Það verði „drulluerfitt“ að rífa VG úr lægðinni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 12:52 Guðmundur segir að stundum sé erfitt að vera prinsipmanneskja í pólitík. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn þurfi að fara í innra uppgjör og leita í ræturnar, en flokkurinn mælist aðeins með um þriggja prósenta fylgi í skoðanakönnunum og myndi því detta út af þingi ef kosið yrði í dag. Hann er ekki svartsýnn á framhaldið þó það verði „drulluerfitt“ að rífa sig upp úr lægðinni. Guðmundur var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðmundur segir að setja þurfi fylgistap flokksins meðal annars í samhengi við hægrisveiflu sem hann segir hafa átt sér stað í Evrópu. Pólitíkin sé almennt að færast í hægri átt, og Samfylkingin hafi fært sig nær hægri flokkunum. Samfylkingin færst til hægri „Mér finnst til dæmis málflutningur formanns Samfylkingarinnar,Kristrúnar Frostadóttur eins og hann birtist í eldhúsdagsumræðunum, hvernig hún rammar inn efnahagsmál, að fyrst þurfum við að ná tökum á efnahagsmálum og síðan getum við farið að einbeita okkur að velferðarmálum,“ segir Guðmundur. Hann telur sjálfur að efnahagsstöðugleiki þurfi að haldast í hendur við félagslegan stöðugleika. Samfylkingin hafi einnig sagt að fara þurfi hægt í kerfisbreytingar í sjávarútvegi, og þetta sé stefna sem færir hana lengra frá félagslegum gildum. Einnig hafi algjör viðsnúningur verið í stefnu flokksins í orkumálum. „Ég hef líka áhyggjur af því að hinar pólitísku hreyfingar og flokkar á Íslandi, eru kannski að færa sig meira inn á miðjuna og til hægri, og þá þarf að vera skýr valkostur til vinstri,“ segir Guðmundur. En hvað telurðu þá að VG hafi gert í þessu ríkisstjórnarsamstarfi nema færst í þessa átt? „Enda hef ég verið að tala um það að við þurfum að leita í okkar rætur, og ég er algjörlega hreinskilinn með það að við þurfum að fara í þess háttar uppgjör,“ segir Guðmundur. Vinstri græn hafi einnig náð talsverðum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu á síðastliðnum árum. Mikill árangur Vinstri grænna í ríkisstjórn „Við getum nefnt sem dæmi þriggja þrepa skattkerfið, sem hefur skilað launafólki í landinu miklum ávinningi. Ég vil líka nefna kjarasamningana 2019 og núna 2024 sem hafa fært efnaminnafólki auknar ráðstöfunartekjur. Maður getur líka nefnt málefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, við höfum dregið úr greiðsluþáttöku sjúklinga,“ segir Guðmundur. Flokkurinn hafi komið á geðheilbrigðisteymi, endurhannað örorkulífeyriskerfið, endurbætt þjónustu við eldra fólk með verkefninu gott að eldast, Mannréttindastofnun hafi verið komið á laggirnar, þungunarrofsfrumvarpið lagt fram, málefni hinsegin fólks sett á oddinn o.s.frv. Vinstri græn hafi einnig náð miklum árangri í umhverfisvernd, sem er eitt helsta mál flokksins. Guðmundur nefnir fjöldann allan af friðlýsingum, og loftslagsmálin hafi verið sett á oddinn. Mikil áhersla hafi verið á vernd víðernis og hálendisins. Einnig sé loksins farið að flokka lífrænt sorp á heimilum. Endurvinnsla lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu hófst í ráðherratíð Guðmundar í umhverfisráðuneytinu.Sorpa Erfitt að vera friðarflokkur á ófriðartímum Guðmundur segir að Vinstri græn þurfi að taka miklu dýpri umræðu um utanríkismál varðandi til dæmis NATO. Aðrir vinstri flokkar í Skandinavíu hafi einnig verið að takast á við þessa umræðu, hvernig friðarheyfing ætli að fóta sig í þessu umhverfi sem nú er. „Á sama tíma og þú vilt stuðla að friði, þá er stundum einhver einn aðili sem gengu lengra fram og er kannski meira vondi gæinn í stríði, ætlarðu að taka afstöðu í því eða ætlarðu að standa með konseptinu friði?“ segir Guðmundur. Honum fellur ekki í geð vopnakaup Íslands fyrir Úkraínu. Hann segir meginhluta stuðnings Íslands vera annars eðlis. Vinstri græn Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Guðmundur segir að setja þurfi fylgistap flokksins meðal annars í samhengi við hægrisveiflu sem hann segir hafa átt sér stað í Evrópu. Pólitíkin sé almennt að færast í hægri átt, og Samfylkingin hafi fært sig nær hægri flokkunum. Samfylkingin færst til hægri „Mér finnst til dæmis málflutningur formanns Samfylkingarinnar,Kristrúnar Frostadóttur eins og hann birtist í eldhúsdagsumræðunum, hvernig hún rammar inn efnahagsmál, að fyrst þurfum við að ná tökum á efnahagsmálum og síðan getum við farið að einbeita okkur að velferðarmálum,“ segir Guðmundur. Hann telur sjálfur að efnahagsstöðugleiki þurfi að haldast í hendur við félagslegan stöðugleika. Samfylkingin hafi einnig sagt að fara þurfi hægt í kerfisbreytingar í sjávarútvegi, og þetta sé stefna sem færir hana lengra frá félagslegum gildum. Einnig hafi algjör viðsnúningur verið í stefnu flokksins í orkumálum. „Ég hef líka áhyggjur af því að hinar pólitísku hreyfingar og flokkar á Íslandi, eru kannski að færa sig meira inn á miðjuna og til hægri, og þá þarf að vera skýr valkostur til vinstri,“ segir Guðmundur. En hvað telurðu þá að VG hafi gert í þessu ríkisstjórnarsamstarfi nema færst í þessa átt? „Enda hef ég verið að tala um það að við þurfum að leita í okkar rætur, og ég er algjörlega hreinskilinn með það að við þurfum að fara í þess háttar uppgjör,“ segir Guðmundur. Vinstri græn hafi einnig náð talsverðum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu á síðastliðnum árum. Mikill árangur Vinstri grænna í ríkisstjórn „Við getum nefnt sem dæmi þriggja þrepa skattkerfið, sem hefur skilað launafólki í landinu miklum ávinningi. Ég vil líka nefna kjarasamningana 2019 og núna 2024 sem hafa fært efnaminnafólki auknar ráðstöfunartekjur. Maður getur líka nefnt málefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, við höfum dregið úr greiðsluþáttöku sjúklinga,“ segir Guðmundur. Flokkurinn hafi komið á geðheilbrigðisteymi, endurhannað örorkulífeyriskerfið, endurbætt þjónustu við eldra fólk með verkefninu gott að eldast, Mannréttindastofnun hafi verið komið á laggirnar, þungunarrofsfrumvarpið lagt fram, málefni hinsegin fólks sett á oddinn o.s.frv. Vinstri græn hafi einnig náð miklum árangri í umhverfisvernd, sem er eitt helsta mál flokksins. Guðmundur nefnir fjöldann allan af friðlýsingum, og loftslagsmálin hafi verið sett á oddinn. Mikil áhersla hafi verið á vernd víðernis og hálendisins. Einnig sé loksins farið að flokka lífrænt sorp á heimilum. Endurvinnsla lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu hófst í ráðherratíð Guðmundar í umhverfisráðuneytinu.Sorpa Erfitt að vera friðarflokkur á ófriðartímum Guðmundur segir að Vinstri græn þurfi að taka miklu dýpri umræðu um utanríkismál varðandi til dæmis NATO. Aðrir vinstri flokkar í Skandinavíu hafi einnig verið að takast á við þessa umræðu, hvernig friðarheyfing ætli að fóta sig í þessu umhverfi sem nú er. „Á sama tíma og þú vilt stuðla að friði, þá er stundum einhver einn aðili sem gengu lengra fram og er kannski meira vondi gæinn í stríði, ætlarðu að taka afstöðu í því eða ætlarðu að standa með konseptinu friði?“ segir Guðmundur. Honum fellur ekki í geð vopnakaup Íslands fyrir Úkraínu. Hann segir meginhluta stuðnings Íslands vera annars eðlis.
Vinstri græn Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira