Við förum yfir embættistökuna í máli og myndum í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og ræðum einnig við fólk á förnum vegi um hvernig því lítist á nýjan forseta.
Við förum á hjúkrunarheimilið Mörkina, þar sem fólk klæddi sig upp í tilefni dagsins, en þar var blásið til klútaveislu.
Þá segjum við frá því að bændasamtökin furða sig á því að stóru kjötafurðarstöðvarnar noti ekki nýja upprunarvottun sem var gerð til að tryggja hag neytenda og er kallað eftir því að lög um upprunamerkingar verði hert.
Við förum einnig í afmælisveislu, en Textílfélagið heldur upp á 50 ára afmæli sitt með veglegri sýningu á Korpúlfsstöðum þar sem tugir listamanna sýna verk sín.
Kvöldfréttir í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á Vísi, klukkan hálfsjö.