Að halda niðri launum og lifa á loftinu Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 18:02 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er. Samtök atvinnulífsins og aðrir hagaðilar hafa lengi öfundast af lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þegar rætt hefur verið um jöfnun launa þá hafa rökin verið sögð að það væri ekki hægt fyrr en búið væri að samræma lífeyriskerfið. Það varð úr að árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins og kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Jafnframt var samið um að jafna skyldi laun einstakra starfshópa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins til að tryggja að ekki sé kerfislægur launamunur milli markaða. Jöfnunin átti að eiga sér stað á 6-10 árum sem þýðir að henni á að vera lokið árið 2026 í síðasta lagi. Staðan er sú að jöfnun launa okkar í fræðslustarfsemi hefur ekki komið til kastanna. Það er búið að skerða lífeyrisréttindi mín sem fædd er 1971 um 8,7%. Ég hef helgað mig fræðslustarfsemi frá því ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Á þeim tíma hef ég, eins og fjölmargir bætt við mig meistaragráðu og tekið mörg námskeið, sótt ráðstefnur og fundi til að halda mér við í starfi. Raunstaðan er sú að við sem störfum í fræðslugeiranum, erum á botninum þegar það kemur að launaröðun. Þessum hópi hefur verið haldið niðri af aðilum eins og Samtökum atvinnulífsins með þeirri réttlætingu að við séum með betri veikindarétt og meira sumarfrí! Veikindaréttur og sumarfrí greiða ekki reikningana okkar og sumarfríin getum við bara tekið á dýrasta tíma sem hentar ekki endilega veskinu okkar. Nú er sú staða komin upp að við sem störfum sem stjórnendur í grunnskólum fáum orðið ekki umsóknir um laus störf. Þetta er sama staða og leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir í mörg ár. Launin sem við erum að borga eru þannig að við erum ekki samkeppnishæf! Á meðan það er þá munum við ekki efla skólakerfið okkar eða ná þeim árangri sem við væntum. Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að láglaunastefna þeirra í fræðslugeiranum gengur ekki upp. Krafan er sú að staðið verður við gerða samninga og jöfnun launa verði veruleikinn en ekki að skerða eingöngu lífeyrisréttindin okkar. Við eigum betra skilið en svona framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir Varaformaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er. Samtök atvinnulífsins og aðrir hagaðilar hafa lengi öfundast af lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þegar rætt hefur verið um jöfnun launa þá hafa rökin verið sögð að það væri ekki hægt fyrr en búið væri að samræma lífeyriskerfið. Það varð úr að árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins og kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Jafnframt var samið um að jafna skyldi laun einstakra starfshópa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins til að tryggja að ekki sé kerfislægur launamunur milli markaða. Jöfnunin átti að eiga sér stað á 6-10 árum sem þýðir að henni á að vera lokið árið 2026 í síðasta lagi. Staðan er sú að jöfnun launa okkar í fræðslustarfsemi hefur ekki komið til kastanna. Það er búið að skerða lífeyrisréttindi mín sem fædd er 1971 um 8,7%. Ég hef helgað mig fræðslustarfsemi frá því ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Á þeim tíma hef ég, eins og fjölmargir bætt við mig meistaragráðu og tekið mörg námskeið, sótt ráðstefnur og fundi til að halda mér við í starfi. Raunstaðan er sú að við sem störfum í fræðslugeiranum, erum á botninum þegar það kemur að launaröðun. Þessum hópi hefur verið haldið niðri af aðilum eins og Samtökum atvinnulífsins með þeirri réttlætingu að við séum með betri veikindarétt og meira sumarfrí! Veikindaréttur og sumarfrí greiða ekki reikningana okkar og sumarfríin getum við bara tekið á dýrasta tíma sem hentar ekki endilega veskinu okkar. Nú er sú staða komin upp að við sem störfum sem stjórnendur í grunnskólum fáum orðið ekki umsóknir um laus störf. Þetta er sama staða og leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir í mörg ár. Launin sem við erum að borga eru þannig að við erum ekki samkeppnishæf! Á meðan það er þá munum við ekki efla skólakerfið okkar eða ná þeim árangri sem við væntum. Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að láglaunastefna þeirra í fræðslugeiranum gengur ekki upp. Krafan er sú að staðið verður við gerða samninga og jöfnun launa verði veruleikinn en ekki að skerða eingöngu lífeyrisréttindin okkar. Við eigum betra skilið en svona framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir Varaformaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar