Mikill viðbúnaður í túninu heima Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2024 14:38 Bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram um helgina. mos.is Skipuleggjandi hátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ segir hana farið að mestu leyti vel fram fyrir utan líkamsárás á föstudag þar sem hníf var beitt. Viðbúnaður hafi verið töluverður og gæsla hafi verið aukin til muna eftir stunguárásina á menningarnótt. Í dagbók lögreglu kom fram í morgun að hnífi hefði verið beitt á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið hefði sloppið við áverka þó fatnaður hefði skorist. Þá greindi lögregla frá því að gerandi væri enn ófundinn og að lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Þess utan hefðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað í nótt á hátíðinni þó nokkuð hafi verið um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur lögregla ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið. Fór lítið fyrir árásinni Hilmar Gunnarsson, einn skipuleggjenda, sagði hátíðina hafi farið vel fram til þessa og hann ekki heyrt af líkamsárásinni fyrr en fjallað var um hana í fjölmiðlum. „Ég var síðast að tala við lögregluna klukkan þrjú í nótt fyrir utan ball og þeir báru sig mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Hilmar og bætir við að mikið viðbragð hafi verið á hátíðinni. „Heilt yfir hefur þetta farið mjög vel fram. Við lögðum mikla áherslu á öryggi gesta og vorum með mikinn viðbúnað, hvort sem það var gæsla eða barnavernd eða björgunarsveit eða félagsmiðstöð. Það voru bara allir á sömu blaðsíðu með að láta þetta ganga allt saman vel um helgina, sem það gerði í rauninni,“ segir hann. Menningarnótt hafði mikil áhrif Höfðu atburðinir á menningarnótt mikil áhrif? „Það voru allir með það á hreinu að auka gæslu alveg til muna og vera vel sýnileg og ég held að fólk hafi tekið eftir því að gæslan og allir viðbragðsaðilar voru vel sýnilegir hér í Mosfellsbæ,“ segir Hilmar. Hátíðin er þó ekki enn búin og nóg um að vera í dag. „Það er engin rigning í dag, eins og staðan er núna, þannig fólk er á ferli. Það er frítt upp á Gljúfrastein og fólk er hérna í tívolí og hoppuköstulum og það er opið á slökkvistöðinni. Við klárum þetta með stæl í dag og göngum sátt frá borði,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Í dagbók lögreglu kom fram í morgun að hnífi hefði verið beitt á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið hefði sloppið við áverka þó fatnaður hefði skorist. Þá greindi lögregla frá því að gerandi væri enn ófundinn og að lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Þess utan hefðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað í nótt á hátíðinni þó nokkuð hafi verið um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur lögregla ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið. Fór lítið fyrir árásinni Hilmar Gunnarsson, einn skipuleggjenda, sagði hátíðina hafi farið vel fram til þessa og hann ekki heyrt af líkamsárásinni fyrr en fjallað var um hana í fjölmiðlum. „Ég var síðast að tala við lögregluna klukkan þrjú í nótt fyrir utan ball og þeir báru sig mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Hilmar og bætir við að mikið viðbragð hafi verið á hátíðinni. „Heilt yfir hefur þetta farið mjög vel fram. Við lögðum mikla áherslu á öryggi gesta og vorum með mikinn viðbúnað, hvort sem það var gæsla eða barnavernd eða björgunarsveit eða félagsmiðstöð. Það voru bara allir á sömu blaðsíðu með að láta þetta ganga allt saman vel um helgina, sem það gerði í rauninni,“ segir hann. Menningarnótt hafði mikil áhrif Höfðu atburðinir á menningarnótt mikil áhrif? „Það voru allir með það á hreinu að auka gæslu alveg til muna og vera vel sýnileg og ég held að fólk hafi tekið eftir því að gæslan og allir viðbragðsaðilar voru vel sýnilegir hér í Mosfellsbæ,“ segir Hilmar. Hátíðin er þó ekki enn búin og nóg um að vera í dag. „Það er engin rigning í dag, eins og staðan er núna, þannig fólk er á ferli. Það er frítt upp á Gljúfrastein og fólk er hérna í tívolí og hoppuköstulum og það er opið á slökkvistöðinni. Við klárum þetta með stæl í dag og göngum sátt frá borði,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira