þýskaland með 12,8 prósent og Ungverjaland með 11,8 prósent. Fram kemur í greiningu Eurostat að fleiri karlmenn en konur hafi flosnað upp úr námi. Hlutfallið er því 11,3 prósent meðal karla en 7,7 prósent meðal kvenna. Tekist hefur að lækka hlutfallið meðal bæði karla og kvenna frá árinu 2013 en þá var það 13,6 prósent meðal karla og tíu prósent meðal kvenna. Hlutfallið er í flestum löndum lægra meðal kvenna en karla en í nokkrum var hlutfallið nærri jafnt. Það var í Rúmeníu, Tékklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hér er hægt að skoða tölur frá hverju landi. Fréttin hefur verið leiðrétt og bætt við upplýsingum um hlutfall meðal ólíkra kynja. Uppfært klukkan 09:53 þann 24.5.2024.
Evrópusambandið Háskólar Skóla- og menntamál Tyrkland Rúmenía Spánn Írland Þýskaland Danmörk Slóvenía Malta Noregur Grikkland Pólland Króatía Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira