Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 16:02 Reykur frá árásinni séður frá öðru hverfi Beirút. AP Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. Svo virðist sem að um stærstu árás Ísraela á Beirút frá því þeir fóru að skiptast á skotum við Hezbollah í október í fyrra sé að ræða. Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum að nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah hafi verið þar sem loftárásirnar voru gerðar. Heimildarmenn fréttaveitunnar í Líbanon segja að háttsettir leiðtogar Hezbollah séu tíðir gestir á svæðinu þar sem árásin var gerð. Ekki liggur fyrir hvort Nasrallah, eða aðrir leiðtogar voru felldir í árásinni. Ísraelskir fjölmiðlar segja að verið sé að kanna hvort Nasrallah hafi verið í höfuðstöðvunum þegar árásin var gerð. Miðlar sem tengjast Hezbollah segja Nasrallah á lífi og í öruggu skjóli. AFP hefur það sama eftir heimildarmanni sínum en samtökin hafa enn ekkert gefið út. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að Hashem Sadieddine, næstráðandi Nasrallah, hafi fallið í árásinni. Þá er ekki ljóst hvort óbreyttir borgarar féllu en líkur eru á því að þeir hafi verið margir, miðað við umfang árásanna og að enginn var varaður við þeim, eins og Ísraelar hafa oft gert áður. Nokkrar byggingar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu í árásunum í Dahiyeh, úthverfi Beirút. AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni sem tengist Hezbollah að sex byggingar hafi verið jafnaðar við jörðu en aðrir fjölmiðlar hafa talað um fjögur fjölbýlishús. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að árásir hafi verið gerðar á höfuðstöðvar Hezbollah. Leiðtogar samtakanna hafi vísvitandi byggt þær höfuðstöðvar undir íbúðarhúsum svo óbreyttir borgarar hafi getað verið notaðir til að skýla þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING: Massive strike by #Israel on #Hezbollah’s Central Headquarters in Beirut. pic.twitter.com/ntHFXJSAvu— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 27, 2024 Carnage on the ground. pic.twitter.com/pGY4OuyYYe— doge (@IntelDoge) September 27, 2024 The massive Israeli strikes on Beirut have levelled at least 4 residential buildings. IDF says they targeted a Hezbullah HQ. pic.twitter.com/GDYcbGQfLQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) September 27, 2024 Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Svo virðist sem að um stærstu árás Ísraela á Beirút frá því þeir fóru að skiptast á skotum við Hezbollah í október í fyrra sé að ræða. Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum að nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah hafi verið þar sem loftárásirnar voru gerðar. Heimildarmenn fréttaveitunnar í Líbanon segja að háttsettir leiðtogar Hezbollah séu tíðir gestir á svæðinu þar sem árásin var gerð. Ekki liggur fyrir hvort Nasrallah, eða aðrir leiðtogar voru felldir í árásinni. Ísraelskir fjölmiðlar segja að verið sé að kanna hvort Nasrallah hafi verið í höfuðstöðvunum þegar árásin var gerð. Miðlar sem tengjast Hezbollah segja Nasrallah á lífi og í öruggu skjóli. AFP hefur það sama eftir heimildarmanni sínum en samtökin hafa enn ekkert gefið út. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að Hashem Sadieddine, næstráðandi Nasrallah, hafi fallið í árásinni. Þá er ekki ljóst hvort óbreyttir borgarar féllu en líkur eru á því að þeir hafi verið margir, miðað við umfang árásanna og að enginn var varaður við þeim, eins og Ísraelar hafa oft gert áður. Nokkrar byggingar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu í árásunum í Dahiyeh, úthverfi Beirút. AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni sem tengist Hezbollah að sex byggingar hafi verið jafnaðar við jörðu en aðrir fjölmiðlar hafa talað um fjögur fjölbýlishús. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að árásir hafi verið gerðar á höfuðstöðvar Hezbollah. Leiðtogar samtakanna hafi vísvitandi byggt þær höfuðstöðvar undir íbúðarhúsum svo óbreyttir borgarar hafi getað verið notaðir til að skýla þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING: Massive strike by #Israel on #Hezbollah’s Central Headquarters in Beirut. pic.twitter.com/ntHFXJSAvu— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 27, 2024 Carnage on the ground. pic.twitter.com/pGY4OuyYYe— doge (@IntelDoge) September 27, 2024 The massive Israeli strikes on Beirut have levelled at least 4 residential buildings. IDF says they targeted a Hezbullah HQ. pic.twitter.com/GDYcbGQfLQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) September 27, 2024
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira