Kennarar eru alls konar Anton Már Gylfason skrifar 21. október 2024 07:32 Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um hvernig starfslið skóla skuli saman sett. Í grunn- og framhaldsskólum eiga að starfa menntaðir kennarar og er nánar tiltekið hver sú menntun skuli vera. Í leikskólum eiga að minnsta kosti tveir þriðju hlutar starfsfólks að vera menntaðir kennarar. Þróunin undanfarið hefur þó verið á þann veg á öllum skólastigum og -gerðum að hlutfall kennara – þeirra sem hafa tilskilin leyfi til að sinna kennslu – hefur farið minnkandi ár frá ári. Það er engin tilviljun að samfélagið hafi ákveðið að gera kröfur um að minnsta kosti fimm ára háskólanám og leyfisbréf áður en einstaklingur fær að starfa undir lögvernduðu starfsheiti kennarans. Þetta er fólkið sem samfélagið treystir fyrir því mikilvæga hlutverki að mennta þjóðfélagsþegna framtíðarinnar. Það að sérmenntað fólk sinni þessum störfum er einfaldlega skilvirkasta leiðin til að tryggja að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem samfélagið vill að þeir njóti. Sú staðreynd að á hverju hausti standi stjórnendur skólanna frammi fyrir mönnunarvanda sem virðist ógerningur að leysa er skýr vísbending um að brotalöm sé í kerfinu. Af einhverjum ástæðum eru nauðsynleg störf við skólana fleiri en þeir sérfræðingar sem um þau sækja. Hverjar eru ástæðurnar? Af hverju gengur alltaf verr og verr að manna skólana? Svarið við þessum spurningum er margslungið. Rauði þráðurinn blasir þó við hvar sem borið er niður: Samfélagið hefur ekki fjárfest nægjanlega í kennurum. Að fjárfesta í kennurum þýðir til dæmis að séð sé til þess að hópastærðir séu þannig að kennarar geti sinnt öllum einstaklingum í hópnum á þann hátt að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem við teljum að þeir eigi að njóta og hafi þau tækifæri til menntunar sem samfélagið leggur upp með. Að fjárfesta í kennurum er líka að tryggja að starfumhverfi kennara (og um leið nemenda) sé eins og best verður á kosið; að framboð á námsefni sé fjölbreytt og henti þeim hópi sem það er ætlað, að skólahúsnæði henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og þeim námsaðferðum sem notast er við. Síðast en ekki síst þurfa launakjör kennara að endurspegla þá ábyrgð sem þeir bera og vera jöfn launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Kennarar eru alls konar, við erum stundum hraust, stundum veik, stundum glöð og stundum leið. Kennarar, eins og aðrir, vilja njóta sannmælis og sanngirni þegar kemur að launum og öðrum kjörum. Kennarar vilja líka að um störf þeirra sé fjallað á sanngjarnan hátt. Stjórnmálafólk, fjölmiðlar og við öll getum, með því að velja okkur skynsamlegt sjónarhorn, stuðlað að farsælu skólastarfi – vilji er allt sem þarf. Það er löngu komin tími til að samfélagið sameinist um að fjárfesta í kennurum. Nú, þegar pólitíkusar undirbúa af kappi framboðsræður sínar, er tækifæri til að setja málið á oddinn og gera eitthvað í því. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt því fólk vill að börnum þess líði vel í skólanum og haldi vel undirbúin út í lífið að skólagöngu lokinni, með menntun í farteskinu sem er á pari við það sem best gerist í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Fólk vill að í skólum landsins ríki stöðugleiki. Eina skynsamlega leiðin til þess að nálgast hann er að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um hvernig starfslið skóla skuli saman sett. Í grunn- og framhaldsskólum eiga að starfa menntaðir kennarar og er nánar tiltekið hver sú menntun skuli vera. Í leikskólum eiga að minnsta kosti tveir þriðju hlutar starfsfólks að vera menntaðir kennarar. Þróunin undanfarið hefur þó verið á þann veg á öllum skólastigum og -gerðum að hlutfall kennara – þeirra sem hafa tilskilin leyfi til að sinna kennslu – hefur farið minnkandi ár frá ári. Það er engin tilviljun að samfélagið hafi ákveðið að gera kröfur um að minnsta kosti fimm ára háskólanám og leyfisbréf áður en einstaklingur fær að starfa undir lögvernduðu starfsheiti kennarans. Þetta er fólkið sem samfélagið treystir fyrir því mikilvæga hlutverki að mennta þjóðfélagsþegna framtíðarinnar. Það að sérmenntað fólk sinni þessum störfum er einfaldlega skilvirkasta leiðin til að tryggja að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem samfélagið vill að þeir njóti. Sú staðreynd að á hverju hausti standi stjórnendur skólanna frammi fyrir mönnunarvanda sem virðist ógerningur að leysa er skýr vísbending um að brotalöm sé í kerfinu. Af einhverjum ástæðum eru nauðsynleg störf við skólana fleiri en þeir sérfræðingar sem um þau sækja. Hverjar eru ástæðurnar? Af hverju gengur alltaf verr og verr að manna skólana? Svarið við þessum spurningum er margslungið. Rauði þráðurinn blasir þó við hvar sem borið er niður: Samfélagið hefur ekki fjárfest nægjanlega í kennurum. Að fjárfesta í kennurum þýðir til dæmis að séð sé til þess að hópastærðir séu þannig að kennarar geti sinnt öllum einstaklingum í hópnum á þann hátt að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem við teljum að þeir eigi að njóta og hafi þau tækifæri til menntunar sem samfélagið leggur upp með. Að fjárfesta í kennurum er líka að tryggja að starfumhverfi kennara (og um leið nemenda) sé eins og best verður á kosið; að framboð á námsefni sé fjölbreytt og henti þeim hópi sem það er ætlað, að skólahúsnæði henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og þeim námsaðferðum sem notast er við. Síðast en ekki síst þurfa launakjör kennara að endurspegla þá ábyrgð sem þeir bera og vera jöfn launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Kennarar eru alls konar, við erum stundum hraust, stundum veik, stundum glöð og stundum leið. Kennarar, eins og aðrir, vilja njóta sannmælis og sanngirni þegar kemur að launum og öðrum kjörum. Kennarar vilja líka að um störf þeirra sé fjallað á sanngjarnan hátt. Stjórnmálafólk, fjölmiðlar og við öll getum, með því að velja okkur skynsamlegt sjónarhorn, stuðlað að farsælu skólastarfi – vilji er allt sem þarf. Það er löngu komin tími til að samfélagið sameinist um að fjárfesta í kennurum. Nú, þegar pólitíkusar undirbúa af kappi framboðsræður sínar, er tækifæri til að setja málið á oddinn og gera eitthvað í því. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt því fólk vill að börnum þess líði vel í skólanum og haldi vel undirbúin út í lífið að skólagöngu lokinni, með menntun í farteskinu sem er á pari við það sem best gerist í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Fólk vill að í skólum landsins ríki stöðugleiki. Eina skynsamlega leiðin til þess að nálgast hann er að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar