Innlent

Al­var­leg gabbút­köll, nýtt neyslu­rými og bongó­blíða í bænum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Við ræðum við forstjóra Landhelgisgæslunnar og framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar um útkall í Kerlingarfjöllum í gær. Leitað var í nærri tuttugu tíma að tveimur ferðamönnum sem taldir voru fastir í helli en nú talið að tilkynningin hafi verið gabb. 

Þá kemur Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi til okkar en málið er komið á borð lögreglu.

Nýtt neyslurými var opnað í dag í Borgartúni undir nafninu Ylja. Notendur vímuefna geta leitað þangað og sprautað sig eða reykt vímuefni undir eftirliti og aðstoð heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum.

Þá kíkjum við aðeins niður í miðbæ, bæði á dragsýningu í tilefni hinsegin daga og niður á Austurvöll, þar sem fjöldi fólks hefur setið í veðurblíðunni og nýtt sjaldséða sólargeisla.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×