Fullveldi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. október 2024 19:02 Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember. Alþingiskosningarnar eru nefnilega þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í langan tíma.og munu að miklu leyti snúast um fullveldi Íslands. Í kosningunum verður tekist á um nýtingu innlendrar orku, öryggi á landamærum Íslands, ráðdeild í ríkisrekstri og ekki síst um fullveldi Íslands. Sótt hefur verið að fullveldinu á hverju ári frá undirritun EES samningsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Sneið fyrir sneið hefur verið skorið af forræði Íslendinga í stórum sem smáum málum. Full ástæða er til að endurskoða EES samninginn. Ísland er ekki það sama og 1993 og þá ekki Evrópa. EES samningurinn hefur enda tekið eðlisbreytingum sem vinda þarf ofan af. Örlagaríkastir hafa orkupakkarnir verið en mismunur á afstöðu Íslands og Evrópu til orkumála var lengstum sú að við Íslendingar litum á orku sem auðlind en Evrópusambandið sem markaðsvöru. Samþykkt á orkupakka 3 hefur valdið því að raforka til heimila hefur stórhækkað undanfarin misseri og enginn virðist hafa eftirlit með þeim fákeppnismarkaði sem nú hefur verið reistur um raforkusölu til almennings. Samkeppniseftirlitið sem er reyndar með sérfræðiþekkingu á verslun með mayones á að hafa eftirlit með samkeppnismarkaði á raforku en ekki verður séð að virkt eftirlit eigi sér stað. Á meðan hækkar orkureikningur heimilanna daglega. Sömu aðilar og ráða fákeppnismarkaði neysluvara og eldsneytis hafa haslað sér völl á raforkumarkaðnum . Neytendur geta breytt neysluvenjum sínum og reynt að spara við sig með því að kaupa ódýrara til heimilisrekstursins en enginn getur verið án rafmagns. Heimilin eru varnarlaus gegn orkuverðshækkunum. Nýjustu vendingar í stjórnmálum hafa í för með sér að framlagning þingmáls vegna Bókunar 35 frestast. Verði bókunin samþykkt verður enn hnykkt á því að Evrópugerðir gangi framar íslenskum lögum. Það kemur í hlut nýs löggjafaþings að afstýra innleiðingu bókunarinnar í íslenskan rétt. Eftir sjö ára tíma hringlanda stöðnunar og óráðsíu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka til hendinni við endurreisn. Verkefnin blasa hvarvetna við en það mikilvægasta er að standa vörð um fullveldi Íslands. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur tekið einarða afstöðu með fullveldi Íslands. Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði virðist hafa gleymt og týnt upprunalegu hlutverki sínu. Það er aðeins einn kostur fyrir þá sem verja vilja fullveldi Íslands, að greiða Miðflokknum atkvæði sitt. Það munar öllu um Miðflokkinn. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember. Alþingiskosningarnar eru nefnilega þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í langan tíma.og munu að miklu leyti snúast um fullveldi Íslands. Í kosningunum verður tekist á um nýtingu innlendrar orku, öryggi á landamærum Íslands, ráðdeild í ríkisrekstri og ekki síst um fullveldi Íslands. Sótt hefur verið að fullveldinu á hverju ári frá undirritun EES samningsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Sneið fyrir sneið hefur verið skorið af forræði Íslendinga í stórum sem smáum málum. Full ástæða er til að endurskoða EES samninginn. Ísland er ekki það sama og 1993 og þá ekki Evrópa. EES samningurinn hefur enda tekið eðlisbreytingum sem vinda þarf ofan af. Örlagaríkastir hafa orkupakkarnir verið en mismunur á afstöðu Íslands og Evrópu til orkumála var lengstum sú að við Íslendingar litum á orku sem auðlind en Evrópusambandið sem markaðsvöru. Samþykkt á orkupakka 3 hefur valdið því að raforka til heimila hefur stórhækkað undanfarin misseri og enginn virðist hafa eftirlit með þeim fákeppnismarkaði sem nú hefur verið reistur um raforkusölu til almennings. Samkeppniseftirlitið sem er reyndar með sérfræðiþekkingu á verslun með mayones á að hafa eftirlit með samkeppnismarkaði á raforku en ekki verður séð að virkt eftirlit eigi sér stað. Á meðan hækkar orkureikningur heimilanna daglega. Sömu aðilar og ráða fákeppnismarkaði neysluvara og eldsneytis hafa haslað sér völl á raforkumarkaðnum . Neytendur geta breytt neysluvenjum sínum og reynt að spara við sig með því að kaupa ódýrara til heimilisrekstursins en enginn getur verið án rafmagns. Heimilin eru varnarlaus gegn orkuverðshækkunum. Nýjustu vendingar í stjórnmálum hafa í för með sér að framlagning þingmáls vegna Bókunar 35 frestast. Verði bókunin samþykkt verður enn hnykkt á því að Evrópugerðir gangi framar íslenskum lögum. Það kemur í hlut nýs löggjafaþings að afstýra innleiðingu bókunarinnar í íslenskan rétt. Eftir sjö ára tíma hringlanda stöðnunar og óráðsíu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka til hendinni við endurreisn. Verkefnin blasa hvarvetna við en það mikilvægasta er að standa vörð um fullveldi Íslands. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur tekið einarða afstöðu með fullveldi Íslands. Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði virðist hafa gleymt og týnt upprunalegu hlutverki sínu. Það er aðeins einn kostur fyrir þá sem verja vilja fullveldi Íslands, að greiða Miðflokknum atkvæði sitt. Það munar öllu um Miðflokkinn. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun