Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 15:20 Fulltrúar Eflingar mótmæltu fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu á Frakkastíg fimmtudagskvöldið 12. september 2024. Vísir/Magnús Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. Hópur á vegum Eflingar mótmælti meintum launaþjófnaði fyrir utan veitingastaðinn í síðasta mánuði. Síðan þá hefur sendiferðabíl á vegum stéttarfélagsins verið lagt fyrir utan veitingastaðinn sem á eru letraðar ásakanir um launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik. Forsvarsmenn Eflingar höfnuðu því að fjarlægja bílinn þrátt fyrir að hópur núverandi starfsfólks Ítalíu hefði mótmælt við skrifstofur stéttarfélagsins á föstudag. Starfsfólkið sagðist óttast að missa störf sín á staðnum þar sem skilaboð Eflingar fældu frá viðskiptavini. Elvar Ingimarsson, eigandi Ítalíu, segir að staðurinn hafi verið lokaður frá því í síðustu viku á meðan farið sé yfir málið. Ekki sé ljóst hvort hann verði opnaður aftur en það verði þá að minnsta kosti ekki á Frakkastíg. Ekki sé búið að ákveða að loka staðnum varanlega og engum hafi enn verið sagt upp störfum. „Ég ætla bara að byrja á því að svara þessum ásökunum og sjá svo bara til með framhaldið,“ segir Elvar. Lögfræðingur hans hafi ítrekað við Eflingu að fá upplýsingar um á hvaða gögnum félagið byggi ásakanir sínar. „Við fáum engin svör. Samkvæmt okkar bókum erum við með þessa pappíra alla á hreinu.“ Segir starfsfólk enn eiga inni laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrti að Elvar hefði enn ekki greitt stórum hópi fólks laun og að hann skuldaði skattinum tugi milljóna króna á föstudag. Efling ætlaði þess vegna ekki að hætta herferð sinni gegn fyrirtækinu. Elvar hafnaði þessum ásökunum í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir helgi en viðurkenndi að greiðslur í lífeyrissjóði og stéttarfélög hefðu dregist. Fullyrti hann að unnið væri að því að lagfæra það. Veitingastaðir Stéttarfélög Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Hópur á vegum Eflingar mótmælti meintum launaþjófnaði fyrir utan veitingastaðinn í síðasta mánuði. Síðan þá hefur sendiferðabíl á vegum stéttarfélagsins verið lagt fyrir utan veitingastaðinn sem á eru letraðar ásakanir um launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik. Forsvarsmenn Eflingar höfnuðu því að fjarlægja bílinn þrátt fyrir að hópur núverandi starfsfólks Ítalíu hefði mótmælt við skrifstofur stéttarfélagsins á föstudag. Starfsfólkið sagðist óttast að missa störf sín á staðnum þar sem skilaboð Eflingar fældu frá viðskiptavini. Elvar Ingimarsson, eigandi Ítalíu, segir að staðurinn hafi verið lokaður frá því í síðustu viku á meðan farið sé yfir málið. Ekki sé ljóst hvort hann verði opnaður aftur en það verði þá að minnsta kosti ekki á Frakkastíg. Ekki sé búið að ákveða að loka staðnum varanlega og engum hafi enn verið sagt upp störfum. „Ég ætla bara að byrja á því að svara þessum ásökunum og sjá svo bara til með framhaldið,“ segir Elvar. Lögfræðingur hans hafi ítrekað við Eflingu að fá upplýsingar um á hvaða gögnum félagið byggi ásakanir sínar. „Við fáum engin svör. Samkvæmt okkar bókum erum við með þessa pappíra alla á hreinu.“ Segir starfsfólk enn eiga inni laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrti að Elvar hefði enn ekki greitt stórum hópi fólks laun og að hann skuldaði skattinum tugi milljóna króna á föstudag. Efling ætlaði þess vegna ekki að hætta herferð sinni gegn fyrirtækinu. Elvar hafnaði þessum ásökunum í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir helgi en viðurkenndi að greiðslur í lífeyrissjóði og stéttarfélög hefðu dregist. Fullyrti hann að unnið væri að því að lagfæra það.
Veitingastaðir Stéttarfélög Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46