Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. október 2024 21:06 Bjarni Benediktsson mætti á fund forseta á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ætla að biðjast lausnar úr embætti, en segir það hafa legið fyrir frá því að hann tilkynnti um að hann óski eftir þingrofi á sunnudag. Honum finnist eðlilegast að mynda starfsstjórn með stuttan forgangslista sem geti komið mikilvægum málum, líkt og fjárlögum, í gegn sem fyrst. Þetta kom fram í Kastljósi á Rúv í kvöld. Þar fjallaði Bjarni einnig um hugtakið „starfsstjórn“ sem honum hefur þótt vera mistúlkað að einhverju leiti í umræðunni undanfarna daga. Það gerði hann í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, talaði um að mynda starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar. „Það kemur á óvart að heyra þetta frá svona reyndum stjórnmálamanni [Svandísi] að það eigi að skipa starfsstjórn með öðrum forsætisráðherra. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar og er beðin um að sitja áfram fram í kosningar. Það er starfsstjórn,“ sagði Bjarni „Ef menn vilja nýja ríkisstjórn með nýjum forsætisráðherra og öðrum ráðherrum þá mynda menn nýja ríkisstjórn.“ Hann bætti við að ný ríkisstjórn geti bæði verið meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn. Hann sagði að tíma allra yrði betur borgið ef komið yrði á starfsstjórn. Þá væri hægt að koma á mikilvægum málum í gegn fyrir kosningar. „En ef einn þátttakandi í stjórnarsamstarfinu vill ekki sitja í starfssjórn undir þinni forystu?“ spurði Bergsteinn Sigurðsson, stjórnandi þáttarins. „Það væri sögulegt,“ svaraði Bjarni. „Eftir að ég biðst lausnar. Þá er komin yfirlýsing um það að það sé ekki lengur meirihlutastjórn starfandi. Það er ekki meirihlutasamkomulag. Þannig að ráðherrar eru eingöngu að starfa í starfsstjórn og gegna sínum starfsskildum sem ráðherrar, ekki á grundvelli að þeir sitji þar á grundvelli meirihlutastuðnings þingsins.“ Bjarni sagði að hugmynd Svandísar um starfsstjórn með nýjum forssætisráðherra væri „bara einhver furðukenning“ sem hann hefði aldrei heyrt um áður. „Þetta er bara einhver misskilningur því miður.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi á Rúv í kvöld. Þar fjallaði Bjarni einnig um hugtakið „starfsstjórn“ sem honum hefur þótt vera mistúlkað að einhverju leiti í umræðunni undanfarna daga. Það gerði hann í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, talaði um að mynda starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar. „Það kemur á óvart að heyra þetta frá svona reyndum stjórnmálamanni [Svandísi] að það eigi að skipa starfsstjórn með öðrum forsætisráðherra. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar og er beðin um að sitja áfram fram í kosningar. Það er starfsstjórn,“ sagði Bjarni „Ef menn vilja nýja ríkisstjórn með nýjum forsætisráðherra og öðrum ráðherrum þá mynda menn nýja ríkisstjórn.“ Hann bætti við að ný ríkisstjórn geti bæði verið meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn. Hann sagði að tíma allra yrði betur borgið ef komið yrði á starfsstjórn. Þá væri hægt að koma á mikilvægum málum í gegn fyrir kosningar. „En ef einn þátttakandi í stjórnarsamstarfinu vill ekki sitja í starfssjórn undir þinni forystu?“ spurði Bergsteinn Sigurðsson, stjórnandi þáttarins. „Það væri sögulegt,“ svaraði Bjarni. „Eftir að ég biðst lausnar. Þá er komin yfirlýsing um það að það sé ekki lengur meirihlutastjórn starfandi. Það er ekki meirihlutasamkomulag. Þannig að ráðherrar eru eingöngu að starfa í starfsstjórn og gegna sínum starfsskildum sem ráðherrar, ekki á grundvelli að þeir sitji þar á grundvelli meirihlutastuðnings þingsins.“ Bjarni sagði að hugmynd Svandísar um starfsstjórn með nýjum forssætisráðherra væri „bara einhver furðukenning“ sem hann hefði aldrei heyrt um áður. „Þetta er bara einhver misskilningur því miður.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira