Hvers vegna er skiltið í Kúrlandi svo hátt uppi? Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 20:51 Skiltið við Kúrland fær alla jafna að vera í friði, í það minnsta síðustu átta ár. Vísir/Rúnar Skilti í Reykjavík fá almennt að standa algjörlega óáreitt að sögn skrifstofustjóra hjá borginni. Frægur skiltastuldur olli því ekki að skiltið við Kúrland var hækkað verulega. Í gegnum árin hefur marga grunað það tengjast tíðum stuldi á skiltinu, líkt og gerðist árið 2016 þegar skiltinu var stolið og vakti það mikla athygli þegar það sást síðan á samfélagsmiðlum hengt uppi á vegg í svefnherbergi úti í bæ. 🤔 pic.twitter.com/6tL0rsIoxb— Ásdís Sigurbergsdóttir (@asdissig) August 29, 2016 Skiljanlega kannski, hver myndi ekki vilja gista í kósý Kúrlandi? En er það ástæðan fyrir því að skiltið er svo hátt uppi? „Nei, hér er þetta bara einhver tilviljun. Ég myndi segja að þetta væri bara út af því að það hafi verið sett skilti sem hafi verið tekið í burtu og þetta skilti ekki lækkað,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlandsins. Það er nefnilega þannig að þegar ný skilti eru sett á staura þar sem þegar eru götuskilti, til dæmis þegar bæta þarf við biðskylduskilti eða öðru slíku, er götuheitið fært ofar. Þarna hafi það verið gert að öllum líkindum en Kúrlandsskiltið ekki fært neðar þegar hitt var fjarlægt. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir/Rúnar Þjófnaðurinn því alls ótengdur hækkuninni. Hjalti segir meira að segja að þjófnaður á skiltum sé mjög óalgengur. Meira að segja skiltið við Svarthöfða hefur fengið að standa óáreitt í tæp níu ár. „Auðvitað er ýmislegt tekið sem er lauslegt. En samt sem áður er það ekki algengt. Götugögnin eins og við köllum þetta eru yfirleitt látin í friði. Kannski færð til út af einhverju en látin í friði. Við verðum ekki fyrir miklum afföllum út af því að einhver er að stela eða taka keilur eða önnur götugögn. Skilti og svo framvegis,“ segir Hjalti. Og þá bara að kaupa Kúrlandsskilti, frekar en að stela því? „Bara fara í næstu skiltagerð og segja: „Ég vil fá nákvæmlega svona skilti, Kúrland. Ég ætla að setja það einhvers staðar inni hjá mér.“ Já, gera það bara svoleiðis,“ segir Hjalti. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Sjá meira
Í gegnum árin hefur marga grunað það tengjast tíðum stuldi á skiltinu, líkt og gerðist árið 2016 þegar skiltinu var stolið og vakti það mikla athygli þegar það sást síðan á samfélagsmiðlum hengt uppi á vegg í svefnherbergi úti í bæ. 🤔 pic.twitter.com/6tL0rsIoxb— Ásdís Sigurbergsdóttir (@asdissig) August 29, 2016 Skiljanlega kannski, hver myndi ekki vilja gista í kósý Kúrlandi? En er það ástæðan fyrir því að skiltið er svo hátt uppi? „Nei, hér er þetta bara einhver tilviljun. Ég myndi segja að þetta væri bara út af því að það hafi verið sett skilti sem hafi verið tekið í burtu og þetta skilti ekki lækkað,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstur og umhirðu borgarlandsins. Það er nefnilega þannig að þegar ný skilti eru sett á staura þar sem þegar eru götuskilti, til dæmis þegar bæta þarf við biðskylduskilti eða öðru slíku, er götuheitið fært ofar. Þarna hafi það verið gert að öllum líkindum en Kúrlandsskiltið ekki fært neðar þegar hitt var fjarlægt. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir/Rúnar Þjófnaðurinn því alls ótengdur hækkuninni. Hjalti segir meira að segja að þjófnaður á skiltum sé mjög óalgengur. Meira að segja skiltið við Svarthöfða hefur fengið að standa óáreitt í tæp níu ár. „Auðvitað er ýmislegt tekið sem er lauslegt. En samt sem áður er það ekki algengt. Götugögnin eins og við köllum þetta eru yfirleitt látin í friði. Kannski færð til út af einhverju en látin í friði. Við verðum ekki fyrir miklum afföllum út af því að einhver er að stela eða taka keilur eða önnur götugögn. Skilti og svo framvegis,“ segir Hjalti. Og þá bara að kaupa Kúrlandsskilti, frekar en að stela því? „Bara fara í næstu skiltagerð og segja: „Ég vil fá nákvæmlega svona skilti, Kúrland. Ég ætla að setja það einhvers staðar inni hjá mér.“ Já, gera það bara svoleiðis,“ segir Hjalti.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Sjá meira