Mögnuð reynsla og magnaður hópur Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 14:03 Frá vinstri: Magnea Hilmarsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Agnieszka Narkiewicz-Czurylo, Birna Björnsdóttir, Kath Howlet, Sara Friðgeirsdottir og Erna Héðinsdóttir. Sundhópurinn Hafmeyjurnar synti þvert yfir Ermarsundið í gær. Hópurinn, sem samanstendur af sjö konum um fimmtugt, kláraði sundið á rétt rúmum sautján klukkustundum. Einn sundkappanna segir allt hafa gengið eins og í sögu. Sundhópurinn Hafmeyjurnar lagði af stað frá Dover í Bretlandi klukkan fimm í gærmorgun á staðartíma. Sjósundkapparnir, sem allar sjö eru íslenskar konur, skiptust á að synda og komu í land við strönd Frakklands í gærkvöldi eftir sautján klukkustunda sund. Erna Héðinsdóttir, meðlimur Hafmeyjanna, segir sundið hafa gengið ótrúlega vel. Tilfinningin þegar sundinu var lokið hafi verið æðisleg. „Ótrúlega margt sem var með okkur og jafnvel umfram það sem við vonuðum og bjuggumst við. Þetta var bara mögnuð reynsla og magnaður hópur,“ segir Erna. Kath á fyrsta sundsprettnum eldsnemma um morguninn. Bongó um miðjan dag Engin úr hópnum hafði synt yfir Ermarsundið áður, en meðferðis í bátnum sem fylgdi þeim var Sigrún Geirsdóttir sem er eina íslenska konan sem synt hefur ein yfir Ermarsundið. Hún var þeim mikill liðsstyrkur. Þá voru veðurguðirnir með þeim í liði. „Við höfðum væntingar og við fengum meira. Við höfðum væntingar um gott veður, við fengum bongó um miðjan daginn. Það var rennisléttur sjór út á miðju Ermarsundi, sól og við sátum bara á bikiníum uppi á dekki í sólbaði. Það var svo margt sem fór langt umfram væntingarnar okkar,“ segir Erna. Erna að synda síðustu metrana í land í Frakklandi. Var nær dauða en lífi fyrir tuttugu árum Birna Björnsdóttir, ein meðlima hópsins, er nýorðin fimmtug og var sundið þreytt í tilefni af því. Fyrir tuttugu árum slasaðist Birna alvarlega í bílslysi og var hún þá nær dauða en lífi. Þrátt fyrir það áfall tókst henni að vinna upp styrk síðustu ár og loks synda yfir Ermarsundið. „Í dag erum við bara aðeins að ná okkur og ætlum saman út að borða í kvöld og leyfa okkur aðeins að fagna,“ segir Erna. Birna syndir inn í franska lögsögu í frábæru veðri um miðjan daginn. Sund Bretland Frakkland Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar Sjá meira
Sundhópurinn Hafmeyjurnar lagði af stað frá Dover í Bretlandi klukkan fimm í gærmorgun á staðartíma. Sjósundkapparnir, sem allar sjö eru íslenskar konur, skiptust á að synda og komu í land við strönd Frakklands í gærkvöldi eftir sautján klukkustunda sund. Erna Héðinsdóttir, meðlimur Hafmeyjanna, segir sundið hafa gengið ótrúlega vel. Tilfinningin þegar sundinu var lokið hafi verið æðisleg. „Ótrúlega margt sem var með okkur og jafnvel umfram það sem við vonuðum og bjuggumst við. Þetta var bara mögnuð reynsla og magnaður hópur,“ segir Erna. Kath á fyrsta sundsprettnum eldsnemma um morguninn. Bongó um miðjan dag Engin úr hópnum hafði synt yfir Ermarsundið áður, en meðferðis í bátnum sem fylgdi þeim var Sigrún Geirsdóttir sem er eina íslenska konan sem synt hefur ein yfir Ermarsundið. Hún var þeim mikill liðsstyrkur. Þá voru veðurguðirnir með þeim í liði. „Við höfðum væntingar og við fengum meira. Við höfðum væntingar um gott veður, við fengum bongó um miðjan daginn. Það var rennisléttur sjór út á miðju Ermarsundi, sól og við sátum bara á bikiníum uppi á dekki í sólbaði. Það var svo margt sem fór langt umfram væntingarnar okkar,“ segir Erna. Erna að synda síðustu metrana í land í Frakklandi. Var nær dauða en lífi fyrir tuttugu árum Birna Björnsdóttir, ein meðlima hópsins, er nýorðin fimmtug og var sundið þreytt í tilefni af því. Fyrir tuttugu árum slasaðist Birna alvarlega í bílslysi og var hún þá nær dauða en lífi. Þrátt fyrir það áfall tókst henni að vinna upp styrk síðustu ár og loks synda yfir Ermarsundið. „Í dag erum við bara aðeins að ná okkur og ætlum saman út að borða í kvöld og leyfa okkur aðeins að fagna,“ segir Erna. Birna syndir inn í franska lögsögu í frábæru veðri um miðjan daginn.
Sund Bretland Frakkland Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar Sjá meira