Eftirfylgni og hagrænir hvatar í loftslagsmálum Sigurpáll Ingibergsson skrifar 12. september 2024 08:32 Eftirfylgni Fókus á eftirfylgni á loftslagsaðgerðir fyrirtækja er engin hér á landi. Fyrirtæki á Íslandi bera ábyrgð á 89% af beinni kolefnislosun Íslands. Stærstu losunarfyrirtækin sem menga meira en 20 þúsund tonn af CO2 eru 22 að tölu og bera ábyrgð á tveim þriðju af losuninni. Stjórnvöld og hagaðilar víða um heim hafa beint sjónum sínum á ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna. Í Ástralíu hafa stjórnvöld sett kröfur á fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn CO2 og hafa aðgerðasinnar í auknu mæli ákært stóru fyrirtækin. Íslensk fyrirtæki ásamt hagaðilum hafa hafið herferð um draga Ísland úr Parísarsamningnum og á Sjálfbærnidegi Landsbankans fluttu fjórir forstjórar tölu og kvörtuðu undan íþyngjandi regluverki. Þau vilja halda áfram á sömu braut á sama tíma og hvert hitamet í heiminum er slegið. Það er sannarlega tilefni til að hafa áhyggur af úrtölutón í umræðunni um loftslagsmál. Í Sjálfbærnivísi PwC 2040 voru 50 stærstu fyrirtæki Íslands kortlögð. Niðurstaðan var verri en úr verstu Pisa könnun, en aðeins eitt fyrirtæki náði að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Það er ljóst að við náum engum engum lögbundnum markmiðum um samdrátt í losun með þessari frammistöðu. Stjórnvöld hafa verið allt of hliðholl atvinnulífinu og myndað skjaldborg um fyrirtækin. Hagnaður fyrir skatta hjá fyrirtækjunum var rúmlega 250 milljarðar árið 2022. Þau menga á daginn og grilla á kvöldin. Það er margt sem stjórnvöld geta gert. Eitt öflugt tól er að bæta eftirfylgni með loftslagsaðgerðum fyrirtækjanna. Ferlið er einfalt: Loftslagsmarkmið – Loftslagsaðgerðir og eftirfylgni stjórnvalda Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Í eftirfylgni þurfa stjórnvöld að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Setja þarf í neyðarlögin lagaheimildir til að svifta fyrirtæki leyfum, starfsleyfi eða veiðileyfum svíkist þau undan því að bera ábyrgð. Hagrænir hvatar Nauðsynlegt er að beita mengunarbótareglunni á alla geira atvinnulífsins. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ítrekað bent á að hagrænir hvatar, skattar og gjöld, á mengun séu skilvirkasta leiðin til að ná markmiðum í umhverfismálum. Á morgun fimmtudag, verður haldið í Norræna húsinu málþing: Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun. Þar sem undirritaður verður með erindi. Þar verður einnig komið inn á þessi mál og Jesper Sölver Schou frá danska loftslagsráðinu mun segja frá metnaðarfullri loftslagsáætlun Dana. Einnig mun Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim segja frá vegferð fyrirtækisins. Að lokum mun öflugt fólk taka þátt í pallborðsumræðum. Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftirfylgni Fókus á eftirfylgni á loftslagsaðgerðir fyrirtækja er engin hér á landi. Fyrirtæki á Íslandi bera ábyrgð á 89% af beinni kolefnislosun Íslands. Stærstu losunarfyrirtækin sem menga meira en 20 þúsund tonn af CO2 eru 22 að tölu og bera ábyrgð á tveim þriðju af losuninni. Stjórnvöld og hagaðilar víða um heim hafa beint sjónum sínum á ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna. Í Ástralíu hafa stjórnvöld sett kröfur á fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn CO2 og hafa aðgerðasinnar í auknu mæli ákært stóru fyrirtækin. Íslensk fyrirtæki ásamt hagaðilum hafa hafið herferð um draga Ísland úr Parísarsamningnum og á Sjálfbærnidegi Landsbankans fluttu fjórir forstjórar tölu og kvörtuðu undan íþyngjandi regluverki. Þau vilja halda áfram á sömu braut á sama tíma og hvert hitamet í heiminum er slegið. Það er sannarlega tilefni til að hafa áhyggur af úrtölutón í umræðunni um loftslagsmál. Í Sjálfbærnivísi PwC 2040 voru 50 stærstu fyrirtæki Íslands kortlögð. Niðurstaðan var verri en úr verstu Pisa könnun, en aðeins eitt fyrirtæki náði að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Það er ljóst að við náum engum engum lögbundnum markmiðum um samdrátt í losun með þessari frammistöðu. Stjórnvöld hafa verið allt of hliðholl atvinnulífinu og myndað skjaldborg um fyrirtækin. Hagnaður fyrir skatta hjá fyrirtækjunum var rúmlega 250 milljarðar árið 2022. Þau menga á daginn og grilla á kvöldin. Það er margt sem stjórnvöld geta gert. Eitt öflugt tól er að bæta eftirfylgni með loftslagsaðgerðum fyrirtækjanna. Ferlið er einfalt: Loftslagsmarkmið – Loftslagsaðgerðir og eftirfylgni stjórnvalda Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Í eftirfylgni þurfa stjórnvöld að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Setja þarf í neyðarlögin lagaheimildir til að svifta fyrirtæki leyfum, starfsleyfi eða veiðileyfum svíkist þau undan því að bera ábyrgð. Hagrænir hvatar Nauðsynlegt er að beita mengunarbótareglunni á alla geira atvinnulífsins. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ítrekað bent á að hagrænir hvatar, skattar og gjöld, á mengun séu skilvirkasta leiðin til að ná markmiðum í umhverfismálum. Á morgun fimmtudag, verður haldið í Norræna húsinu málþing: Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun. Þar sem undirritaður verður með erindi. Þar verður einnig komið inn á þessi mál og Jesper Sölver Schou frá danska loftslagsráðinu mun segja frá metnaðarfullri loftslagsáætlun Dana. Einnig mun Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim segja frá vegferð fyrirtækisins. Að lokum mun öflugt fólk taka þátt í pallborðsumræðum. Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun