Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Árni Sæberg skrifar 30. september 2024 15:52 Halldór Auðar Svansson var ekki formaður framkvæmdaráðs Pírata lengi. Píratar Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. Þetta segir í yfirlýsingu sem Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, nýr formaður framkvæmdastjórnar Pírata, ritar fyrir hönd stjórnarinnar í lokaða Facebook-hópinn Virkir Píratar og Vísir hefur undir höndum. Spennt fyrir vetrinum Í yfirlýsingunni segir að nýkjörin framkvæmdastjórn Pírata sé spennt fyrir komandi vetri og undirbúningi fyrir Alþingiskosningar. „Við viljum þakka þingflokki, sveitastjórnarfulltrúum og félögum okkar í grasrót Pírata fyrir góðar viðtökur og hlökkum til áframhaldandi farsæls samstarfs.“ Í fréttatilkynningu frá þáverandi starfsmanni þingflokks Pírata, Atla Þór Fanndal, eftir aðalfundinnn sagði að umtalsverð nýliðun hefði orðið í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. Nokkuð hafi verið um nýskráningar í flokkinn undanfarinn mánuð og nýtt fólk sést á vettvangi. „Aðalfundur bar þess sterk merki.“ Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Framkvæmdastjórn Pírata frá vinstri til hægri, Eva Sjöfn Helgadóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, nýr formaður, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi formaður.Píratar Í kjölfar aðalfundarins var Atla Þór sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokksins og nú hefur Halldór stigið til hliðar sem formaður. Fjölmiðlar ekki heppilegur vettvangur til að leysa úr deilum Í tilkynningu stjórnarinnar nú segir að hún líti á alla Pírata frá kjörnum fulltrúum til grasrótar, frá elsta pírata til grænasta nýliða, sem mikilvæga hlekki í hreyfingunni. „Við erum öll Píratar og fjölmiðlar eru ekki heppilegur vettvangur til að leysa úr þeim álitamálum sem koma upp innan okkar raða.“ Segjast berjast fyrir auknu lýðræði Í tilkynningunni segir að Píratar berjist fyrir auknu lýðræði í því formi sem það bjóðist og í samræmi við það hafi framkvæmdastjórn sett sér þá vinnureglu að aðal- og varamenn hafa jafnan atkvæðarétt í stjórninni. Kjörnum varamönnum í stjórn hafi verið boðið að sitja alla fundi framkvæmdastjórnar og þeir hafi þar bæði fullt málfrelsi og atkvæðisrétt líkt og aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar. Halldór út en samt ekki alveg Loks segir í tilkynningunni að Halldór Auðar Svansson hafi stigið til hliðar sem formaður framkvæmdastjórnar Pírata og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir tekið við sem formaður. Þórhildur segir í samtali við Vísi að ákvörðun Halldórs um að stíga til hliðar hafi verið tekin í kjölfar samtals innan stjórnarinnar. „Við skoðuðum málin aðeins og ákváðum að haga samstarfi okkar svona. Það er náttúrulega tiltölulega stutt síðan það var aðalfundur og ný framkvæmdastjórn kjörin. Við erum enn þá að læra inn á þetta og fá reynslu á þessi embætti. Í kjölfar síðustu vikna og þessarar reynslu þá sáum við að þetta væri best í stöðunni akkúrat núna. En svo það sé sagt þá er hann [Halldór] enn þá meðlimur í framkvæmdastjórninni, hann steig bara til hliðar sem formaður. Hann er með okkur í stjórninni og við sjáum fram á mjög gott samstarf okkar á milli, sem og við aðra meðlimi flokksins.“ Löng hefð fyrir varamönnum með atkvæðisrétt Þá segir Þórhildur ekkert athugavert við þá tilhögun að varamenn í stjórninni hafi jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. Þó að hún sé vissulega óvanaleg sé löng hefð fyrir henni innan Pírata. Í framkvæmdaráði, sem leyst var af hólmi af framkvæmdastjórn, hafi til að mynda verið sjö aðalmenn og sjö varamenn, allir með atkvæðisrétt. „Píratar eru náttúrulega flokkur sem stendur fyrir opin stjórnmál og eins mikið lýðræði og kostur er á hverju sinni. Að taka varamennina með með þessum hætti og gefa þeim málfrelsi og fullan atkvæðisrétt, jafnt og aðalmenn, það er liður í því. Við viljum fá sem flesta að borðinu í þessari hreyfingu.“ Má megi hún til með að segja að varamennirnir, áðurnefndur Atli Stefán og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, hafi verið í framkvæmdastjórn áður og komi með mikilvæga reynslu að borðinu. Píratar Tengdar fréttir Atli Þór ráðinn til Pírata: „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn“ Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann. 2. maí 2024 13:33 Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu sem Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, nýr formaður framkvæmdastjórnar Pírata, ritar fyrir hönd stjórnarinnar í lokaða Facebook-hópinn Virkir Píratar og Vísir hefur undir höndum. Spennt fyrir vetrinum Í yfirlýsingunni segir að nýkjörin framkvæmdastjórn Pírata sé spennt fyrir komandi vetri og undirbúningi fyrir Alþingiskosningar. „Við viljum þakka þingflokki, sveitastjórnarfulltrúum og félögum okkar í grasrót Pírata fyrir góðar viðtökur og hlökkum til áframhaldandi farsæls samstarfs.“ Í fréttatilkynningu frá þáverandi starfsmanni þingflokks Pírata, Atla Þór Fanndal, eftir aðalfundinnn sagði að umtalsverð nýliðun hefði orðið í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. Nokkuð hafi verið um nýskráningar í flokkinn undanfarinn mánuð og nýtt fólk sést á vettvangi. „Aðalfundur bar þess sterk merki.“ Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Framkvæmdastjórn Pírata frá vinstri til hægri, Eva Sjöfn Helgadóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, nýr formaður, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi formaður.Píratar Í kjölfar aðalfundarins var Atla Þór sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokksins og nú hefur Halldór stigið til hliðar sem formaður. Fjölmiðlar ekki heppilegur vettvangur til að leysa úr deilum Í tilkynningu stjórnarinnar nú segir að hún líti á alla Pírata frá kjörnum fulltrúum til grasrótar, frá elsta pírata til grænasta nýliða, sem mikilvæga hlekki í hreyfingunni. „Við erum öll Píratar og fjölmiðlar eru ekki heppilegur vettvangur til að leysa úr þeim álitamálum sem koma upp innan okkar raða.“ Segjast berjast fyrir auknu lýðræði Í tilkynningunni segir að Píratar berjist fyrir auknu lýðræði í því formi sem það bjóðist og í samræmi við það hafi framkvæmdastjórn sett sér þá vinnureglu að aðal- og varamenn hafa jafnan atkvæðarétt í stjórninni. Kjörnum varamönnum í stjórn hafi verið boðið að sitja alla fundi framkvæmdastjórnar og þeir hafi þar bæði fullt málfrelsi og atkvæðisrétt líkt og aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar. Halldór út en samt ekki alveg Loks segir í tilkynningunni að Halldór Auðar Svansson hafi stigið til hliðar sem formaður framkvæmdastjórnar Pírata og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir tekið við sem formaður. Þórhildur segir í samtali við Vísi að ákvörðun Halldórs um að stíga til hliðar hafi verið tekin í kjölfar samtals innan stjórnarinnar. „Við skoðuðum málin aðeins og ákváðum að haga samstarfi okkar svona. Það er náttúrulega tiltölulega stutt síðan það var aðalfundur og ný framkvæmdastjórn kjörin. Við erum enn þá að læra inn á þetta og fá reynslu á þessi embætti. Í kjölfar síðustu vikna og þessarar reynslu þá sáum við að þetta væri best í stöðunni akkúrat núna. En svo það sé sagt þá er hann [Halldór] enn þá meðlimur í framkvæmdastjórninni, hann steig bara til hliðar sem formaður. Hann er með okkur í stjórninni og við sjáum fram á mjög gott samstarf okkar á milli, sem og við aðra meðlimi flokksins.“ Löng hefð fyrir varamönnum með atkvæðisrétt Þá segir Þórhildur ekkert athugavert við þá tilhögun að varamenn í stjórninni hafi jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. Þó að hún sé vissulega óvanaleg sé löng hefð fyrir henni innan Pírata. Í framkvæmdaráði, sem leyst var af hólmi af framkvæmdastjórn, hafi til að mynda verið sjö aðalmenn og sjö varamenn, allir með atkvæðisrétt. „Píratar eru náttúrulega flokkur sem stendur fyrir opin stjórnmál og eins mikið lýðræði og kostur er á hverju sinni. Að taka varamennina með með þessum hætti og gefa þeim málfrelsi og fullan atkvæðisrétt, jafnt og aðalmenn, það er liður í því. Við viljum fá sem flesta að borðinu í þessari hreyfingu.“ Má megi hún til með að segja að varamennirnir, áðurnefndur Atli Stefán og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, hafi verið í framkvæmdastjórn áður og komi með mikilvæga reynslu að borðinu.
Píratar Tengdar fréttir Atli Þór ráðinn til Pírata: „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn“ Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann. 2. maí 2024 13:33 Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Atli Þór ráðinn til Pírata: „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn“ Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann. 2. maí 2024 13:33
Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25