Enn rafmagnslaust á Kúbu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 08:45 Milljónir hafa verið rafmagnslaus frá því á föstudag. Vísir/EPA Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni. Seint í gær var svo gerð önnur tilraun án árangurs. Milljónir manna eru því enn rafmagnslaus og hafa verið það í nærri þrjá daga. Í frétt Reuters um málið er vísað í tilkynningu frá orkumálaráðherra landsins í samskiptaforritinu Telegram þar sem hann sagði verkefnið flókið en að það væri verið að vinna í að koma rafmagni aftur á. Það hefði orðið bilun í vestari hluta kerfisins og rafmagni slegið út aftur, þar með talið í höfuðborginni Havana. Þá segir enn fremur í frétt Reuters að rafmagnsleysið komi á erfiðum tíma. Íbúar landsins búi nú þegar við töluverðan matar-, lyfja- og eldsneytisskort. Fréttamenn miðilsins hafi orðið vitni að tveimur mótmælafundum vegna rafmagnsleysisins. Annar hafi verið haldinn í Marianao og hinn í hverfi í Havana. Lítil internet umferð mælist frá landinu en vegna rafmagnsleysisins reynist fólki erfitt að hlaða tæki sín. Í tilkynningu frá Netblocks, sem halda utan um netnotkun í heiminum, kom fram að eyjan væri mestmegnis internetlaus. Víðtækur eldsneytisskortur Í fréttinni kemur fram að síðustu daga og vikur hafi yfirvöld reglulega þurft að senda starfsfólk stofnanna og kennara heim til að varðveita eldsneyti og orku. Rafmagnsleysi hefur þannig verið nokkuð reglulegt undanfarið og varað í jafnvel 10 til 20 klukkustundir í senn. Yfirvöld hafa kennt lélegum innviðum, skorti á eldsneyti og meiri eftirspurn um. Þá hafi fellibylurinn Milton einnig haft áhrif. Erfitt hefur verið að fá eldsneyti til landsins á sama tíma og Venesúela, Rússland og Mexíkó hafa minnkað útflutning til Kúbu. Frá Venesúela kemur helmingi minna en áður sem hefur leitt til þess að yfirvöld hafa þurft að leita á dýrari markaði. Þá kenna kúbversk yfirvöld einnig bandaríska viðskiptabanninu um auk viðskiptahafta sem voru sett á í stjórnartíð Donald Trump. Bandaríkin segjast ekki eiga neinn hlut að máli. Kúba Orkumál Tengdar fréttir Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Seint í gær var svo gerð önnur tilraun án árangurs. Milljónir manna eru því enn rafmagnslaus og hafa verið það í nærri þrjá daga. Í frétt Reuters um málið er vísað í tilkynningu frá orkumálaráðherra landsins í samskiptaforritinu Telegram þar sem hann sagði verkefnið flókið en að það væri verið að vinna í að koma rafmagni aftur á. Það hefði orðið bilun í vestari hluta kerfisins og rafmagni slegið út aftur, þar með talið í höfuðborginni Havana. Þá segir enn fremur í frétt Reuters að rafmagnsleysið komi á erfiðum tíma. Íbúar landsins búi nú þegar við töluverðan matar-, lyfja- og eldsneytisskort. Fréttamenn miðilsins hafi orðið vitni að tveimur mótmælafundum vegna rafmagnsleysisins. Annar hafi verið haldinn í Marianao og hinn í hverfi í Havana. Lítil internet umferð mælist frá landinu en vegna rafmagnsleysisins reynist fólki erfitt að hlaða tæki sín. Í tilkynningu frá Netblocks, sem halda utan um netnotkun í heiminum, kom fram að eyjan væri mestmegnis internetlaus. Víðtækur eldsneytisskortur Í fréttinni kemur fram að síðustu daga og vikur hafi yfirvöld reglulega þurft að senda starfsfólk stofnanna og kennara heim til að varðveita eldsneyti og orku. Rafmagnsleysi hefur þannig verið nokkuð reglulegt undanfarið og varað í jafnvel 10 til 20 klukkustundir í senn. Yfirvöld hafa kennt lélegum innviðum, skorti á eldsneyti og meiri eftirspurn um. Þá hafi fellibylurinn Milton einnig haft áhrif. Erfitt hefur verið að fá eldsneyti til landsins á sama tíma og Venesúela, Rússland og Mexíkó hafa minnkað útflutning til Kúbu. Frá Venesúela kemur helmingi minna en áður sem hefur leitt til þess að yfirvöld hafa þurft að leita á dýrari markaði. Þá kenna kúbversk yfirvöld einnig bandaríska viðskiptabanninu um auk viðskiptahafta sem voru sett á í stjórnartíð Donald Trump. Bandaríkin segjast ekki eiga neinn hlut að máli.
Kúba Orkumál Tengdar fréttir Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36