Blendnar tilfinningar í Borgarnesi: „Það hefur nær ekkert samráð verið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júlí 2024 10:28 Fyrirhuguð er töluverð uppbygging á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Meðal annars stendur til að breyta þessu plani þar sem nú eru körfuboltakörfur og hjólarampar í bílastæði. Vísir/Bjarni Sveitarstjórn Borgarbyggðar er sökuð um skort á samráði við ákvörðun um uppbyggingu á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Áformin vekja blendnar tilfinningar meðal íbúa og íþróttahreyfingar, sem fagna uppbyggingu en telja forgangsröðun furðulega. Töluverð uppbygging íþróttamannvirkja er fyrirhuguð í Borgarnesi en nýtt deiliskipulag þess efnis var samþykkt á fundi byggðaráðs í liðinni viku að sögn Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð. „Það eru áform um að byggja fjölnota íþróttahús, eða knatthús, og í framhaldi af því munum við fara í endurbætur og stækkun á íþróttahúsinu okkar, það er að segja að bæta við parkethúsi,“ segir Guðveig. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir allt að sextán metra háu, 8500 fermetra stóru knattspyrnuhúsi á landfyllingu við enda íþróttavallarins sem fyrir er á svæðinu. Þá verði 4500 fermetrar byggðir við núverandi íþróttahús. En það eru ekki allir sammála um útfærsluna. „Það eru blendnar tilfinningar. Við höfum náttúrlega beðið eftir uppbyggingu mannvirkja töluvert en við erum hugsi yfir staðsetningu, forgangsröðun og umhverfisþáttum,“ segir Sigríður Bjarnadóttir sem er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Við fögnum auðvitað allri uppbyggingu og við viljum alls ekki tefja neitt eða ekki sjá hlutina gerast. En samtalið hefði mátt vera betra við íbúa varðandi staðsetningu og svo forgangsröðunin sem var náttúrlega bara ekki í sátt við heildina heyrir maður,“ segir Sigríður. Sigríður Bjarnadóttir er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms.Vísir/Bjarni Verulega hafi einnig skort á samráð við íþróttahreyfinguna. „Það hefur nær ekkert samráð verið. Það hafa að sjálfsögðu verið samtöl við íþróttahreyfinguna, við ákveðna aðila, en ekki í heild sinni,“ segir Sigríður. „Á síðasta kjörtímabili var í gangi hópur sem var að skoða einmitt forgangsröðun og hann komst að þeirri niðurstöðu að íþróttahús, eða parkethús, væri þar sem mesta þörfin væri. Við gagnrýndum ýmislegt þá, við gagnrýndum lítið samráð við íþróttahreyfinguna og gerum það í rauninni ennþá.“ Það er ekki aðeins íþróttahreyfingin sem hefur gert athugasemdir en fjöldi íbúa sendi einnig inn athugasemdir um málið í skipulagsgátt. Þar er meðal annars sett út á forgangsröðun, staðsetningu og skort á samráði. Kallað er meðal annars eftir því að fyrst verði ráðist í byggingu parkethúss, áður en lagt sé af stað í byggingu knatthúss. Þar að auki eru gerðar athugasemdir við að knatthúsið muni spilla útsýni á annars fallegu stæði vallarins svo fátt eitt sé nefnt. Íbúafundur var boðaður um málið en hann er sagður hafa verið illa auglýstur og ekki duga til að eiga almennilegt samráð. Guðveig Lind Eyglóardóttir er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð.Vísir/Bjarni Innt eftir viðbrögðum segir Guðveig bæði eðlilegt og mannlegt að skiptar skoðanir séu uppi um málið. „Fólk hefur skiptar skoðanir á forgangsröðun verkefna og á hverju á að byrja. En þetta bara er niðurstaðan sem við erum sammála um að fara í,“ segir Guðveig. „Þetta hefur líka bara að gera með það að við erum með dreifðar byggðir hérna, við erum að taka á móti börnum í tómstundir hérna upp úr sveitum. Við erum að reyna að byggja upp aðstöðu sem leiðir til þess að krakkarnir geti, alla veganna yngstu krakkarnir, klárað sínar tómstundir fyrir klukkan fjögur á daginn. Og með byggingu á fjölnotahúsi og knatthúsi erum við að mæta þeirri þörf líka og létta á íþróttahúsinu okkar. En það verður bara þannig að þegar að við erum komin af stað og búin að klára það verkefni, þá verður bara farið strax af stað í parkethús,“ segir Guðveig. Til standi fyrir rest að „keyra hvoru tveggja í gang.“ Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Skipulag Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Töluverð uppbygging íþróttamannvirkja er fyrirhuguð í Borgarnesi en nýtt deiliskipulag þess efnis var samþykkt á fundi byggðaráðs í liðinni viku að sögn Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð. „Það eru áform um að byggja fjölnota íþróttahús, eða knatthús, og í framhaldi af því munum við fara í endurbætur og stækkun á íþróttahúsinu okkar, það er að segja að bæta við parkethúsi,“ segir Guðveig. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir allt að sextán metra háu, 8500 fermetra stóru knattspyrnuhúsi á landfyllingu við enda íþróttavallarins sem fyrir er á svæðinu. Þá verði 4500 fermetrar byggðir við núverandi íþróttahús. En það eru ekki allir sammála um útfærsluna. „Það eru blendnar tilfinningar. Við höfum náttúrlega beðið eftir uppbyggingu mannvirkja töluvert en við erum hugsi yfir staðsetningu, forgangsröðun og umhverfisþáttum,“ segir Sigríður Bjarnadóttir sem er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Við fögnum auðvitað allri uppbyggingu og við viljum alls ekki tefja neitt eða ekki sjá hlutina gerast. En samtalið hefði mátt vera betra við íbúa varðandi staðsetningu og svo forgangsröðunin sem var náttúrlega bara ekki í sátt við heildina heyrir maður,“ segir Sigríður. Sigríður Bjarnadóttir er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms.Vísir/Bjarni Verulega hafi einnig skort á samráð við íþróttahreyfinguna. „Það hefur nær ekkert samráð verið. Það hafa að sjálfsögðu verið samtöl við íþróttahreyfinguna, við ákveðna aðila, en ekki í heild sinni,“ segir Sigríður. „Á síðasta kjörtímabili var í gangi hópur sem var að skoða einmitt forgangsröðun og hann komst að þeirri niðurstöðu að íþróttahús, eða parkethús, væri þar sem mesta þörfin væri. Við gagnrýndum ýmislegt þá, við gagnrýndum lítið samráð við íþróttahreyfinguna og gerum það í rauninni ennþá.“ Það er ekki aðeins íþróttahreyfingin sem hefur gert athugasemdir en fjöldi íbúa sendi einnig inn athugasemdir um málið í skipulagsgátt. Þar er meðal annars sett út á forgangsröðun, staðsetningu og skort á samráði. Kallað er meðal annars eftir því að fyrst verði ráðist í byggingu parkethúss, áður en lagt sé af stað í byggingu knatthúss. Þar að auki eru gerðar athugasemdir við að knatthúsið muni spilla útsýni á annars fallegu stæði vallarins svo fátt eitt sé nefnt. Íbúafundur var boðaður um málið en hann er sagður hafa verið illa auglýstur og ekki duga til að eiga almennilegt samráð. Guðveig Lind Eyglóardóttir er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð.Vísir/Bjarni Innt eftir viðbrögðum segir Guðveig bæði eðlilegt og mannlegt að skiptar skoðanir séu uppi um málið. „Fólk hefur skiptar skoðanir á forgangsröðun verkefna og á hverju á að byrja. En þetta bara er niðurstaðan sem við erum sammála um að fara í,“ segir Guðveig. „Þetta hefur líka bara að gera með það að við erum með dreifðar byggðir hérna, við erum að taka á móti börnum í tómstundir hérna upp úr sveitum. Við erum að reyna að byggja upp aðstöðu sem leiðir til þess að krakkarnir geti, alla veganna yngstu krakkarnir, klárað sínar tómstundir fyrir klukkan fjögur á daginn. Og með byggingu á fjölnotahúsi og knatthúsi erum við að mæta þeirri þörf líka og létta á íþróttahúsinu okkar. En það verður bara þannig að þegar að við erum komin af stað og búin að klára það verkefni, þá verður bara farið strax af stað í parkethús,“ segir Guðveig. Til standi fyrir rest að „keyra hvoru tveggja í gang.“
Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Skipulag Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira