Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. júní 2024 15:53 Mótmælendur kveiktu á blysum að kröfugöngunni lokinni. Vísir/Einar Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. Fréttamaður náði tali af Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra skömmu eftir að strandveiðimenn afhentu henni ályktum með kröfum þeirra til ráðherra. „Eins og ég hef sagt fram til þessa vil ég reyna að lagfæra strandveiðikerfið því það er kannski ekki að ná þeim tilgangi sem upphaflega var gert ráð fyrir,“ segir Bjarkey og að til þess þurfi fleiri en eina leið. „Það hafa verið lagðar ýmsar ábendingar um það, og kröfur, sem ég þarf að fara yfir.“ Hún muni taka þetta tak gagngerar skoðunar þegar hún fer yfir gerð þingmálaskrár fyrir næsta haust. Bjarkey segist hafa sett umrætt mál á oddinn um leið og hún gekk í stjórnarráð kringum upphaf vertíðar. Þá hafi ekkert verið hægt að gera en hún hugi að þessu fyrir næsta haust. „Því ég tel að við þurfum að breyta og við þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu.“ Hún segir mögulegt að lagasetningin sé stíf hvað strandveiðikerfið varðar og lítið sé hægt að gera með reglugerðarbreytingum. Vísir/Einar „Ég hefði viljað hafa meira svigrúm til þess, en síðan getur líka verið gott að það sé fast í lögum og það sé ekki hægt að hræra með kerfin. Þannig að það kom mér aðeins á óvart. Ég hélt ég gæti gert meira heldur en raun var. Ég gat einungis breytt því sem varðaði eignarhald á bátunum,“ segir Bjarkey. Aðal lífsbrauð margra Guðjón Egill Ingólfsson strandveiðimaður segir kröfur strandveiðimannanna að þeir fái rýmri tímaramma til veiða, 48 daga, tólf í mánuði. „Þetta er aðgengi okkar almennra borgara að auðlindinni okkar. Strandveiðipotturinn er innan við prósenta af fiskveiðiheimildunum. Restina eru einhverjar fjórar fjölskyldur með, ég veit ekki hvað þær eru margar, “ segir Guðjón. Þeir telji að þjóðin eigi að fá aðgang að auðlindinni sinni. Guðjón var ásamt mörgum öðrum mættur í vinnufötunum. Vísir/Einar „Þetta er alveg lágmarksaðgangur að menn geti farið út með vistvænt veiðarfæri og fiskað inn á þessar takmarkanir sem eru í þessu kerfi, sem ég tel bara gott eins og það er. Það vantar bara meiri fisk í pottinn.“ Hann segir megnið af aflanum tekið með togurum. „Togari eyðir 400 kílóum af olíu til að ná einu tonni. Strandveiðibátur eyðir fimmtíu kílóum af olíu til að ná einu tonni. Til viðbótar krafsar togarinn upp botninn, eyðileggur botnlífið og losar allt kolefnið sem náttúran er búin að koma fyrir í botninum upp.“ Hvernig leist þér á svör ráðherra sem tók á móti áskoruninni frá ykkur? „Ég veit það ekki. Mér fannst hún ekki segja mikið en ég ætla ekki að segja neitt um það. Hún er náttúrlega nýr ráðherra. Það á eftir að koma í ljós hversu mikill hugur fylgir máli.“ Guðjón segir strandveiðarnar aðal lífsbrauð sitt. „Þannig að fyrir mig persónulega er þetta mjög mikilvægt,“ segir hann og að það eigi við um marga í strandveiðum. Hér er ekki verið að spara stóru orðin.Vísir/Einar „Ekkert réttlæti“ Hjörtur Sævar Steinason var meðal strandveiðimanna sem voru saman komnir á Austurvelli í dag. „Við erum beittir mjög miklu óréttlæti. Það var sjómannadagsblað í Mogganum sem gefið er út af DAS og sjómannadagsráði, það var ekki minnst á trillusjómennsku í því blaði. Fullt af greinum um alls konar en engar um trillusjómennsku.“ Þér finnst þið hafa orðið út undan? „Mjög. Og það er alltaf verið að þrengja að okkur, alls kyns reglu. Við megum ekki róa nema fjóra daga vikunnar, með fjórar rúllur, fjóra króka á rúllu, 777 kíló á dag. Það er ekkert hagræði, ekkert réttlæti. Þetta er bara vont.“ Hirti þykir verulega illa að strandveiðimönnum vegið.Vísir/Einar Hjörtur var í áberandi múnderingu þegar fréttamaður náði tali af honum, hvítmálaður í framan og klæddur í leðurjakka. Með henni segist hann vilja reyna að vera áhrifagjarn og vekja athygli á því óréttlæti sem strandveiðimenn sæti. Hvernig lítur framtíðin út hjá þér sem strandveiðisjómaður? „Ég er búinn að vera að standa í bileríi. Ég hef ekki náð skammtinum ennþá en ég er búinn að fara tíu róðra. Mest náð 660 kíló og niður í 130 kíló. Þetta er bara vont, þegar heimildirnar eru ekki meira en þetta getum við ekki staðið í þessu með svona vandræðagangi.“ Sjómennirnir afhentu Bjarkeyju kröfubréf.Vísir/Einar Mikill reykur varð til þegar kveikt var á blysunum.Vísir/Einar Sjávarútvegur Fiskeldi Alþingi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra skömmu eftir að strandveiðimenn afhentu henni ályktum með kröfum þeirra til ráðherra. „Eins og ég hef sagt fram til þessa vil ég reyna að lagfæra strandveiðikerfið því það er kannski ekki að ná þeim tilgangi sem upphaflega var gert ráð fyrir,“ segir Bjarkey og að til þess þurfi fleiri en eina leið. „Það hafa verið lagðar ýmsar ábendingar um það, og kröfur, sem ég þarf að fara yfir.“ Hún muni taka þetta tak gagngerar skoðunar þegar hún fer yfir gerð þingmálaskrár fyrir næsta haust. Bjarkey segist hafa sett umrætt mál á oddinn um leið og hún gekk í stjórnarráð kringum upphaf vertíðar. Þá hafi ekkert verið hægt að gera en hún hugi að þessu fyrir næsta haust. „Því ég tel að við þurfum að breyta og við þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu.“ Hún segir mögulegt að lagasetningin sé stíf hvað strandveiðikerfið varðar og lítið sé hægt að gera með reglugerðarbreytingum. Vísir/Einar „Ég hefði viljað hafa meira svigrúm til þess, en síðan getur líka verið gott að það sé fast í lögum og það sé ekki hægt að hræra með kerfin. Þannig að það kom mér aðeins á óvart. Ég hélt ég gæti gert meira heldur en raun var. Ég gat einungis breytt því sem varðaði eignarhald á bátunum,“ segir Bjarkey. Aðal lífsbrauð margra Guðjón Egill Ingólfsson strandveiðimaður segir kröfur strandveiðimannanna að þeir fái rýmri tímaramma til veiða, 48 daga, tólf í mánuði. „Þetta er aðgengi okkar almennra borgara að auðlindinni okkar. Strandveiðipotturinn er innan við prósenta af fiskveiðiheimildunum. Restina eru einhverjar fjórar fjölskyldur með, ég veit ekki hvað þær eru margar, “ segir Guðjón. Þeir telji að þjóðin eigi að fá aðgang að auðlindinni sinni. Guðjón var ásamt mörgum öðrum mættur í vinnufötunum. Vísir/Einar „Þetta er alveg lágmarksaðgangur að menn geti farið út með vistvænt veiðarfæri og fiskað inn á þessar takmarkanir sem eru í þessu kerfi, sem ég tel bara gott eins og það er. Það vantar bara meiri fisk í pottinn.“ Hann segir megnið af aflanum tekið með togurum. „Togari eyðir 400 kílóum af olíu til að ná einu tonni. Strandveiðibátur eyðir fimmtíu kílóum af olíu til að ná einu tonni. Til viðbótar krafsar togarinn upp botninn, eyðileggur botnlífið og losar allt kolefnið sem náttúran er búin að koma fyrir í botninum upp.“ Hvernig leist þér á svör ráðherra sem tók á móti áskoruninni frá ykkur? „Ég veit það ekki. Mér fannst hún ekki segja mikið en ég ætla ekki að segja neitt um það. Hún er náttúrlega nýr ráðherra. Það á eftir að koma í ljós hversu mikill hugur fylgir máli.“ Guðjón segir strandveiðarnar aðal lífsbrauð sitt. „Þannig að fyrir mig persónulega er þetta mjög mikilvægt,“ segir hann og að það eigi við um marga í strandveiðum. Hér er ekki verið að spara stóru orðin.Vísir/Einar „Ekkert réttlæti“ Hjörtur Sævar Steinason var meðal strandveiðimanna sem voru saman komnir á Austurvelli í dag. „Við erum beittir mjög miklu óréttlæti. Það var sjómannadagsblað í Mogganum sem gefið er út af DAS og sjómannadagsráði, það var ekki minnst á trillusjómennsku í því blaði. Fullt af greinum um alls konar en engar um trillusjómennsku.“ Þér finnst þið hafa orðið út undan? „Mjög. Og það er alltaf verið að þrengja að okkur, alls kyns reglu. Við megum ekki róa nema fjóra daga vikunnar, með fjórar rúllur, fjóra króka á rúllu, 777 kíló á dag. Það er ekkert hagræði, ekkert réttlæti. Þetta er bara vont.“ Hirti þykir verulega illa að strandveiðimönnum vegið.Vísir/Einar Hjörtur var í áberandi múnderingu þegar fréttamaður náði tali af honum, hvítmálaður í framan og klæddur í leðurjakka. Með henni segist hann vilja reyna að vera áhrifagjarn og vekja athygli á því óréttlæti sem strandveiðimenn sæti. Hvernig lítur framtíðin út hjá þér sem strandveiðisjómaður? „Ég er búinn að vera að standa í bileríi. Ég hef ekki náð skammtinum ennþá en ég er búinn að fara tíu róðra. Mest náð 660 kíló og niður í 130 kíló. Þetta er bara vont, þegar heimildirnar eru ekki meira en þetta getum við ekki staðið í þessu með svona vandræðagangi.“ Sjómennirnir afhentu Bjarkeyju kröfubréf.Vísir/Einar Mikill reykur varð til þegar kveikt var á blysunum.Vísir/Einar
Sjávarútvegur Fiskeldi Alþingi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira