Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2024 10:04 Ragnar Þór veitir þeim ráð sem hafa hugrekki til að bera að bjóða sig fram í þágu lands og þjóðar. vísir/arnar „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ Þetta ritar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem hefur gefið kost á sér sem oddviti Flokks fólksins, líklega í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á Facebook-síðu sína og býr sig undir harða baráttu. „Þetta orðfæri í minn garð tók ég skjáskot af í síðustu formannskosningum í VR. Og athugið að þetta náði aðeins yfir einn dag og var langt frá því að vera tæmandi. Sumt af því sem skrifað var verður ekki haft eftir hér.“ Ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat Ragnar Þór er greinilega við öllu búinn, hann er að brynja sig og bendir á að þetta sé veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið okkar. „Og ég held að flestir þeir sem taka þátt í stjórnmálum eða verkalýðspólitísku starfi geti samsvarað sig við það sem ég skrifa.“ Ragnar Þór segist ekki vera að kvarta en fjölskyldan hafi auðvitað þurft að finna leiðir til að umgangast slíka orðræðu, þá ekki síst elstu börnin sem eru farin að fylgjast meira með umræðu á samfélagsmiðlum. „Lesa fréttir, fylgjast með pabba sínum í baráttunni, taka afstöðu og þátt í að móta betra samfélag.“ Og verkalýðsleiðtoginn og verðandi pólitíkusinn segir að við þessu séu ráð. Þau hjónin hafi til að mynda ákveðið að setja sér mörk sem eru þau að fara ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat. Það þarf hugrekki til að bjóða sig fram „Og draga þannig úr líkum þess að fara með einhver niðrandi ummæli í maganum eða hausnum þegar við förum að sofa. Þetta tekst ekki alltaf en er ágætis leið fyrir alla þá sem hyggjast bjóða fram krafta sína í komandi Alþingiskosningum.“ Ragnar Þór segir ekki mikla von til að við sem samfélag fáum breytt af leið og tekið öllu fólki og flokkum fagnandi sem bjóða fram krafta sína. En því vildi hann deila þessu ráði til þeirra sem hafi hugrekki til að taka þátt í komandi Alþingiskosningum. Því þetta virki, oftast. Flokkur fólksins Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta ritar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem hefur gefið kost á sér sem oddviti Flokks fólksins, líklega í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á Facebook-síðu sína og býr sig undir harða baráttu. „Þetta orðfæri í minn garð tók ég skjáskot af í síðustu formannskosningum í VR. Og athugið að þetta náði aðeins yfir einn dag og var langt frá því að vera tæmandi. Sumt af því sem skrifað var verður ekki haft eftir hér.“ Ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat Ragnar Þór er greinilega við öllu búinn, hann er að brynja sig og bendir á að þetta sé veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið okkar. „Og ég held að flestir þeir sem taka þátt í stjórnmálum eða verkalýðspólitísku starfi geti samsvarað sig við það sem ég skrifa.“ Ragnar Þór segist ekki vera að kvarta en fjölskyldan hafi auðvitað þurft að finna leiðir til að umgangast slíka orðræðu, þá ekki síst elstu börnin sem eru farin að fylgjast meira með umræðu á samfélagsmiðlum. „Lesa fréttir, fylgjast með pabba sínum í baráttunni, taka afstöðu og þátt í að móta betra samfélag.“ Og verkalýðsleiðtoginn og verðandi pólitíkusinn segir að við þessu séu ráð. Þau hjónin hafi til að mynda ákveðið að setja sér mörk sem eru þau að fara ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat. Það þarf hugrekki til að bjóða sig fram „Og draga þannig úr líkum þess að fara með einhver niðrandi ummæli í maganum eða hausnum þegar við förum að sofa. Þetta tekst ekki alltaf en er ágætis leið fyrir alla þá sem hyggjast bjóða fram krafta sína í komandi Alþingiskosningum.“ Ragnar Þór segir ekki mikla von til að við sem samfélag fáum breytt af leið og tekið öllu fólki og flokkum fagnandi sem bjóða fram krafta sína. En því vildi hann deila þessu ráði til þeirra sem hafi hugrekki til að taka þátt í komandi Alþingiskosningum. Því þetta virki, oftast.
Flokkur fólksins Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira