Kallaði Trump „Hitler Ameríku“ og studdi Never Trump-hreyfinguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2024 22:57 Vance er öldungardeildarþingmaður Ohio-ríkis og 39 ára gamall. AP James David Vance, tilvonandi varaforsetaefni Donalds Trump, hefur ekki verið í fylkingu forsetans fyrrverandi um langt skeið, en virðist í dag einn af hans dyggustu stuðningsmönnum. Stjórnmálamenn velta því upp hvort Vance, sem sagði meðframbjóðanda sinn asna og vítaverðan opinberlega fyrir átta árum, sé drifinn af tækifærismennsku. Í umfjöllun Reuters um nýja varaforsetaefnið segir að fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi Vance gjarnan látið gamminn geisa, bæði á lyklaborðinu og opinberlega í tengslum við Trump. Í þeirri kosningabaráttu var Vance langt frá því að vera stuðningsmaður hans, og sagðist styðja Never Trump-hreyfinguna, sem íhaldsmenn andvígir Trump stóðu fyrir. Orðljótur í garð meðframjóðandans „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. J.D. Vance ásamt Usha Chilukuri Vance, eftir að í ljós kom að hann byði sig fram með Trump.AP Í frétt Reuters kemur fram að Vance sé í dag einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump og að hann hafi staðið með honum þegar aðrir háttsettir Repúblikanar gerðu það ekki. Hann hafi til að mynda verið við réttarhöldin í þagnargreiðslumáli Trump í sumar. Demókratar og einstaka Repúblikanar hafi velt því upp hvort tækifærismennska drífi stjórnmálafrömuðinn áfram, frekar en pólitísk hugmyndafræði. En Trump standi sjálfur í þeirri trú að Vance hafi hreinlega skipt um skoðun. Þá hafa ráðgjafar Vance bent á að frambjóðendurnir aðhyllist að mörgu leyti sömu hugmyndafræði. Skoðanir virðast eftir hentisemi Þungunarrof sé dæmi um málefni þar sem Vance virðist hafa lagað skoðanir sínar að skoðunum Trump. Reuters segir frá að í viðtali árið 2021, í aðdraganda öldungaráðskosninga, hafi Vance látið þau orð falla í viðtali að þolendur kynferðisofbeldis og sifjaspella ættu ekki að eiga rétt á þungunarrofi. Í nóvember í fyrra hafi hann lýst atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að réttur til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn, sem höggi í magann. Hins vegar viðraði hann þá skoðun í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone, skoðun sem Trump hefur áður viðrað. John Barrasso, öldunardeildarþingmaður í Wyoming, sem Vance hefur lýst sem sínum leiðbeinanda, sagði í samtali við Reuters að Vance hafi skipt um skoðun gagnvart Trump vegna þess að „hann sá þann mikla árangur sem Trump skilaði þjóðinni í embætti.“ Kenndi Biden um morðtilræðið Í umfjöllun Sky um J.D. Vance segir að hann hafi sætt gagnrýni um helgina eftir að hafa kennt kosningaherferð Joe Biden um morðtilræðið gagnvart Trump. „Meginforseta Biden herferðarinnar er að Donald Trump sé einræðissjúkur fasisti sem þurfi að stöðva, sama hvað það kostar. Morðtilæðið gegn Trump forseta er bein afleiðing þessarar orðræðu,“ skrifaði Vance á X. Today is not just some isolated incident.The central premise of the Biden campaign is that President Donald Trump is an authoritarian fascist who must be stopped at all costs.That rhetoric led directly to President Trump's attempted assassination.— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Í umfjöllun Reuters um nýja varaforsetaefnið segir að fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi Vance gjarnan látið gamminn geisa, bæði á lyklaborðinu og opinberlega í tengslum við Trump. Í þeirri kosningabaráttu var Vance langt frá því að vera stuðningsmaður hans, og sagðist styðja Never Trump-hreyfinguna, sem íhaldsmenn andvígir Trump stóðu fyrir. Orðljótur í garð meðframjóðandans „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. J.D. Vance ásamt Usha Chilukuri Vance, eftir að í ljós kom að hann byði sig fram með Trump.AP Í frétt Reuters kemur fram að Vance sé í dag einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump og að hann hafi staðið með honum þegar aðrir háttsettir Repúblikanar gerðu það ekki. Hann hafi til að mynda verið við réttarhöldin í þagnargreiðslumáli Trump í sumar. Demókratar og einstaka Repúblikanar hafi velt því upp hvort tækifærismennska drífi stjórnmálafrömuðinn áfram, frekar en pólitísk hugmyndafræði. En Trump standi sjálfur í þeirri trú að Vance hafi hreinlega skipt um skoðun. Þá hafa ráðgjafar Vance bent á að frambjóðendurnir aðhyllist að mörgu leyti sömu hugmyndafræði. Skoðanir virðast eftir hentisemi Þungunarrof sé dæmi um málefni þar sem Vance virðist hafa lagað skoðanir sínar að skoðunum Trump. Reuters segir frá að í viðtali árið 2021, í aðdraganda öldungaráðskosninga, hafi Vance látið þau orð falla í viðtali að þolendur kynferðisofbeldis og sifjaspella ættu ekki að eiga rétt á þungunarrofi. Í nóvember í fyrra hafi hann lýst atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að réttur til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn, sem höggi í magann. Hins vegar viðraði hann þá skoðun í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone, skoðun sem Trump hefur áður viðrað. John Barrasso, öldunardeildarþingmaður í Wyoming, sem Vance hefur lýst sem sínum leiðbeinanda, sagði í samtali við Reuters að Vance hafi skipt um skoðun gagnvart Trump vegna þess að „hann sá þann mikla árangur sem Trump skilaði þjóðinni í embætti.“ Kenndi Biden um morðtilræðið Í umfjöllun Sky um J.D. Vance segir að hann hafi sætt gagnrýni um helgina eftir að hafa kennt kosningaherferð Joe Biden um morðtilræðið gagnvart Trump. „Meginforseta Biden herferðarinnar er að Donald Trump sé einræðissjúkur fasisti sem þurfi að stöðva, sama hvað það kostar. Morðtilæðið gegn Trump forseta er bein afleiðing þessarar orðræðu,“ skrifaði Vance á X. Today is not just some isolated incident.The central premise of the Biden campaign is that President Donald Trump is an authoritarian fascist who must be stopped at all costs.That rhetoric led directly to President Trump's attempted assassination.— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira