Kvótanum breytt en sér ekki fyrir endann á blóðugum mótmælum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 11:21 Stúdentar, sumir hverjir með skólatöskurnar enn á bakinu, takast á við lögreglumenn. AP/Anik Rahman Hæstiréttur Bangladess hefur úrskurðað ákvörðun um að þriðjungur opinberra starfa sé frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna og annarra afmarkaðra hópa ógilda. Mikil mótmælaalda hefur riðið yfir Bangladess nýverið og talið að minnst hundrað manns hafi látið lífið í blóðugum átökum við lögreglu. Í kjölfar frelsisstríðs Bangladess við Pakistan árið 1971 var komið á kvóta á opinberum störfum. Þriðjungur þeirra var frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna. Þessum kvóta var aflétt árið 2018 en hæstiréttur ákvarðaði á dögunum að þessum kvóta yrði komið á á nýjan leik. Atvinnuleysi ungs fólks er mikið og talið að hátt í átján milljónir manna í landinu séu í atvinnuleit.AP/Rajib Dhar Það vakti mikla reiði meðal námsmanna í landinu enda er atvinnuleysi ungs fólks útbreitt. Óeirðir brutust út í kjölfarið sem drógu marga til bana. Þegar mest lét á fyrirskipaði ríkisstjórnin útgöngubann og lokuðu fyrir internetaðgang. Herinn fékk þau fyrirmæli að skjóta á mótmælendur sem hlýddu ekki fyrirskipunum þeirra. Samkvæmt nýjum úrskurði hæstaréttar þar í landi verður kvótinn afmarkaður við fimm prósent opinberra starfa. Stúdentar og samtök mótmælenda hafa fagnað nýjum úrskurði. Herinn hefur verið kallaður út til allra helstu borga Bangladess.AP/Rajib Dhar Á götum höfuðborgarinnar Dökku er tómlegt um að líta þar sem útgöngubann er í gildi en bangladesskir miðlar greina frá því að óeirðir haldi áfram víðs vegar um landið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni félags stúdenta að úrskurðinum sé fagnað en að mótmælin haldi áfram þar til ríkisstjórnin verði við kröfum þeirra. Sheikh Hasina forsætisráðherra hefur verið við völd í hátt í fimmtán ár. Hún og ríkisstjórn hennar hafa verið gagnrýnd fyrir að kveða niður andstöðu með valdi. Krafan um afsögn hennar hefur orðið æ háværari með hverjum degi mótmæla. Bangladess Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Í kjölfar frelsisstríðs Bangladess við Pakistan árið 1971 var komið á kvóta á opinberum störfum. Þriðjungur þeirra var frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna. Þessum kvóta var aflétt árið 2018 en hæstiréttur ákvarðaði á dögunum að þessum kvóta yrði komið á á nýjan leik. Atvinnuleysi ungs fólks er mikið og talið að hátt í átján milljónir manna í landinu séu í atvinnuleit.AP/Rajib Dhar Það vakti mikla reiði meðal námsmanna í landinu enda er atvinnuleysi ungs fólks útbreitt. Óeirðir brutust út í kjölfarið sem drógu marga til bana. Þegar mest lét á fyrirskipaði ríkisstjórnin útgöngubann og lokuðu fyrir internetaðgang. Herinn fékk þau fyrirmæli að skjóta á mótmælendur sem hlýddu ekki fyrirskipunum þeirra. Samkvæmt nýjum úrskurði hæstaréttar þar í landi verður kvótinn afmarkaður við fimm prósent opinberra starfa. Stúdentar og samtök mótmælenda hafa fagnað nýjum úrskurði. Herinn hefur verið kallaður út til allra helstu borga Bangladess.AP/Rajib Dhar Á götum höfuðborgarinnar Dökku er tómlegt um að líta þar sem útgöngubann er í gildi en bangladesskir miðlar greina frá því að óeirðir haldi áfram víðs vegar um landið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni félags stúdenta að úrskurðinum sé fagnað en að mótmælin haldi áfram þar til ríkisstjórnin verði við kröfum þeirra. Sheikh Hasina forsætisráðherra hefur verið við völd í hátt í fimmtán ár. Hún og ríkisstjórn hennar hafa verið gagnrýnd fyrir að kveða niður andstöðu með valdi. Krafan um afsögn hennar hefur orðið æ háværari með hverjum degi mótmæla.
Bangladess Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent