Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2024 14:41 Á myndinni er Labrador retriever. Myndin er úr safni. Getty Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutningi á hundi til landsins. Eigandi hundsins flutti hann til landsins, en vildi meina að ekki væri um eiginlegan innflutning að ræða þar sem hann væri að koma aftur heim til Íslands. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þann 22. apríl síðastliðinn hafi eigandinn komið til landsins ásamt hundinum. Eigandanum hafi verið tilkynnt að hundurinn uppfyllti ekki innflutningsskilyrði, og var gefinn frestur þangað til hádegis daginn eftir að leggja fram tilskilin vottorð. Matvælastofnun hafi tilkynnt að ef gögnin yrðu ekki lögð fram yrði hundurinn sendur úr landi, í síðasta lagi daginn þar á eftir, 24. apríl. Þurfti að velja á milli aflífunar eða að láta hundinn fara út Eigandinn mótmælti ákvörðuninni og krafðist leiðbeininga frá stofnuninni við að leysa málið. Þá sagði hann að ekki væri um ólöglegan innflutning hunds væri að ræða þar sem hundurinn væri með upprunavottorð frá Matvælastofnun. Hundurinn hefði verið löglegur þegar farið var með hann úr landi. Samskipti eigandans og Matvælastofnunar dagana á eftir eru reifuð í úrskurðinum, en þar kemur meðal annars fram að þann 24. apríl hafi stofnunin sagt að hundurinn yrði aflífaður seinna þann dag, en síðan frestað þeirri ákvörðun svo ekki þyrfti að koma til aflífunar. Daginn eftir hafi stofnunin upplýst eigandann um að dýravelferðarsamtök gætu tekið á móti honum afsalaði hann sér eignarhaldinu. Eigandanum stóð líka til boða að flytja hundinn sjálfur út til landsins þaðan sem hann kom, en hann hafði sagt að þar væri enginn til að taka við honum. Þriðji kosturinn væri að aflífa hundinn. Þann 26. apríl samþykkti eigandinn að færa eignarhaldið til dýravelferðarsamtakanna. Í kjölfarið var hundurinn fluttur úr landi. Sagði MAST þvinga sig Eigandinn kærði ákvörðun Matvælastofnunar til ráðuneytisins. Hann vildi meina að stofnunin hefði misbeitt valdi sínu og þvingað hann til að afsala sér eignarhaldi hundsins. Hundurinn væri nægilega góður og heilbrigður til að vera á Íslandi, og krafðist þess að fá hundinn aftur til baka af mannúðarástæðum. Matvælastofnun sagði hins vegar að ákvörðunin um að hafna innflutningunum hefði verið lögum samkvæm, og í eftirmálum hennar hefði verið gætt að öllum form- og efnisreglum stjórnsýslulaga. Þá benti stofnunin á að manninum hafi verið gefinn kostur á því að fara út með hundinn og koma aftur með hann til landsins með réttum hætti. Að mati ráðuneytisins lá fyrir að eigandinn hafi ekki lagt fram tilskilin gögn við innflutninginn og gat ekki tekið undir að honum ætti að veita undanþágu á kröfum við innflutning dýra til landsins. Þá gat ráðuneytið ekki tekið undir sjónarmið mannsins að hann hefði verið þvingaður til að afsala sér eignarhaldinu. Líkt og áður segir staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar. Dýr Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Hundar Gæludýr Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þann 22. apríl síðastliðinn hafi eigandinn komið til landsins ásamt hundinum. Eigandanum hafi verið tilkynnt að hundurinn uppfyllti ekki innflutningsskilyrði, og var gefinn frestur þangað til hádegis daginn eftir að leggja fram tilskilin vottorð. Matvælastofnun hafi tilkynnt að ef gögnin yrðu ekki lögð fram yrði hundurinn sendur úr landi, í síðasta lagi daginn þar á eftir, 24. apríl. Þurfti að velja á milli aflífunar eða að láta hundinn fara út Eigandinn mótmælti ákvörðuninni og krafðist leiðbeininga frá stofnuninni við að leysa málið. Þá sagði hann að ekki væri um ólöglegan innflutning hunds væri að ræða þar sem hundurinn væri með upprunavottorð frá Matvælastofnun. Hundurinn hefði verið löglegur þegar farið var með hann úr landi. Samskipti eigandans og Matvælastofnunar dagana á eftir eru reifuð í úrskurðinum, en þar kemur meðal annars fram að þann 24. apríl hafi stofnunin sagt að hundurinn yrði aflífaður seinna þann dag, en síðan frestað þeirri ákvörðun svo ekki þyrfti að koma til aflífunar. Daginn eftir hafi stofnunin upplýst eigandann um að dýravelferðarsamtök gætu tekið á móti honum afsalaði hann sér eignarhaldinu. Eigandanum stóð líka til boða að flytja hundinn sjálfur út til landsins þaðan sem hann kom, en hann hafði sagt að þar væri enginn til að taka við honum. Þriðji kosturinn væri að aflífa hundinn. Þann 26. apríl samþykkti eigandinn að færa eignarhaldið til dýravelferðarsamtakanna. Í kjölfarið var hundurinn fluttur úr landi. Sagði MAST þvinga sig Eigandinn kærði ákvörðun Matvælastofnunar til ráðuneytisins. Hann vildi meina að stofnunin hefði misbeitt valdi sínu og þvingað hann til að afsala sér eignarhaldi hundsins. Hundurinn væri nægilega góður og heilbrigður til að vera á Íslandi, og krafðist þess að fá hundinn aftur til baka af mannúðarástæðum. Matvælastofnun sagði hins vegar að ákvörðunin um að hafna innflutningunum hefði verið lögum samkvæm, og í eftirmálum hennar hefði verið gætt að öllum form- og efnisreglum stjórnsýslulaga. Þá benti stofnunin á að manninum hafi verið gefinn kostur á því að fara út með hundinn og koma aftur með hann til landsins með réttum hætti. Að mati ráðuneytisins lá fyrir að eigandinn hafi ekki lagt fram tilskilin gögn við innflutninginn og gat ekki tekið undir að honum ætti að veita undanþágu á kröfum við innflutning dýra til landsins. Þá gat ráðuneytið ekki tekið undir sjónarmið mannsins að hann hefði verið þvingaður til að afsala sér eignarhaldinu. Líkt og áður segir staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar.
Dýr Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Hundar Gæludýr Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira