Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir skrifar 5. október 2024 15:31 Í dag er alþjóðlegur dagur kennara og við það tilefni er mikilvægt að kennarar taki höndum saman og veki athygli á því góða og öfluga starfi sem þeir inna af hendi daglega í skólum landsins. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og það skiptir miklu máli að í samfélaginu sé virðing borin fyrir þeirra störfum. Víða er pottur brotinn í starfsumhverfi kennara og álag í starfinu er mikið. Þau sem ekki starfa innan grunnskólanna gera sér mörg hver ekki grein fyrir þeim afrekum sem kennarar vinna með því að efla færni ólíkra einstaklinga á mjög fjölbreyttan hátt þrátt fyrir ýmsar hindranir í veginum. Skortur á námsefni, skortur á úrræðum, skortur á heilnæmu húsnæði, skortur á fjármagni og skortur á fagmenntuðu starfsfólki og sérfræðingum eru þeirra á meðal. Þar að auki mætti nefna skort á kjarasamningi en kjaradeila kennara er komin á borð ríkissáttasemjara. Á covid tímum unnu kennarar mikið afrek þegar þeim tókst með einstakri samheldni og einhug að halda íslenskum skólum opnum og umturna öllu skipulagi starfsins til að geta haldið kennslu áfram fyrir nemendur. Á mjög skömmum tíma urðu miklar tæknilegar og skipulagslegar breytingar en afrek sem þessi vilja gleymast í umræðunni um skólamál. Það fennir óþægilega fljótt yfir það sem vel er gert og því þarf að breyta! Samfélagið á að bera traust til kennara og ráðamenn sem hafa áhrif í umræðunni ættu að gera það líka. Ég minnist þess að hafa sem ung stúlka fylgt móður minni, grunnskólakennaranum, í húsnæði í Hlíðunum þar sem hópur kennara í verkfalli hittist. Þeir ræddu málin, hughreystu og stöppuðu stálinu hver í annan. Ég man þrátt fyrir ungan aldur eftir þungu andrúmsloftinu sem ríkti yfir hópnum. Það er þyngra en tárum taki að við skulum ennþá vera í þeirri stöðu um fjörutíu árum síðar að þurfa að setjast við borð ríkissáttasemjara til að ræða leiðréttingu á launum okkar og knýja fram breytingar. Kennarar eru ofurhetjur og ég er þakklát fyrir að tilheyra þeirra hópi. Ofurhetjur hugsa nefnilega út fyrir boxið og eru óhræddar við að feta ótroðnar slóðir á vegferð sinni. Bestu kveðjur til ykkar kæru kennarar og njótið dagsins! Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur kennara og við það tilefni er mikilvægt að kennarar taki höndum saman og veki athygli á því góða og öfluga starfi sem þeir inna af hendi daglega í skólum landsins. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og það skiptir miklu máli að í samfélaginu sé virðing borin fyrir þeirra störfum. Víða er pottur brotinn í starfsumhverfi kennara og álag í starfinu er mikið. Þau sem ekki starfa innan grunnskólanna gera sér mörg hver ekki grein fyrir þeim afrekum sem kennarar vinna með því að efla færni ólíkra einstaklinga á mjög fjölbreyttan hátt þrátt fyrir ýmsar hindranir í veginum. Skortur á námsefni, skortur á úrræðum, skortur á heilnæmu húsnæði, skortur á fjármagni og skortur á fagmenntuðu starfsfólki og sérfræðingum eru þeirra á meðal. Þar að auki mætti nefna skort á kjarasamningi en kjaradeila kennara er komin á borð ríkissáttasemjara. Á covid tímum unnu kennarar mikið afrek þegar þeim tókst með einstakri samheldni og einhug að halda íslenskum skólum opnum og umturna öllu skipulagi starfsins til að geta haldið kennslu áfram fyrir nemendur. Á mjög skömmum tíma urðu miklar tæknilegar og skipulagslegar breytingar en afrek sem þessi vilja gleymast í umræðunni um skólamál. Það fennir óþægilega fljótt yfir það sem vel er gert og því þarf að breyta! Samfélagið á að bera traust til kennara og ráðamenn sem hafa áhrif í umræðunni ættu að gera það líka. Ég minnist þess að hafa sem ung stúlka fylgt móður minni, grunnskólakennaranum, í húsnæði í Hlíðunum þar sem hópur kennara í verkfalli hittist. Þeir ræddu málin, hughreystu og stöppuðu stálinu hver í annan. Ég man þrátt fyrir ungan aldur eftir þungu andrúmsloftinu sem ríkti yfir hópnum. Það er þyngra en tárum taki að við skulum ennþá vera í þeirri stöðu um fjörutíu árum síðar að þurfa að setjast við borð ríkissáttasemjara til að ræða leiðréttingu á launum okkar og knýja fram breytingar. Kennarar eru ofurhetjur og ég er þakklát fyrir að tilheyra þeirra hópi. Ofurhetjur hugsa nefnilega út fyrir boxið og eru óhræddar við að feta ótroðnar slóðir á vegferð sinni. Bestu kveðjur til ykkar kæru kennarar og njótið dagsins! Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun