Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2024 22:04 Sara Hlín Hilmarsdóttir greiðir þrjátíu þúsund krónur á mánuði fyrir eina sprautu. vísir/vilhelm Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Í þættinum kom fram að ein eins milligramma sprauta af Wegovy kosti viðmælandann 28 þúsund krónur. „Og vitandi það að þetta er lyf sem ég mun að öllum líkindum mun þurfa að vera á það sem eftir er,“ segir Sara Hlín Hilmarsdóttir sem hefur notað Wegovy. Lyfin eru aldrei hugsuð sem skammtímanotkun og segir læknir um ævilanga meðferð að ræða. Sara mun því þurfa að greiða 336.000 á ári fyrir lyfið. Verði hún á því næstu tíu árin nemur kostnaðurinn 3,3 milljónum og eftir fjörutíu ára notkun verður hún búin að eyða 13 milljónum í efnin. Afmarkaður hópur fólks fær lyfið niðurgreitt og eru skilyrðin ströng. Beiðni um niðurgreiðslu verður að koma frá lækni og einungis þeir sem eru með yfir 45 í BMI þyngdarstuðli og með lífsógnandi sjúkdóma tengda þyngdinni fá lyfin niðurgreidd. Og þeir sem eru með 35 í BMI þyngdarstuðli og með mjög alvarlegan lífsógnandi sjúkdóm. Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu Sara uppfyllir hvorugt skilyrðið en vonast til þess að stjórnvöld ákveði að niðurgreiða lyfið í frekari mæli. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að borga 30 þúsund á mánuði þar sem eftir er, miða við þróunina þá hef ég fulla trú á að við munum fá þetta niðurgreitt en eins og staðan er í dag fæ ég þetta ekki niðurgreitt.“ Á stundum ekki fyrir næstu sprautu Það hafi gerst að hún geti ekki keypt mánaðarskammtinn vegna kostnaðar. „Já það hefur gerst. Það var um miðjan mánuð og ég missti þá úr tvo skammta og mér leið þá soldið eins og ég væri smá á byrjunarreit aftur, mér fannst ég þurfa að byggja upp þolið aftur, þrjátíu þúsund er mjög mikið.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Í þættinum kom fram að ein eins milligramma sprauta af Wegovy kosti viðmælandann 28 þúsund krónur. „Og vitandi það að þetta er lyf sem ég mun að öllum líkindum mun þurfa að vera á það sem eftir er,“ segir Sara Hlín Hilmarsdóttir sem hefur notað Wegovy. Lyfin eru aldrei hugsuð sem skammtímanotkun og segir læknir um ævilanga meðferð að ræða. Sara mun því þurfa að greiða 336.000 á ári fyrir lyfið. Verði hún á því næstu tíu árin nemur kostnaðurinn 3,3 milljónum og eftir fjörutíu ára notkun verður hún búin að eyða 13 milljónum í efnin. Afmarkaður hópur fólks fær lyfið niðurgreitt og eru skilyrðin ströng. Beiðni um niðurgreiðslu verður að koma frá lækni og einungis þeir sem eru með yfir 45 í BMI þyngdarstuðli og með lífsógnandi sjúkdóma tengda þyngdinni fá lyfin niðurgreidd. Og þeir sem eru með 35 í BMI þyngdarstuðli og með mjög alvarlegan lífsógnandi sjúkdóm. Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu Sara uppfyllir hvorugt skilyrðið en vonast til þess að stjórnvöld ákveði að niðurgreiða lyfið í frekari mæli. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að borga 30 þúsund á mánuði þar sem eftir er, miða við þróunina þá hef ég fulla trú á að við munum fá þetta niðurgreitt en eins og staðan er í dag fæ ég þetta ekki niðurgreitt.“ Á stundum ekki fyrir næstu sprautu Það hafi gerst að hún geti ekki keypt mánaðarskammtinn vegna kostnaðar. „Já það hefur gerst. Það var um miðjan mánuð og ég missti þá úr tvo skammta og mér leið þá soldið eins og ég væri smá á byrjunarreit aftur, mér fannst ég þurfa að byggja upp þolið aftur, þrjátíu þúsund er mjög mikið.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02