Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. september 2024 19:19 Gunnlaugur Briem, sjúkraþjálfari og varaformaður BHM. vísir/ívar fannar Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir. Gunnlaugur Briem varaformaður BHM ræddi kjaramál háskólamenntaðra í Reykjavík síðdegis, en umræðan um virði háskólanám spratt út frá grein sem Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM skrifaði í Morgunblaðinu og bar yfirskriftina, „Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?“. „Grunnurinn í þeirri grein sem Kolbrún skrifaði er að ráðstöfunartekjur hjá fólki með háskólamenntu hafa ekki hækkað umfram verðbólgu núna í næstum aldarfjórðung. Á meðan hefur kaupmáttur annarra vaxið umtalsvert. Við erum ekki að setja okkur upp á móti því, þetta snýst ekki um það að ef aðrir fá eitthvað annað, þá eigum við að fá minna, eða öfugt,“ segir Gunnlaugur. Stóra spurningin sé hvers vegna háskólamenntaðir hafi setið eftir. „Í raun og veru eru nokkrar ástæður. Það hefur verið ákveðin vegferð í hagkerfinu hjá okkur og pólitísk sýn. Lífskjarasamningurinn 2019 og þeir samningar sem búið er að semja núna. Það eru mjög fá félög háskólamenntaðra sem hafa þegar samið. Eingöngu tvö,“ segir Gunnlaugur. „Lykillinn í þessu er sá að við verðum að hafa jákvæða hvata, til þess að geta skapað það samfélag og mannað þær stöður sem við gerum kröfur til. Innan heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis, menntakerfis. Ég held að við séum öll sammála um það að við tryggjum mönnun, meðal annars í þessum mikilvægu stoðum í samfélaginu okkar. Til þess að það séu hvatar, verður það líka auðvitað að vera þannig að þú borgir ekki með þér,“ segir Gunnlaugur. Það sé mikill kostnaður sem fylgi því að fara í háskólanám. „Um 25-30 milljónir, miðað við tölur frá Hagstofunni, og þá erum við ekki að taka inn tapaðar lífeyristekjur og annað slíkt,“ segir Gunnlaugur. „Þá er auðvitað eðlilegt að þú fáir einhverja umbun fyrir það líka, þannig að þú komir ekki síður út en aðrar stéttir í landinu.“ Fleiri stéttir hafa haldið uppi svipuðum málflutningi. Til að mynda sögðu framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands í sumar að eftir því í sumar að menntun væri ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var. „En nei við getum alveg sagt að það sé ekki mikið hlustað á þessi rök,“ segir Gunnlaugur um kjaraviðræður félaga innan BHM. Það sé einnig misskilningur að félagsmenn BHM samanstandi af hálaunafólki. Stór hluti háskólamenntaðra séu ekki á mikið hærri launum en verkafólk og þeir sem hafi ekki menntað sig. „Þessi munur er mjög lítill á Íslandi, miðað við bæði Norðurlönd og Evrópulöndin,“ segir Gunnlaugur. Kjaramál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Gunnlaugur Briem varaformaður BHM ræddi kjaramál háskólamenntaðra í Reykjavík síðdegis, en umræðan um virði háskólanám spratt út frá grein sem Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM skrifaði í Morgunblaðinu og bar yfirskriftina, „Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?“. „Grunnurinn í þeirri grein sem Kolbrún skrifaði er að ráðstöfunartekjur hjá fólki með háskólamenntu hafa ekki hækkað umfram verðbólgu núna í næstum aldarfjórðung. Á meðan hefur kaupmáttur annarra vaxið umtalsvert. Við erum ekki að setja okkur upp á móti því, þetta snýst ekki um það að ef aðrir fá eitthvað annað, þá eigum við að fá minna, eða öfugt,“ segir Gunnlaugur. Stóra spurningin sé hvers vegna háskólamenntaðir hafi setið eftir. „Í raun og veru eru nokkrar ástæður. Það hefur verið ákveðin vegferð í hagkerfinu hjá okkur og pólitísk sýn. Lífskjarasamningurinn 2019 og þeir samningar sem búið er að semja núna. Það eru mjög fá félög háskólamenntaðra sem hafa þegar samið. Eingöngu tvö,“ segir Gunnlaugur. „Lykillinn í þessu er sá að við verðum að hafa jákvæða hvata, til þess að geta skapað það samfélag og mannað þær stöður sem við gerum kröfur til. Innan heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis, menntakerfis. Ég held að við séum öll sammála um það að við tryggjum mönnun, meðal annars í þessum mikilvægu stoðum í samfélaginu okkar. Til þess að það séu hvatar, verður það líka auðvitað að vera þannig að þú borgir ekki með þér,“ segir Gunnlaugur. Það sé mikill kostnaður sem fylgi því að fara í háskólanám. „Um 25-30 milljónir, miðað við tölur frá Hagstofunni, og þá erum við ekki að taka inn tapaðar lífeyristekjur og annað slíkt,“ segir Gunnlaugur. „Þá er auðvitað eðlilegt að þú fáir einhverja umbun fyrir það líka, þannig að þú komir ekki síður út en aðrar stéttir í landinu.“ Fleiri stéttir hafa haldið uppi svipuðum málflutningi. Til að mynda sögðu framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands í sumar að eftir því í sumar að menntun væri ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var. „En nei við getum alveg sagt að það sé ekki mikið hlustað á þessi rök,“ segir Gunnlaugur um kjaraviðræður félaga innan BHM. Það sé einnig misskilningur að félagsmenn BHM samanstandi af hálaunafólki. Stór hluti háskólamenntaðra séu ekki á mikið hærri launum en verkafólk og þeir sem hafi ekki menntað sig. „Þessi munur er mjög lítill á Íslandi, miðað við bæði Norðurlönd og Evrópulöndin,“ segir Gunnlaugur.
Kjaramál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira