Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2024 14:03 Herforingjar Ísrael tilkynntu í dag árásir gegn Hezbollah í suðurhluta Líbanon. Ísraelski herinn Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað felst í þessari aðgerðaáætlun en háværar umræður um mögulega innrás í Líbanon hafa átt sér stað innan stjórnvalda Ísrael á undanförnum dögum. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Fregnir hafa borist af umfangsmiklum loftárásum í Líbanon en þær hófust á öðrum tímanum í dag. Just before #Hezbollah secretary-general is scheduled today to deliver his speech after the exploding pager attack by #Israel, the IDF announces it is now attacking Hezbollah targets in Lebanon to damage and destroy the organization's terrorist capabilities and military… pic.twitter.com/G1zjYGmy4C— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 19, 2024 Herforingjar segja markmið þessara árása að grafa undan hernaðargetu Hezbollah og granda neðanjarðargöngum þeirra og byrgjum. Þannig eigi að gera um sjötíu þúsund Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín í norðurhluta Ísrael kleift að snúa aftur heim. Meðlimir Hezbollah hafa gert tíðar árásir með eldflaugum og drónum á bæi og byggðir í norðanverðu Ísrael. ⭕️The IDF is currently striking Hezbollah targets in Lebanon to degrade Hezbollah’s terrorist capabilities and infrastructure. For decades, Hezbollah has weaponized civilian homes, dug tunnels beneath them and used civilians as human shields—having turned southern Lebanon into…— Israel Defense Forces (@IDF) September 19, 2024 Þessar árásir koma í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í notkun Hezbollah sprungu í loft upp í dag og í gær. Allt að þrjú þúsund manns særðust í þessum sprengingum. Herþotur eru sagðar á flugi yfir Beirút, höfuðborg Líbanon. Israeli jets flying low over Beirut during Hezbollah leader Hassan Nasrallah's speech. pic.twitter.com/yl5077S5G1— Moshe Schwartz (backup) (@MosheReports) September 19, 2024 Í ávarpi sem Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hélt í dag sagði hann mögulegt að kalla árásir síðustu daga stríðsyfirlýsingu. Hann gekk þó ekki svo langt að fullyrða að svo væri. Hann hélt því einnig fram að leiðtogum Hezbollah hefðu borist skilaboð um að þeir ættu að hætta árásum sínum á norðanvert Ísrael. Hann sagði að það yrði ekki gert, fyrr en í fyrsta lagi eftir að Ísraelar hættu hernaði sínum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Nasrallah sagðist vonast eftir því að Ísraelar gerðu innrás í suðurhluta Líbanon. Hann hét því að slík innrás myndi ekki hafa þær afleiðingar að áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í Ísrael. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir 20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað felst í þessari aðgerðaáætlun en háværar umræður um mögulega innrás í Líbanon hafa átt sér stað innan stjórnvalda Ísrael á undanförnum dögum. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Fregnir hafa borist af umfangsmiklum loftárásum í Líbanon en þær hófust á öðrum tímanum í dag. Just before #Hezbollah secretary-general is scheduled today to deliver his speech after the exploding pager attack by #Israel, the IDF announces it is now attacking Hezbollah targets in Lebanon to damage and destroy the organization's terrorist capabilities and military… pic.twitter.com/G1zjYGmy4C— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 19, 2024 Herforingjar segja markmið þessara árása að grafa undan hernaðargetu Hezbollah og granda neðanjarðargöngum þeirra og byrgjum. Þannig eigi að gera um sjötíu þúsund Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín í norðurhluta Ísrael kleift að snúa aftur heim. Meðlimir Hezbollah hafa gert tíðar árásir með eldflaugum og drónum á bæi og byggðir í norðanverðu Ísrael. ⭕️The IDF is currently striking Hezbollah targets in Lebanon to degrade Hezbollah’s terrorist capabilities and infrastructure. For decades, Hezbollah has weaponized civilian homes, dug tunnels beneath them and used civilians as human shields—having turned southern Lebanon into…— Israel Defense Forces (@IDF) September 19, 2024 Þessar árásir koma í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í notkun Hezbollah sprungu í loft upp í dag og í gær. Allt að þrjú þúsund manns særðust í þessum sprengingum. Herþotur eru sagðar á flugi yfir Beirút, höfuðborg Líbanon. Israeli jets flying low over Beirut during Hezbollah leader Hassan Nasrallah's speech. pic.twitter.com/yl5077S5G1— Moshe Schwartz (backup) (@MosheReports) September 19, 2024 Í ávarpi sem Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hélt í dag sagði hann mögulegt að kalla árásir síðustu daga stríðsyfirlýsingu. Hann gekk þó ekki svo langt að fullyrða að svo væri. Hann hélt því einnig fram að leiðtogum Hezbollah hefðu borist skilaboð um að þeir ættu að hætta árásum sínum á norðanvert Ísrael. Hann sagði að það yrði ekki gert, fyrr en í fyrsta lagi eftir að Ísraelar hættu hernaði sínum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Nasrallah sagðist vonast eftir því að Ísraelar gerðu innrás í suðurhluta Líbanon. Hann hét því að slík innrás myndi ekki hafa þær afleiðingar að áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í Ísrael.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir 20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34
Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37
Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22