Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 16:06 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er mótfallinn innrás í Líbanon en fregnir hafa borist af því að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka hann. EPA/ABIR SULTAN Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. Gordin vill reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon og þannig koma í veg fyrir árásir á norðanvert Ísrael. Margar byggðir í norðurhluta landsins hafa verið rýmdar og íbúar hafa ekki getað snúið aftur til síns heima í tæpt ár, vegna tíðra árása Hezbollah. Í frétt Times of Israel segir að Gallant sé mótfallinn innrás í Líbanon á þessari stundu en hann virðist í minnihluta og hafa fregnir borist af því frá botni Miðjarðarhafs að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka Gallant vegna afstöðu hans. Gallant er sagður vilja meiri tíma fyrir viðræður áður en gripið verður til innrásar. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra og pólitískur andstæðingur Gallants til langs tíma, kallaði eftir því í dag að Gallant yrði rekinn. Það þyrfti að grípa til aðgerða í norðri og hann væri ekki maður til að leiða þær aðgerðir. Gvir er talinn mikill harðlínumaður og hefur meðal annars kallað eftir allsherjar hernámi á Gasaströndinni. Formaður herforingjaráðs Ísraels er einnig sagður mótfallinn innrás í Líbanon. Gordin er hins vegar sagður þeirrar skoðunar að tiltölulega auðvelt yrði að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon. Ísraelar væru búnir að fella bestu menn Hezbollah á undanförnum mánuðum og margir þeirra hefðu þegar flúið til norðurs, vegna árása Ísraela. Hann telur einnig að meirihluti óbreyttra borgara hafi einnig flúið til norðurs. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas-samtökin og eru þau talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum. Þær væri mögulegt að nota til umfangsmikilla árása á Ísrael um nokkuð skeið. Reuters segir frá því að Galland hafi sagt Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag að glugginn fyrir friðsama lausn væri að lokast, ef svo má að orði komast. Gallant sagði ljóst í hvað stefndi, svo lengi sem Hezbollah tengdist Hamas-samtökunum áfram. Bæði Hezbollah og Hamas njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Frá því átökin hófust milli Ísraela og Hamas hafa Ísraelar og Hezbolla skipst á skotum á nánast hverjum degi. Ísraelski herinn birtir reglulega mynbönd af árásum í Líbanon. Þar á meðal þetta myndband sem birt var í dag. Hezbollah weapon depots and other buildings used by the terror group in southern Lebanon were struck by Israeli fighter jets a short while ago, the IDF says.The strikes were carried out in Tayr Harfa, Odaisseh, Blida, and Kafr Shuba.Meanwhile, a barrage of three rockets was… pic.twitter.com/rLysocpPd5— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 16, 2024 Reuters hefur þó eftir að leiðtogum Hezbollah að þeir hafi ekki áhuga á stríði við Ísrael en þeir muni berjast geri Ísraelar innrás í Líbanon. Ísrael hernam suðurhluta Líbanon árið 1985 og var með hermenn þar allt til ársins 2020. Þá voru hermennirnir fluttir aftur heim egna mikils þrýstings frá almenningi í Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Gordin vill reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon og þannig koma í veg fyrir árásir á norðanvert Ísrael. Margar byggðir í norðurhluta landsins hafa verið rýmdar og íbúar hafa ekki getað snúið aftur til síns heima í tæpt ár, vegna tíðra árása Hezbollah. Í frétt Times of Israel segir að Gallant sé mótfallinn innrás í Líbanon á þessari stundu en hann virðist í minnihluta og hafa fregnir borist af því frá botni Miðjarðarhafs að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka Gallant vegna afstöðu hans. Gallant er sagður vilja meiri tíma fyrir viðræður áður en gripið verður til innrásar. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra og pólitískur andstæðingur Gallants til langs tíma, kallaði eftir því í dag að Gallant yrði rekinn. Það þyrfti að grípa til aðgerða í norðri og hann væri ekki maður til að leiða þær aðgerðir. Gvir er talinn mikill harðlínumaður og hefur meðal annars kallað eftir allsherjar hernámi á Gasaströndinni. Formaður herforingjaráðs Ísraels er einnig sagður mótfallinn innrás í Líbanon. Gordin er hins vegar sagður þeirrar skoðunar að tiltölulega auðvelt yrði að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon. Ísraelar væru búnir að fella bestu menn Hezbollah á undanförnum mánuðum og margir þeirra hefðu þegar flúið til norðurs, vegna árása Ísraela. Hann telur einnig að meirihluti óbreyttra borgara hafi einnig flúið til norðurs. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas-samtökin og eru þau talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum. Þær væri mögulegt að nota til umfangsmikilla árása á Ísrael um nokkuð skeið. Reuters segir frá því að Galland hafi sagt Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag að glugginn fyrir friðsama lausn væri að lokast, ef svo má að orði komast. Gallant sagði ljóst í hvað stefndi, svo lengi sem Hezbollah tengdist Hamas-samtökunum áfram. Bæði Hezbollah og Hamas njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Frá því átökin hófust milli Ísraela og Hamas hafa Ísraelar og Hezbolla skipst á skotum á nánast hverjum degi. Ísraelski herinn birtir reglulega mynbönd af árásum í Líbanon. Þar á meðal þetta myndband sem birt var í dag. Hezbollah weapon depots and other buildings used by the terror group in southern Lebanon were struck by Israeli fighter jets a short while ago, the IDF says.The strikes were carried out in Tayr Harfa, Odaisseh, Blida, and Kafr Shuba.Meanwhile, a barrage of three rockets was… pic.twitter.com/rLysocpPd5— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 16, 2024 Reuters hefur þó eftir að leiðtogum Hezbollah að þeir hafi ekki áhuga á stríði við Ísrael en þeir muni berjast geri Ísraelar innrás í Líbanon. Ísrael hernam suðurhluta Líbanon árið 1985 og var með hermenn þar allt til ársins 2020. Þá voru hermennirnir fluttir aftur heim egna mikils þrýstings frá almenningi í Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira