Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2024 20:00 Guðmundur Pétur segir erlenda glæpahópa hafa ráðið Íslendinga til þess að brjótast inn í reiðhjólaverslanir fyrir sig. Vísir/Einar Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. Greint var frá því á Vísi í ágúst að fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafi verið gerð vikurnar og mánuðina á undan. Hafði þá til að mynda verið brotist inn í verslunina Púkann, Peltaon, í tvígang í Örninn og TRI. Og ekkert lát virðist á innbrotafaraldrinum. Á aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í TRI aftur. Áður hafa þjófarnir brotist inn um rúðu framan á búðinni en að þessu sinni var farið í gegn um litla lúgu, sem er aftan á húsinu. Það hefur verið vandaverk þar sem stór gámur er um þrjátíu sentímetra frá útveggnum og þjófarnir því þurft að troða sér þar á milli. En það tókst þeim. Tveir menn fóru inn í verslunina og létu greipar sópa. Annar tók reiðhjól og bakpoka, sem hann endaði þó á að skilja eftir. Hinn tók rafhjól með kassa framan á og hlóð þremur hjólum til viðbótar í kassann. Á leiðinni út datt eitt hjólið af og hin tvö skemmdust í hamaganginum. „Þau fóru fjögur héðan. Fundust tvö strax eiginlega og tvö eru ófundin,“ segir Róbert Grétar Pétursson, framkvæmdastjóri TRI. En hvað er gert við þýfið? Róbert segir hjólin tvö, sem komið hafa í leitirnar, hafa fundist í Laugardalnum.Vísir/Einar „Það er annað hvort bara selt sem notað hjól og einhverjir sem kaupa þetta og halda að þeir séu að gera rosa góðan díl. Svo held ég líka að það sé verið að taka í sundur og selja bara parta.“ Mikil umferð í kring um búðina um miðjar nætur Brotist hefur verið í tvígang inn í Kríuna, sem er á Grandagarði. Verslunarstjóri segist verða var við mikla umferð í kring um búðina um miðjar nætur. „Það er áhugavert hversu oft við erum að fá heimsókn fyrir utan opnunartíma. Sérstaklega ekki á tíma þar sem er dagsbirta heldur um miðja nótt. Myndavélin tekur upp og vð fáum tilkynningu í símann,“ segir Steven Gromatka, verslunarstjóri Kríunnar. Steven, verslunarstjóri Kríunnar, hefur tekið eftir fjölgun innbrota almennt í höfuðborginni. Hann segir óþægilegt að vita til þessarar þróunar.Vísir/Einar Hann segist verða var almennt við fleiri innbrot, ekki bara í reiðhjólaverslunum. „Mér finnst innbrotum á Íslandi vera að fjölga, ekki bara í hjólunum. Ég sé á Facebook á hverjum degi að brotist er inn í búðir og líka heima hjá fólki,“ segir Steven. „Það er eitthvað í gangi núna sem ég bjóst ekki við þegar ég flutti til Íslands. Tilfinningin, hér í Reykjavík sérstaklega, er óþægileg.“ Reyndu að flytja þýfið út með Norrænu Lögreglufulltrúi, sem hefur sérhæft sig í málum sem þessum, segir innbrot í reiðhjólaverslanir nokkuð ný af nálinni. Áður hafi slíkur þjófnaður aðallega farið fram á víðavangi eða í fjölbýlishúsum. Eitthvað af þýfinu er selt á svörtum markaði en ekki allt. „Við höfum komist yfir sendingar sem ætlað er að fari erlendis með ferjunni á Seyðisfirði. Eitthvað er örugglega selt á svörtum markaði, jafnvel búið að breyta hjólunum eitthvað,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi. Erlendur glæpahópur stóð að þeim útflutningi. „Við vitum að erlend glæpasamtök hafa fengið íslenska aðila til að brjótast inn í verslanir og stela fyrir sig.“ Heldurðu að tilkoma rafhjóla hafi eitthvað með það að gera að þjófar sækist meira í verslanirnar? „Já, þetta eru dýrari gripir, sannarlega. Mjög vinsælir og eftirsóttir og auðvelt að selja,“ segir Guðmundur Pétur. En hvað geta verslanirnar gert til að stemma stigu við þessa þróun? „Vera með alvöru varnir, þar sem þú dregur niður grind og læsir þannig að framhlið búðarinnar er alveg lokuð og allt sem er bakatil er með rimlum líka. Bara aðeins að taka þetta í gegn og hugsa upp á nýtt.“ Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Tengdar fréttir Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í ágúst að fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafi verið gerð vikurnar og mánuðina á undan. Hafði þá til að mynda verið brotist inn í verslunina Púkann, Peltaon, í tvígang í Örninn og TRI. Og ekkert lát virðist á innbrotafaraldrinum. Á aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í TRI aftur. Áður hafa þjófarnir brotist inn um rúðu framan á búðinni en að þessu sinni var farið í gegn um litla lúgu, sem er aftan á húsinu. Það hefur verið vandaverk þar sem stór gámur er um þrjátíu sentímetra frá útveggnum og þjófarnir því þurft að troða sér þar á milli. En það tókst þeim. Tveir menn fóru inn í verslunina og létu greipar sópa. Annar tók reiðhjól og bakpoka, sem hann endaði þó á að skilja eftir. Hinn tók rafhjól með kassa framan á og hlóð þremur hjólum til viðbótar í kassann. Á leiðinni út datt eitt hjólið af og hin tvö skemmdust í hamaganginum. „Þau fóru fjögur héðan. Fundust tvö strax eiginlega og tvö eru ófundin,“ segir Róbert Grétar Pétursson, framkvæmdastjóri TRI. En hvað er gert við þýfið? Róbert segir hjólin tvö, sem komið hafa í leitirnar, hafa fundist í Laugardalnum.Vísir/Einar „Það er annað hvort bara selt sem notað hjól og einhverjir sem kaupa þetta og halda að þeir séu að gera rosa góðan díl. Svo held ég líka að það sé verið að taka í sundur og selja bara parta.“ Mikil umferð í kring um búðina um miðjar nætur Brotist hefur verið í tvígang inn í Kríuna, sem er á Grandagarði. Verslunarstjóri segist verða var við mikla umferð í kring um búðina um miðjar nætur. „Það er áhugavert hversu oft við erum að fá heimsókn fyrir utan opnunartíma. Sérstaklega ekki á tíma þar sem er dagsbirta heldur um miðja nótt. Myndavélin tekur upp og vð fáum tilkynningu í símann,“ segir Steven Gromatka, verslunarstjóri Kríunnar. Steven, verslunarstjóri Kríunnar, hefur tekið eftir fjölgun innbrota almennt í höfuðborginni. Hann segir óþægilegt að vita til þessarar þróunar.Vísir/Einar Hann segist verða var almennt við fleiri innbrot, ekki bara í reiðhjólaverslunum. „Mér finnst innbrotum á Íslandi vera að fjölga, ekki bara í hjólunum. Ég sé á Facebook á hverjum degi að brotist er inn í búðir og líka heima hjá fólki,“ segir Steven. „Það er eitthvað í gangi núna sem ég bjóst ekki við þegar ég flutti til Íslands. Tilfinningin, hér í Reykjavík sérstaklega, er óþægileg.“ Reyndu að flytja þýfið út með Norrænu Lögreglufulltrúi, sem hefur sérhæft sig í málum sem þessum, segir innbrot í reiðhjólaverslanir nokkuð ný af nálinni. Áður hafi slíkur þjófnaður aðallega farið fram á víðavangi eða í fjölbýlishúsum. Eitthvað af þýfinu er selt á svörtum markaði en ekki allt. „Við höfum komist yfir sendingar sem ætlað er að fari erlendis með ferjunni á Seyðisfirði. Eitthvað er örugglega selt á svörtum markaði, jafnvel búið að breyta hjólunum eitthvað,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi. Erlendur glæpahópur stóð að þeim útflutningi. „Við vitum að erlend glæpasamtök hafa fengið íslenska aðila til að brjótast inn í verslanir og stela fyrir sig.“ Heldurðu að tilkoma rafhjóla hafi eitthvað með það að gera að þjófar sækist meira í verslanirnar? „Já, þetta eru dýrari gripir, sannarlega. Mjög vinsælir og eftirsóttir og auðvelt að selja,“ segir Guðmundur Pétur. En hvað geta verslanirnar gert til að stemma stigu við þessa þróun? „Vera með alvöru varnir, þar sem þú dregur niður grind og læsir þannig að framhlið búðarinnar er alveg lokuð og allt sem er bakatil er með rimlum líka. Bara aðeins að taka þetta í gegn og hugsa upp á nýtt.“
Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Tengdar fréttir Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27