Land, borgir og samgöngur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 11. júlí 2024 14:00 Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar. Þróun þéttbýlis Á stór höfuðborgarsvæðinu búa um 300.000 manns, eða um 80% landsmanna sem segir að Ísland er borgríki. Höfuðborgarsvæðið er vafalaust heppilegasta staðsetning borgar á Íslandi. En það sneiðist um góð byggingarsvæði og hættur leynast í nágrenninu. Vissulega getur höfuðborgarsvæðið tekið við talsverðri fjölgun enn, ekki síst ef miðstöð innanlandsflugsins flyst úr Vatnsmýrinni. Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa varpað ljósi á að sum hverfi Höfuðborgarsvæðisins kunna að vera í meiri hættu en almennt hefur verið haldið. Til frambúðar er varhugavert að hafa flesta landsmenn á sama svæði og aðeins eina raunhæfa gátt til og frá landinu. Flutningur miðstöðvar innanlandsflugsins, fluglest o.fl. Samfélagslegur ábati af flutningi miðstöðvar innanlandsflugsins í Hvassahraun var af Hagfræðistofunun metin á um 100 milljarða króna á núvirði. Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi verður vart af þeim flutningi. Því kemur sér vel að væntanlega er enn meiri ábati af flutningi til KEF. Til að það gangi vel þarf helst þetta: Háhraða fluglest REY-KEF. Björgunarþyrlur staðsettar í öllum landsfjórðungum til að annast brýnasta sjúkraflug og fleira. Nýjan varaflugvelli fyrir alþjóðaflugið í KEF, í hæfilegri fjarlægð. Samfélagslegur ábati af háhraða fluglest REY-KEF hefur verið metinn á um 100 milljarða króna á núvirði. Fluglestin er hagkvæm sem PPP framkvæmd, umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu. Staðsetning björgunarþyrlna á nokkrum stöðum á landinu, ásamt tilheyrandi mannskap, mun stórbæta þjónustu við veika og slasaða vítt og breytt um landið. Ábatinn af meiri og skjótari bata mun gera meira en að jafna aukinn kostnað vegna þyrlnanna. Þar á ofan er löngu tímabært að koma á fót heilsárs launuðum björgunarsveigum um landið til að taka þunga af Landsbjörgu og þeim sem hafa lagt fram ólaunaða vinnu og fjármagnað björgunarstarfið. Nýr vel staðsettur varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið í KEF sem þyrfti að vera transit völlur og ný gátt inn í landið, er einmitt vel staðsettur á Suðurlandi nálægt eða í Árborg og vinsælustu ferðamanna stöðum landsins. Það er sem sagt bæði hagkvæmt og heppilegt að gera það sem gera þarf til að flytja miðstöð innanlandsflugsins til KEF og opna nýja gátt inn í landið á Suðurlandi sem mun byggja undir sjálfbæran vöxt þéttbýlis á Suðurlandi og víðar. Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Því er spáð að árið 2024 muni um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna gista á Íslandi og að heildarfjöldi farþega um KEF verði um 8,5 milljónir. Næstu ár er spáð talsverðri fjölgun. Þessi fjöldi stendur undir uppbyggingu og rekstri KEF og hann og fjölgun næstu ára getur fjármagnað vara transit alþjóðaflugvöll á Suðurlandi af lendingargjöldum svipað og KEF nú. Varaflugvöllur fyrir KEF má ekki vera of langt frá því að fjarlægð kallar á að flugvélar beri meira vara eldsneyti sem þyngir þær og minnkar burðgargetu og þar með arðsemi sem kallar á hærra flugmiðaverð. Tilkoma SUD mun draga úr þörf fyrir stækkun KEF, fjölga ferðafólki og dreifa því betur um landið. Fjöldi ferðafólks mun velja SUD vegna nálægðar við vinsæl ferðamanna staði Gullna hringsins. SUD mun gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, sérstaklega ef til koma uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Tilkoma SUD mun örva atvinnustarfsemi á Suðurlandi og styrkja vaxandi þéttbýli og borgarmyndun í Árborg. SUD verður því lyftistöng fyrir Suðurland og landið allt. Hálendisvegir Heilsárs hálendisvegir milli Suður-, Norður- og Austurlands munu stytta ferðatíma milli landshluta og opna dásemdir hálendisins fyrir landsmönnum og ferðafólki. Þá má láta gera með veggjöldum, í PPP framkvæmd með litlum kostnaði fyrir skattgreiðendur. Vegirnir munu mynda nýjar hringleiðir með áhugaverðum upplifunum sem mun verða aðdráttarafl og dreifa ferðamönnum betur um landið. Hálendisvegirnir munu því styrkja landið allt verulega. Árborg – Næst borg Í Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri) búa nú um 12.000 og fer fjölgandi. Ýmislegt hefur stuðlað að hröðum vexti á svæðinu. Veðurfar á Suðurlandi er tiltölulega milt og svæðið fallegt. Enda hafa þar myndast stórar orlofshúsabyggðir og náttúrufegurð Gullna hringsins dregur að nánast alla erlenda ferðamenn sem hingað koma. Með ákvörðun um nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi og uppbyggingu hálendisvega geta stjórnvöld stuðlað að borgarmyndun í Árborg og styrkt byggðir á Norður- og Austurlandi með greiðari samgöngum og fleiri ferðamönnum sem þá munu nýta. Kostnaðurinn mun greiðast af notkunargjöldum. Áfram veginn Stjórnmálaflokkar ættu að móta sér stefnu um þessi málefni. Ef nægur samhljómur næst geta næstu stjórnvöld látið gera stefnumótun um af færu fagfólki og hafið framkvæmdir. Þar þarf að horfa á stóru myndina til langs tíma fyrir fólkið, landið og loftslagið. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar. Þróun þéttbýlis Á stór höfuðborgarsvæðinu búa um 300.000 manns, eða um 80% landsmanna sem segir að Ísland er borgríki. Höfuðborgarsvæðið er vafalaust heppilegasta staðsetning borgar á Íslandi. En það sneiðist um góð byggingarsvæði og hættur leynast í nágrenninu. Vissulega getur höfuðborgarsvæðið tekið við talsverðri fjölgun enn, ekki síst ef miðstöð innanlandsflugsins flyst úr Vatnsmýrinni. Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa varpað ljósi á að sum hverfi Höfuðborgarsvæðisins kunna að vera í meiri hættu en almennt hefur verið haldið. Til frambúðar er varhugavert að hafa flesta landsmenn á sama svæði og aðeins eina raunhæfa gátt til og frá landinu. Flutningur miðstöðvar innanlandsflugsins, fluglest o.fl. Samfélagslegur ábati af flutningi miðstöðvar innanlandsflugsins í Hvassahraun var af Hagfræðistofunun metin á um 100 milljarða króna á núvirði. Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi verður vart af þeim flutningi. Því kemur sér vel að væntanlega er enn meiri ábati af flutningi til KEF. Til að það gangi vel þarf helst þetta: Háhraða fluglest REY-KEF. Björgunarþyrlur staðsettar í öllum landsfjórðungum til að annast brýnasta sjúkraflug og fleira. Nýjan varaflugvelli fyrir alþjóðaflugið í KEF, í hæfilegri fjarlægð. Samfélagslegur ábati af háhraða fluglest REY-KEF hefur verið metinn á um 100 milljarða króna á núvirði. Fluglestin er hagkvæm sem PPP framkvæmd, umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu. Staðsetning björgunarþyrlna á nokkrum stöðum á landinu, ásamt tilheyrandi mannskap, mun stórbæta þjónustu við veika og slasaða vítt og breytt um landið. Ábatinn af meiri og skjótari bata mun gera meira en að jafna aukinn kostnað vegna þyrlnanna. Þar á ofan er löngu tímabært að koma á fót heilsárs launuðum björgunarsveigum um landið til að taka þunga af Landsbjörgu og þeim sem hafa lagt fram ólaunaða vinnu og fjármagnað björgunarstarfið. Nýr vel staðsettur varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið í KEF sem þyrfti að vera transit völlur og ný gátt inn í landið, er einmitt vel staðsettur á Suðurlandi nálægt eða í Árborg og vinsælustu ferðamanna stöðum landsins. Það er sem sagt bæði hagkvæmt og heppilegt að gera það sem gera þarf til að flytja miðstöð innanlandsflugsins til KEF og opna nýja gátt inn í landið á Suðurlandi sem mun byggja undir sjálfbæran vöxt þéttbýlis á Suðurlandi og víðar. Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Því er spáð að árið 2024 muni um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna gista á Íslandi og að heildarfjöldi farþega um KEF verði um 8,5 milljónir. Næstu ár er spáð talsverðri fjölgun. Þessi fjöldi stendur undir uppbyggingu og rekstri KEF og hann og fjölgun næstu ára getur fjármagnað vara transit alþjóðaflugvöll á Suðurlandi af lendingargjöldum svipað og KEF nú. Varaflugvöllur fyrir KEF má ekki vera of langt frá því að fjarlægð kallar á að flugvélar beri meira vara eldsneyti sem þyngir þær og minnkar burðgargetu og þar með arðsemi sem kallar á hærra flugmiðaverð. Tilkoma SUD mun draga úr þörf fyrir stækkun KEF, fjölga ferðafólki og dreifa því betur um landið. Fjöldi ferðafólks mun velja SUD vegna nálægðar við vinsæl ferðamanna staði Gullna hringsins. SUD mun gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, sérstaklega ef til koma uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Tilkoma SUD mun örva atvinnustarfsemi á Suðurlandi og styrkja vaxandi þéttbýli og borgarmyndun í Árborg. SUD verður því lyftistöng fyrir Suðurland og landið allt. Hálendisvegir Heilsárs hálendisvegir milli Suður-, Norður- og Austurlands munu stytta ferðatíma milli landshluta og opna dásemdir hálendisins fyrir landsmönnum og ferðafólki. Þá má láta gera með veggjöldum, í PPP framkvæmd með litlum kostnaði fyrir skattgreiðendur. Vegirnir munu mynda nýjar hringleiðir með áhugaverðum upplifunum sem mun verða aðdráttarafl og dreifa ferðamönnum betur um landið. Hálendisvegirnir munu því styrkja landið allt verulega. Árborg – Næst borg Í Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri) búa nú um 12.000 og fer fjölgandi. Ýmislegt hefur stuðlað að hröðum vexti á svæðinu. Veðurfar á Suðurlandi er tiltölulega milt og svæðið fallegt. Enda hafa þar myndast stórar orlofshúsabyggðir og náttúrufegurð Gullna hringsins dregur að nánast alla erlenda ferðamenn sem hingað koma. Með ákvörðun um nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi og uppbyggingu hálendisvega geta stjórnvöld stuðlað að borgarmyndun í Árborg og styrkt byggðir á Norður- og Austurlandi með greiðari samgöngum og fleiri ferðamönnum sem þá munu nýta. Kostnaðurinn mun greiðast af notkunargjöldum. Áfram veginn Stjórnmálaflokkar ættu að móta sér stefnu um þessi málefni. Ef nægur samhljómur næst geta næstu stjórnvöld látið gera stefnumótun um af færu fagfólki og hafið framkvæmdir. Þar þarf að horfa á stóru myndina til langs tíma fyrir fólkið, landið og loftslagið. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun