Munaði engu að ökumaður straujaði niður nítján hjólreiðamenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2024 16:37 Skjáskot úr myndbandinu þar sem ökumaður bílsins tekur glæfralega fram úr hjólreiðamönnum. Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður jeppa, með kerru í afturdragi, tók fram úr nítján hjólreiðamönnum á leið til Þingvalla. Ökumaðurinn verður kærður fyrir aksturinn, sem náðist á myndband. Hjólreiðafélagið Tindur fer reglulega í hjólreiðatúra frá Reykjavík til Þingvalla. Í það skipti sem umrætt atvik átti sér stað var annar hjólreiðahópur Tinds, sem telur nítján hjólreiðamenn, á leið til Þingvalla á Mosfellsheiði. Um tvo kílómetra vestan við Skálafellsafleggjara. Birgir Birgisson formaður Reiðhjólabænda var með í för, en þó ekki í þeim hópi sem lenti í atvikinu. Hann ræddi atvikið í samtali við Vísi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan. „Það vildi svo til að þjóðvegur eitt á Kjalarnesi var lokaður. Umferð sem fer venjulega þar um var því beint upp á Mosfellsheiði og síðan um Hvalfjörð. Það var því óvenjumikil umferð um heiðina og þá eru ansi margir óþolinmóðir bílstjórar og meðal annars þessi sem sést á myndbandinu. Hann liggur á flautunni á meðan hann tekur fram úr hópnum, og er allt of nálægt,“ segir Birgir. „Hann flautar ekki til þess að gefa merki um að hann ætli fram úr, heldur liggur hann á flautunni allan tímann. Og fer mun nær en hinir bílarnir á undan.“ Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Birgir vísar til þeirrar lagagreinar umferðarlaga sem mælir fyrir um ákveðið lágmarksbil þegar bíl er ekið fram úr hjólandi umferð. „Og bara til að taka af allan vafa, hjólreiðafólki er leyfilegt að hjóla samhliða, samkvæmt 2. málsgrein 42. greinar umferðarlaga, jafnvel þó það sé mjög útbreiddur misskilningur að það sé ekki leyfilegt. Að hjóla samhliða styttir mikið þá vegalengd sem ökumenn þurfa til framúraksturs og liðkar þannig fyrir flæði umferðar.“ Tilgangslaus lagagrein „Þessi sker sig alveg augljóslega úr, en þetta er langt frá því að vera eitthvað einstakt tilvik. Þarna næst þetta á myndband og það er auðvelt að sjá bílnúmer. Ef þetta dugar ekki sem sönnunargagn, þá veit ég ekki hvað sönnunargagnið á að vera.“ Birgir kveðst hafa kært um tuttugu sambærileg atvik, sem öll hafa verið felld niður af lögreglunni. „Það er mismunandi hvort það tekur tvær vikur eða tvö ár. Frægasta tilvikið er frá ágústmánuði 2022, þar sem einn bílstjóri tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á sömu mínútunni. Og tók það upp með mælaborðsmyndavél. Hann setur það sjálfur á samfélagsmiðla klukkutíma síðar. Það var kært en fellt niður innan tveggja vikna. Þetta er alltaf svona, þessi lagagrein er tilgangslaus ef enginn ætlar að fylgja henni.“ „Það sést á þessu myndskeiði að það mátti ekki miklu skeika að þessi bílstjóri straujaði niður nítján manns.“ Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hjólreiðafélagið Tindur fer reglulega í hjólreiðatúra frá Reykjavík til Þingvalla. Í það skipti sem umrætt atvik átti sér stað var annar hjólreiðahópur Tinds, sem telur nítján hjólreiðamenn, á leið til Þingvalla á Mosfellsheiði. Um tvo kílómetra vestan við Skálafellsafleggjara. Birgir Birgisson formaður Reiðhjólabænda var með í för, en þó ekki í þeim hópi sem lenti í atvikinu. Hann ræddi atvikið í samtali við Vísi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan. „Það vildi svo til að þjóðvegur eitt á Kjalarnesi var lokaður. Umferð sem fer venjulega þar um var því beint upp á Mosfellsheiði og síðan um Hvalfjörð. Það var því óvenjumikil umferð um heiðina og þá eru ansi margir óþolinmóðir bílstjórar og meðal annars þessi sem sést á myndbandinu. Hann liggur á flautunni á meðan hann tekur fram úr hópnum, og er allt of nálægt,“ segir Birgir. „Hann flautar ekki til þess að gefa merki um að hann ætli fram úr, heldur liggur hann á flautunni allan tímann. Og fer mun nær en hinir bílarnir á undan.“ Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Birgir vísar til þeirrar lagagreinar umferðarlaga sem mælir fyrir um ákveðið lágmarksbil þegar bíl er ekið fram úr hjólandi umferð. „Og bara til að taka af allan vafa, hjólreiðafólki er leyfilegt að hjóla samhliða, samkvæmt 2. málsgrein 42. greinar umferðarlaga, jafnvel þó það sé mjög útbreiddur misskilningur að það sé ekki leyfilegt. Að hjóla samhliða styttir mikið þá vegalengd sem ökumenn þurfa til framúraksturs og liðkar þannig fyrir flæði umferðar.“ Tilgangslaus lagagrein „Þessi sker sig alveg augljóslega úr, en þetta er langt frá því að vera eitthvað einstakt tilvik. Þarna næst þetta á myndband og það er auðvelt að sjá bílnúmer. Ef þetta dugar ekki sem sönnunargagn, þá veit ég ekki hvað sönnunargagnið á að vera.“ Birgir kveðst hafa kært um tuttugu sambærileg atvik, sem öll hafa verið felld niður af lögreglunni. „Það er mismunandi hvort það tekur tvær vikur eða tvö ár. Frægasta tilvikið er frá ágústmánuði 2022, þar sem einn bílstjóri tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á sömu mínútunni. Og tók það upp með mælaborðsmyndavél. Hann setur það sjálfur á samfélagsmiðla klukkutíma síðar. Það var kært en fellt niður innan tveggja vikna. Þetta er alltaf svona, þessi lagagrein er tilgangslaus ef enginn ætlar að fylgja henni.“ „Það sést á þessu myndskeiði að það mátti ekki miklu skeika að þessi bílstjóri straujaði niður nítján manns.“
Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira