Eigi að standa saman um fjárfestingu í jafnrétti til náms Bjarki Sigurðsson og Eiður Þór Árnason skrifa 11. ágúst 2024 22:58 Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri. Stöð 2 Ráðherrar hafa undanfarið tekist á um nytsemi gjaldfrjálsra námsgagna og máltíða í grunnskólum landsins. Háskólaráðherra segir það sóun á almannafé en barnamálaráðherra vill ganga enn lengra. Fyrrverandi borgarstjóri segir að allir eigi að standa saman um fjárfestingar í málefnum barna og jafnrétti til náms. Á föstudag skrifaði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra grein í Morgunblaðið þar sem hún gagnrýndi það að börn í einhverjum grunnskólum landsins fái ókeypis námsgögn frá sínu sveitarfélagi, það er blýanta, strokleður, stílabækur og svo framvegis. Ræddi ráðherra að börn fengju ekki tilfinningu fyrir ábyrgð og umhyggju fyrir eignum sínum þegar þau fá gögnin ókeypis. Þá kosti ný ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum skattgreiðendur milljarða á hverju ári. „Og hef talað við fjölda kennara og ekki síst fengið enn þá fleiri skilaboð síðan ég skrifaði greinina um fólk sem upplifir það sama í kerfinu. Ég held að þetta sé almennt víðar og við þurfum bara að gæta þess hvernig við förum með fjármuni, tryggjum alltaf að styðja þá sem þurfa á því að halda en séum kannski ekki að verja fjármunum til efnameiri foreldra sem þyrftu ekki á þessum stuðningi að halda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Komið til að vera Námsgögn voru gerð gjaldfrjáls í grunnskólum Reykjavíkurborgar í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. Hann telur að allir séu stoltir af þessari breytingu og um sé að ræða mjög mikilvægt jafnréttismál. „Þetta sparaði foreldrum, sérstaklega með mörg börn, töluverð útgjöld og ekki síst bara heilmikið stress og umstang síðustu dagana fyrir skólann. Þannig að ég held að þetta sé sannarlega komið til að vera í Reykjavík og í sveitarfélögum um land allt af því að það fylgdu eiginlega öll sveitarfélög í kjölfarið á þessu.“ Ókeypis máltíðir kjarabót fyrir fjölskyldur Skólamáltíðir í grunnskólum verða gerðar gjaldfrjálsar um allt land í haust. Breytingin er hluti af stuðningsaðgerðum stjórnvalda í tengslum við gerð nýjustu kjarasamninga. „Ég held að það sé mjög stórt og mikilvægt skref og mikil kjarabót fyrir fjölskyldur. Það er mjög mikilvægt að verkalýðshreyfingin náði þessu fram í samstarfi við ríkið og sveitarstjórnir um land allt og mun skipta mjög miklu máli. Það er auðvelt að gleyma því að það eru ekki nema rúm tuttugu ár síðan það komu skólamálatíðir í skólana og það líka var mikið jöfnunarmál,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir nokkrum árum keyptum við líka fartölvur og snjalltæki fyrir alla nemendur í unglingadeildum. Þannig við höfum verið að auka mjög mikið jafnræði og jöfnuð hvað margt sem lýtur að aðbúnaði barna í skólum í Reykjavík og líka víða um land.“ Dagur telur ekki sóun felast í því að styðja við efnameiri fjölskyldur með þessum hætti. „Ef við erum að tryggja það að öll börn séu með námsgögn, að öll börn séu með góðan heilbrigðan skólamat og öll börn séu með tölvur til þess að undirbúa sig undir framtíðina þá erum við einfaldlega að standa rétt og vel að. Það má ræða sóun á ýmsan hátt en að fjárfesta í börnum, fjárfesta í menntun og jafnrétti til náms, það er eitthvað sem við eigum öll að standa saman um.“ Ætla að gera námsgögn barna í framhaldsskólum gjaldfrjáls Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun svaraði Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra Áslaugu og sagði ókeypis skólamáltíðir og námsgögn hluta af gæðamenntun barna. Þá ætli ríkið að ganga enn lengra. „Við erum að vinna með tölur eins og tvö- og þreföldun námsgagnaútgáfu á næsta ári miðað við árið í ár. Við erum að vinna með það að ætla okkur að gera námsgögn fyrir átján ára og yngri í framhaldsskólum gjaldfrjáls á nokkrum árum og stíga fyrsta skrefið á næsta ári í því sambandi.“ Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Á föstudag skrifaði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra grein í Morgunblaðið þar sem hún gagnrýndi það að börn í einhverjum grunnskólum landsins fái ókeypis námsgögn frá sínu sveitarfélagi, það er blýanta, strokleður, stílabækur og svo framvegis. Ræddi ráðherra að börn fengju ekki tilfinningu fyrir ábyrgð og umhyggju fyrir eignum sínum þegar þau fá gögnin ókeypis. Þá kosti ný ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum skattgreiðendur milljarða á hverju ári. „Og hef talað við fjölda kennara og ekki síst fengið enn þá fleiri skilaboð síðan ég skrifaði greinina um fólk sem upplifir það sama í kerfinu. Ég held að þetta sé almennt víðar og við þurfum bara að gæta þess hvernig við förum með fjármuni, tryggjum alltaf að styðja þá sem þurfa á því að halda en séum kannski ekki að verja fjármunum til efnameiri foreldra sem þyrftu ekki á þessum stuðningi að halda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Komið til að vera Námsgögn voru gerð gjaldfrjáls í grunnskólum Reykjavíkurborgar í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. Hann telur að allir séu stoltir af þessari breytingu og um sé að ræða mjög mikilvægt jafnréttismál. „Þetta sparaði foreldrum, sérstaklega með mörg börn, töluverð útgjöld og ekki síst bara heilmikið stress og umstang síðustu dagana fyrir skólann. Þannig að ég held að þetta sé sannarlega komið til að vera í Reykjavík og í sveitarfélögum um land allt af því að það fylgdu eiginlega öll sveitarfélög í kjölfarið á þessu.“ Ókeypis máltíðir kjarabót fyrir fjölskyldur Skólamáltíðir í grunnskólum verða gerðar gjaldfrjálsar um allt land í haust. Breytingin er hluti af stuðningsaðgerðum stjórnvalda í tengslum við gerð nýjustu kjarasamninga. „Ég held að það sé mjög stórt og mikilvægt skref og mikil kjarabót fyrir fjölskyldur. Það er mjög mikilvægt að verkalýðshreyfingin náði þessu fram í samstarfi við ríkið og sveitarstjórnir um land allt og mun skipta mjög miklu máli. Það er auðvelt að gleyma því að það eru ekki nema rúm tuttugu ár síðan það komu skólamálatíðir í skólana og það líka var mikið jöfnunarmál,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir nokkrum árum keyptum við líka fartölvur og snjalltæki fyrir alla nemendur í unglingadeildum. Þannig við höfum verið að auka mjög mikið jafnræði og jöfnuð hvað margt sem lýtur að aðbúnaði barna í skólum í Reykjavík og líka víða um land.“ Dagur telur ekki sóun felast í því að styðja við efnameiri fjölskyldur með þessum hætti. „Ef við erum að tryggja það að öll börn séu með námsgögn, að öll börn séu með góðan heilbrigðan skólamat og öll börn séu með tölvur til þess að undirbúa sig undir framtíðina þá erum við einfaldlega að standa rétt og vel að. Það má ræða sóun á ýmsan hátt en að fjárfesta í börnum, fjárfesta í menntun og jafnrétti til náms, það er eitthvað sem við eigum öll að standa saman um.“ Ætla að gera námsgögn barna í framhaldsskólum gjaldfrjáls Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun svaraði Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra Áslaugu og sagði ókeypis skólamáltíðir og námsgögn hluta af gæðamenntun barna. Þá ætli ríkið að ganga enn lengra. „Við erum að vinna með tölur eins og tvö- og þreföldun námsgagnaútgáfu á næsta ári miðað við árið í ár. Við erum að vinna með það að ætla okkur að gera námsgögn fyrir átján ára og yngri í framhaldsskólum gjaldfrjáls á nokkrum árum og stíga fyrsta skrefið á næsta ári í því sambandi.“
Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08
Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12