Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2024 19:00 Ferðamenn á Suðausturlandi hafa lent í ýmsu eftir að stórt jökulhlaup kom úr Mýrdalsjökli í gær. Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir marga ferðamenn í Vík vegna ástandsins. Vísir Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Þjóðvegurinn við ánna Skálm fór í sundur í hlaupinu í gær á sjö hundruð metra kafla og þurfti að loka kaflanum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs meðan unnið var að viðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á marga ferðamenn á svæðinu sem hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni, afbóka herbergi, bóka ný og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Margir innlyksa í Vík Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir nóg að gera í Vík þar sem margir ferðamenn hafa orðið innlyksa. „Við erum alveg vön svona ástandi yfir vetrartímann þegar vegir lokast en síður á sumrin. Það eru allar verslanir og veitingastaðir fullar af ferðmönnum. Ég heyrði í gærkvöldi af móður með þrjú börn sem þurfti gistingu hér í Vík vegna lokunarinnar en hún en var búin að bóka á Kirkjubæjarklaustri. Þá rekur fjölskylda mín ferðaþjónustu í Reynishverfi og þar voru gestir sem skruppu í Jökulsárlón í gær og hafa ekki komist til baka. Farangurinn varð hins vegar eftir. Þessir ferðamenn þurfa að keyra hringinn til Víkur til að nálgast dótið sitt,“ segir hann. Allir rólegir Ferðamenn virðist þó taka ástandinu með ró. „ Leiðsögumaður upp í Kötlujökli var með ferðamenn í íshellaferða í gær þegar hann fékk tilkynningu um jökulhlaupið og blés því ferðina af. Ferðamennirnir á staðnum urðu hins vegar bara fýldir yfir því og voru ekkert að stressa sig yfir því að það gæti komið eldgos,“ segir hann. Því hefur lengi verið spáð að Katla fari að gjósa og að jökulhlaup geti verið undanfari þess. Björn segir íbúa vel meðvitaða um þá hættu. „Það er alltaf smá hræðsla í fólki að Katla fari að gjósa en við teljum okkur vera þokkalega vel undirbúin ef til þess kemur,“ segir hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þjóðvegurinn við ánna Skálm fór í sundur í hlaupinu í gær á sjö hundruð metra kafla og þurfti að loka kaflanum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs meðan unnið var að viðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á marga ferðamenn á svæðinu sem hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni, afbóka herbergi, bóka ný og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Margir innlyksa í Vík Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir nóg að gera í Vík þar sem margir ferðamenn hafa orðið innlyksa. „Við erum alveg vön svona ástandi yfir vetrartímann þegar vegir lokast en síður á sumrin. Það eru allar verslanir og veitingastaðir fullar af ferðmönnum. Ég heyrði í gærkvöldi af móður með þrjú börn sem þurfti gistingu hér í Vík vegna lokunarinnar en hún en var búin að bóka á Kirkjubæjarklaustri. Þá rekur fjölskylda mín ferðaþjónustu í Reynishverfi og þar voru gestir sem skruppu í Jökulsárlón í gær og hafa ekki komist til baka. Farangurinn varð hins vegar eftir. Þessir ferðamenn þurfa að keyra hringinn til Víkur til að nálgast dótið sitt,“ segir hann. Allir rólegir Ferðamenn virðist þó taka ástandinu með ró. „ Leiðsögumaður upp í Kötlujökli var með ferðamenn í íshellaferða í gær þegar hann fékk tilkynningu um jökulhlaupið og blés því ferðina af. Ferðamennirnir á staðnum urðu hins vegar bara fýldir yfir því og voru ekkert að stressa sig yfir því að það gæti komið eldgos,“ segir hann. Því hefur lengi verið spáð að Katla fari að gjósa og að jökulhlaup geti verið undanfari þess. Björn segir íbúa vel meðvitaða um þá hættu. „Það er alltaf smá hræðsla í fólki að Katla fari að gjósa en við teljum okkur vera þokkalega vel undirbúin ef til þess kemur,“ segir hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira