Jökulhlaupið olli því að hluti hringvegarins við ána Skálm skemmdist og enn er unnið að viðgerð á veginum. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði sagði í Kvöldfréttum að fjögur jökulhlaup af þessu tagi hafi orðið frá Kötlugosi 1918. Hlaupið í gær sé það minnsta af þeim fjórum.
Myndefni úr flugi RAX má sjá hér að neðan.