Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2024 10:14 Dr. Haukur Arnþórsson stjórsýslufræðingur telur að forsætisnefnd hljóti að vísa máli Þórarins Inga til siðanefndar til umfjöllunar og úrskurðar. Hann hafi í engu tekið tillit til stöðu sinnar þegar hann var lykilmaður í að keyra í gegn umdeild lög sem gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. vísir/vilhelm/einar Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. Haukur vill að tekið verði til athugunar hvort Þórarinn Ingi hafi með þátttöku sinni í þinglegri meðferð í vor sem leið, en um er að ræða 393. mál á 154. löggjafarþingi Íslendinga, sem varð að lögu, gerst brotlegur við Siðareglur fyrir þingmenn. „Telja verður að háttalag hans ógni tiltrú almennings og trausti á Alþingi, enda er það í andstöðu við siðferðisviðmið almennings í nútímanum að alþingismaður noti stöðu sína sér til framdráttar. Frá víðara sjónarhorni má líta svo á að Þórarinn Ingi hafi ekki axlað ábyrgð sína sem þingmaður og niðurlægt þingræðið.“ Samþykkt búvörulaganna reyndist afar umdeilt mál ekki þá síst sá angi þeirra sem varða það að kjötafurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum. Haukur var meðal fjölmargra sem tók til máls en hann er sérfróður um stjórnsýslulega málsmeðferð frumvarpa á Alþingi og hefur tekið saman bók um það fyrirbæri. Að mati Hauks ber forsætisnefnd að senda erindi hans til siðanefndar Alþingis til rannsóknar og álitsgjafar. Þá vekur Haukur athygli á því að Þórarinn Ingi hafi verið potturinn og pannan í breytingum sem gerðar voru á lögum: „Þátttaka hans var markviss og meðvituð og hann knúði öðrum fremur breytingartillöguna í gegn,“ segir meðal annars í erindi Hauks. Þar kemur jafnframt fram að Þórarinn Ingi hafi tvímælalaust staðið frammi fyrir umboðsvanda, freistnivanda- og ekki síst hagsmunaárekstrum, þar sem hans eigin hagsmunir, eignarhlutur hans í afurðastöð og hagsmunir atvinnugreinar sem hann styður og telur sig kannski að einhverju leyti vera fulltrúi fyrir, stangast á við almannahagsmuni. Þessara hagsmuna er í engu getið í hagsmunaskráningu þingsins. Alþingi Stjórnsýsla Búvörusamningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Framsóknarflokkurinn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22 Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. 12. apríl 2024 13:56 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Langafabarni Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Sjá meira
Haukur vill að tekið verði til athugunar hvort Þórarinn Ingi hafi með þátttöku sinni í þinglegri meðferð í vor sem leið, en um er að ræða 393. mál á 154. löggjafarþingi Íslendinga, sem varð að lögu, gerst brotlegur við Siðareglur fyrir þingmenn. „Telja verður að háttalag hans ógni tiltrú almennings og trausti á Alþingi, enda er það í andstöðu við siðferðisviðmið almennings í nútímanum að alþingismaður noti stöðu sína sér til framdráttar. Frá víðara sjónarhorni má líta svo á að Þórarinn Ingi hafi ekki axlað ábyrgð sína sem þingmaður og niðurlægt þingræðið.“ Samþykkt búvörulaganna reyndist afar umdeilt mál ekki þá síst sá angi þeirra sem varða það að kjötafurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum. Haukur var meðal fjölmargra sem tók til máls en hann er sérfróður um stjórnsýslulega málsmeðferð frumvarpa á Alþingi og hefur tekið saman bók um það fyrirbæri. Að mati Hauks ber forsætisnefnd að senda erindi hans til siðanefndar Alþingis til rannsóknar og álitsgjafar. Þá vekur Haukur athygli á því að Þórarinn Ingi hafi verið potturinn og pannan í breytingum sem gerðar voru á lögum: „Þátttaka hans var markviss og meðvituð og hann knúði öðrum fremur breytingartillöguna í gegn,“ segir meðal annars í erindi Hauks. Þar kemur jafnframt fram að Þórarinn Ingi hafi tvímælalaust staðið frammi fyrir umboðsvanda, freistnivanda- og ekki síst hagsmunaárekstrum, þar sem hans eigin hagsmunir, eignarhlutur hans í afurðastöð og hagsmunir atvinnugreinar sem hann styður og telur sig kannski að einhverju leyti vera fulltrúi fyrir, stangast á við almannahagsmuni. Þessara hagsmuna er í engu getið í hagsmunaskráningu þingsins.
Alþingi Stjórnsýsla Búvörusamningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Framsóknarflokkurinn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22 Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. 12. apríl 2024 13:56 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Langafabarni Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Sjá meira
Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22
Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. 12. apríl 2024 13:56
„Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11
Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43