Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 13:45 Árásin sem málið varðar átti sér stað við Traðarkotssund, sem er hliðargata frá Hverfisgötu. Já.is Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. Manninum var gefið að sök að veitast fyrirvaralaust með ofbeldi að öðrum manni með því að veita honum olnbogaskot í andlitið sem varð til þess að sá sem varð fyrir árásinni nefbrotnaði. Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinur hans sem var með honum umrædda nótt sögðu báðir að þegar þeir hafi spurt manninn hvers vegna hann hafi framið árásina hafi hann sagt: „for Putin“ eða „fyrir Pútín“. Sagðist hafa ætlað að veifa leigbubíl Árásarmaðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagðist hafa verið undir miklum áhrifum áfengis um nóttina eftir að hafa verið á tveimur skemmtistöðum í miðbænum. Hann hafi verið að ganga um Hverfisgötu með aðra höndina á lofti, til þess að kalla á leigubíl, þegar hann hafi rekist utan í gangandi vegfaranda. Þrátt fyrir það hafi hann haldið för sinni áfram, en skömmu síðar verið hrint í jörðina og verið haldið niðrir. Skömmu síðar hafi hann verið handtekinn af lögreglu. Árásarmaðurinn kannaðist ekki við lýsingu mannanna um að hafa sagt: „fyrir Pútín“. Þá taldi hann blóðbletti á peysunni sinni annað hvort vera vínbletti eða vegna blóðs úr slagsmálum sem hann hafði reynt að stöðva fyrr um kvöldið. Hann sagðist rólegur að eðlisfari og ekki hneigður til ofbeldis. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn sem varð fyrir árásinni og áðurnefndur vinur hans lýstu atburðunum með svipuðum hætti. Þeir höfðu verið að ganga um bæinn í rólegheitum þegar þeir hefðu mætt ókunnugum manni sem hafi gengið rólega á móti þeim og síðan skyndilega gefið öðrum þeirra olnbogaskot í andlitið. Þeim hafi verið mjög brugðið og sá sem varð fyrir árásinni verið útataður blóði. Vinur hans hefði strax snúið árásarmanninn niður og spurt hvers vegna hann hefði ráðist á manninn, og hann gefið þeim áðurnefnt svar: „fyrir Pútín“. Ummælin til marks um annarlegt hugarástand Dómurinn mat framburð árásarmannsins ótrúverðugan og byggði heldur á framburði þess sem varð fyrir árásinni og vinar hans. Þá sagði dómurinn um ummæli hans að þau hafi endurspeglað mikla ölvun og annarlegt hugarástand hans á verknaðarstundu. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 400 þúsund krónur í miskabætur og 702 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Manninum var gefið að sök að veitast fyrirvaralaust með ofbeldi að öðrum manni með því að veita honum olnbogaskot í andlitið sem varð til þess að sá sem varð fyrir árásinni nefbrotnaði. Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinur hans sem var með honum umrædda nótt sögðu báðir að þegar þeir hafi spurt manninn hvers vegna hann hafi framið árásina hafi hann sagt: „for Putin“ eða „fyrir Pútín“. Sagðist hafa ætlað að veifa leigbubíl Árásarmaðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagðist hafa verið undir miklum áhrifum áfengis um nóttina eftir að hafa verið á tveimur skemmtistöðum í miðbænum. Hann hafi verið að ganga um Hverfisgötu með aðra höndina á lofti, til þess að kalla á leigubíl, þegar hann hafi rekist utan í gangandi vegfaranda. Þrátt fyrir það hafi hann haldið för sinni áfram, en skömmu síðar verið hrint í jörðina og verið haldið niðrir. Skömmu síðar hafi hann verið handtekinn af lögreglu. Árásarmaðurinn kannaðist ekki við lýsingu mannanna um að hafa sagt: „fyrir Pútín“. Þá taldi hann blóðbletti á peysunni sinni annað hvort vera vínbletti eða vegna blóðs úr slagsmálum sem hann hafði reynt að stöðva fyrr um kvöldið. Hann sagðist rólegur að eðlisfari og ekki hneigður til ofbeldis. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn sem varð fyrir árásinni og áðurnefndur vinur hans lýstu atburðunum með svipuðum hætti. Þeir höfðu verið að ganga um bæinn í rólegheitum þegar þeir hefðu mætt ókunnugum manni sem hafi gengið rólega á móti þeim og síðan skyndilega gefið öðrum þeirra olnbogaskot í andlitið. Þeim hafi verið mjög brugðið og sá sem varð fyrir árásinni verið útataður blóði. Vinur hans hefði strax snúið árásarmanninn niður og spurt hvers vegna hann hefði ráðist á manninn, og hann gefið þeim áðurnefnt svar: „fyrir Pútín“. Ummælin til marks um annarlegt hugarástand Dómurinn mat framburð árásarmannsins ótrúverðugan og byggði heldur á framburði þess sem varð fyrir árásinni og vinar hans. Þá sagði dómurinn um ummæli hans að þau hafi endurspeglað mikla ölvun og annarlegt hugarástand hans á verknaðarstundu. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 400 þúsund krónur í miskabætur og 702 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira