Flestir hlynntir inngöngu í ESB og hafa aldrei verið fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 13:55 Um tíu prósentustigum fleiri eru til í að ganga í Evrópusambandð en þeir sem eru á móti því í nýrri könnun. Vísir/EPA Aldrei hafa fleiri verið hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en í nýrri skoðanakönnun sem áhugafólk um aðild lét gera. Umtalsvert fleiri sögðust hlynntir inngöngu en mótfallnir í könnuninni. Alls sögðust 45,3 prósent svarenda í könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna styðja aðild Íslands að ESB en 35,7 prósent sögðust andvíg. Tæpur fimmtungur tók ekki afstöðu. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir hefur aldrei verið hærra frá því að MMR og síðar Maskína hófu að spyrja um málið fyrir þrettán árum. Svo gott sem jafnmargir sögðust mjög hlynntir inngöngu og mjög andvígir, um 22,7 prósent. Hins vegar voru þeir sem sögðust frekar hlynnt umtalsvert fleiri en þeir frekar andvígu, 22,6 prósent gegn 12,9 prósentum. Karlar eru ákveðnari í afstöðu sinni til aðildar en konur. Af þeim segjast 46,5 prósent hlynntir inngöngu en 40,2 prósent mótfallin. Hjá konunum voru 43,8 prósent hlynnt en 30,1 prósent andvígt. Mestur stuðningur við aðild var í aldursflokknum 40-49 ára þar sem rétt tæpur helmingur sagðist hlynntur. Skammt undan var yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára þar sem 49 prósent sögðust hlynnt og aðeins 26,9 prósent andvíg. Mesta andstaðan var í elsta aldurshópnum sextíu ára og eldri, 44,2 prósent andvíg. Þróun afstöðu svarenda til Evrópusambandsaðildar í könnun Maskínu. Bláa línan sýnir hlutfall hlynntra, sú appelsínugula andsnúinna og sú gráa þeirra sem segja hvorki né.Evrópuhreyfingin Borgarbúar áhugasamir, landsbyggðin andsnúin Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Meira en helmingur Reykvíkinga, 53,7 prósent sögðust hlynnt inngöngu í ESB og 47,6 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var almenn andstaða gegn aðild. Íbúar Austurlands eru harðaðist á móti Evrópusambandsaðild. Þar var aðeins fjórðungur hlynntur aðild en 56 prósent andvíg. Væntanlegir kjósendur Pírata og Viðreisnar eru langáhugasamastir um aðild, yfir áttatíu prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa þá flokka í næstu kosningum sögðust jafnframt hlynnt ESB-aðild. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar, 70,9 prósent hlynnt. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti Evrópusambandinu. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksin sögðust rúm sjötíu prósent mótfallin aðild og rúm 69 prósent kjósenda Miðflokksins. Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Alls sögðust 45,3 prósent svarenda í könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna styðja aðild Íslands að ESB en 35,7 prósent sögðust andvíg. Tæpur fimmtungur tók ekki afstöðu. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir hefur aldrei verið hærra frá því að MMR og síðar Maskína hófu að spyrja um málið fyrir þrettán árum. Svo gott sem jafnmargir sögðust mjög hlynntir inngöngu og mjög andvígir, um 22,7 prósent. Hins vegar voru þeir sem sögðust frekar hlynnt umtalsvert fleiri en þeir frekar andvígu, 22,6 prósent gegn 12,9 prósentum. Karlar eru ákveðnari í afstöðu sinni til aðildar en konur. Af þeim segjast 46,5 prósent hlynntir inngöngu en 40,2 prósent mótfallin. Hjá konunum voru 43,8 prósent hlynnt en 30,1 prósent andvígt. Mestur stuðningur við aðild var í aldursflokknum 40-49 ára þar sem rétt tæpur helmingur sagðist hlynntur. Skammt undan var yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára þar sem 49 prósent sögðust hlynnt og aðeins 26,9 prósent andvíg. Mesta andstaðan var í elsta aldurshópnum sextíu ára og eldri, 44,2 prósent andvíg. Þróun afstöðu svarenda til Evrópusambandsaðildar í könnun Maskínu. Bláa línan sýnir hlutfall hlynntra, sú appelsínugula andsnúinna og sú gráa þeirra sem segja hvorki né.Evrópuhreyfingin Borgarbúar áhugasamir, landsbyggðin andsnúin Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Meira en helmingur Reykvíkinga, 53,7 prósent sögðust hlynnt inngöngu í ESB og 47,6 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var almenn andstaða gegn aðild. Íbúar Austurlands eru harðaðist á móti Evrópusambandsaðild. Þar var aðeins fjórðungur hlynntur aðild en 56 prósent andvíg. Væntanlegir kjósendur Pírata og Viðreisnar eru langáhugasamastir um aðild, yfir áttatíu prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa þá flokka í næstu kosningum sögðust jafnframt hlynnt ESB-aðild. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar, 70,9 prósent hlynnt. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti Evrópusambandinu. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksin sögðust rúm sjötíu prósent mótfallin aðild og rúm 69 prósent kjósenda Miðflokksins.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira