Áfram kennarar fyrir nemendur þessa lands! Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 14. október 2024 10:31 Menntun er óumdeilanlega ein af grunnstoðum samfélagsins. Öll börn eiga rétt á gæðamenntun sem veitir þeim tækifæri til að blómstra og uppgötva styrkleika sína. Á Íslandi hafa kennarar lengi gegnt lykilhlutverki í því ferli en nú standa þeir enn á ný í kjarabaráttu sem lítið miðar áfram. Laun kennara á Íslandi hafa dregist aftur úr launum sambærilegra fagstétta á almennum vinnumarkaði um tæp 40% (Hagstofan). Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar kröfur um gæðamenntun og aukið vinnuálag. Afleiðingin er sú að það er orðið mun erfiðara að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarar hafa ekki valið sinn starfsvettvang til þess að vera í góðri innivinnu sem borgar vel, heldur af ástríðu og eldmóði til að vinna faglegt starf með börnum, leiðbeina þeim og sjá þau blómstra. Þeir kennarar sem ég hef kynnst völdu sér þetta sem ævistarf til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir vilja hjálpa börnum að þroskast, læra og finna styrkleika sína, en slík ástríða ein og sér gerir það ekki sjálfkrafa auðvelt að laða að fært fagfólk í skólana. Ég þekki líka marga sem hafa menntað sig sem kennarar en geta ekki hugsað sér að vinna sem slíkir. Með launum sem eru á pari við laun annarra fagstétta myndu skólarnir fá fleiri vel menntaða kennara til starfa sem myndi bæta stöðuna fyrir nemendur og menntakerfið í heild sinni. Árið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun launa milli almenns vinnumarkaðar og hins opinbera. Samt sem áður hafa kennarar enn ekki fengið þá launahækkun sem lofað var. Á meðan lífeyrisréttindi þeirra hafa verið skert, bíða þeir enn eftir að samkomulagið verði uppfyllt. Þessi kjarabarátta er ekki aðeins spurning um réttindi kennara heldur líka spurning um framtíð íslenskrar menntunar. Mannsæmandi laun eru lykilatriði til að tryggja að íslensk börn fái bestu mögulegu kennarana og þá menntun sem þau eiga rétt á. FJÁRFESTUM Í KENNURUM ! Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Menntun er óumdeilanlega ein af grunnstoðum samfélagsins. Öll börn eiga rétt á gæðamenntun sem veitir þeim tækifæri til að blómstra og uppgötva styrkleika sína. Á Íslandi hafa kennarar lengi gegnt lykilhlutverki í því ferli en nú standa þeir enn á ný í kjarabaráttu sem lítið miðar áfram. Laun kennara á Íslandi hafa dregist aftur úr launum sambærilegra fagstétta á almennum vinnumarkaði um tæp 40% (Hagstofan). Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar kröfur um gæðamenntun og aukið vinnuálag. Afleiðingin er sú að það er orðið mun erfiðara að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarar hafa ekki valið sinn starfsvettvang til þess að vera í góðri innivinnu sem borgar vel, heldur af ástríðu og eldmóði til að vinna faglegt starf með börnum, leiðbeina þeim og sjá þau blómstra. Þeir kennarar sem ég hef kynnst völdu sér þetta sem ævistarf til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir vilja hjálpa börnum að þroskast, læra og finna styrkleika sína, en slík ástríða ein og sér gerir það ekki sjálfkrafa auðvelt að laða að fært fagfólk í skólana. Ég þekki líka marga sem hafa menntað sig sem kennarar en geta ekki hugsað sér að vinna sem slíkir. Með launum sem eru á pari við laun annarra fagstétta myndu skólarnir fá fleiri vel menntaða kennara til starfa sem myndi bæta stöðuna fyrir nemendur og menntakerfið í heild sinni. Árið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun launa milli almenns vinnumarkaðar og hins opinbera. Samt sem áður hafa kennarar enn ekki fengið þá launahækkun sem lofað var. Á meðan lífeyrisréttindi þeirra hafa verið skert, bíða þeir enn eftir að samkomulagið verði uppfyllt. Þessi kjarabarátta er ekki aðeins spurning um réttindi kennara heldur líka spurning um framtíð íslenskrar menntunar. Mannsæmandi laun eru lykilatriði til að tryggja að íslensk börn fái bestu mögulegu kennarana og þá menntun sem þau eiga rétt á. FJÁRFESTUM Í KENNURUM ! Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun