Myndir þú sætta þig við tólf ára kaupmáttarstöðnun? Sigrún Ólafsdóttir skrifar 24. október 2024 07:03 Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016. Þrátt fyrir þessa stöðu hyggst ríkið bjóða prófessorum áframhaldandi kaupmáttarstöðnun til ársins 2028. Kaupmáttur prófessora mun því standa í stað í 12 ár, frá 2016 til 2028, á meðan kaupmáttur launa á Íslandi eykst að meðaltali um nær 30%. Myndir þú sætta þig við 12 ára stöðnun í kaupmætti þinna launa? Laun prófessora á við meðalsérfræðing Árið 2023 voru meðalheildarlaun prófessora, sem eru með doktorsgráður aðeins um 5% hærri en meðalheildarlaun sérfræðinga á almenna markaðinum, sem alla jafna hafa lokið mun styttra námi og eru jafnvel án meistaragráðu. Meðalheildarlaun lækna, fólks með svipaða námslengd að baki, voru þá um 66% hærri en laun prófessora að meðaltali. Prófessorar og aðrir háskólakennarar hafa lokið fimm til átta ára framhaldsnámi að loknu meistaranámi, sem er yfirleitt fjármagnað með námslánum. Að doktorsnámi loknu er algengt að fólk vinni sem nýdoktorar á lágum launum áður en það fær stöðu við háskóla. Þetta þýðir að háskólakennarar koma mun seinna inn á vinnumarkað en aðrir hópar og því hefjast greiðslur í lífeyrissjóð oft 10 til 15 árum seinna en hjá öðrum. Þeir kaupa húsnæði seinna á ævinni og sum greiða af húsnæðis- og námslánum allt til æviloka. En þrátt fyrir þetta eru laun prófessora litlu hærri en hjá meðalsérfræðingi á almenna markaðnum og þegar svokallaðar ævitekjur eru reiknaðar má telja tapið, vegna námskostnaðar og annarra þátta í tugum milljóna. Háskólakennarar tugum prósenta á eftir í launaþróun Til háskólakennara teljast meðal annarra lektorar, dósentar og prófessorar. Það er staðreynd að kröfur á háskólakennara varðandi kennslu og rannsóknir hafa aukist gífurlega á síðasta áratug á sama tíma og laun þeirra hafa haldist óbreytt í kaupmætti og rýrnað í samanburði við aðrar stéttir kennara. Í krónutölum talið, hækkuðu laun leik,- grunn,- og framhaldsskólakennara um 76-91% á árunum 2014-2023 en á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun háskólakennara einungis um 59%. Og eru kennarar á fyrri skólastigum þó engan veginn ofaldir. Það er því augljóst að það þarf að leiðrétta laun háskólakennara til samræmis við aðra hópa á vinnumarkaði og taka tillit til menntunar við launasetningu. Stjórnvöld verða að fjárfesta í framtíðinni Störf háskólakennara leggja grunn að farsæld til framtíðar og hlutverk þeirra er að efla þekkingu, rannsóknir og nýsköpun á Íslandi — samfélaginu öllu til heilla. Ef við ætlum að tryggja að íslenskir háskólar skipi sér í fremstu röð, skapi ný verðmæti með rannsóknum og mennti ungt fólk til starfa, þá verður að tryggja samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður. Sú menntun sem starf háskólakennarans krefst er í raun orðin afleit fjárfesting fyrir það hæfileikaríka fólk sem brennur fyrir kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Og hvar erum við þá stödd? Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að sýna að þau vilji fjárfesta í framtíð alls menntakerfisins. Slík fjárfesting í kennslu, rannsóknum og vísindum leggur grundvöll að því samfélagi sem við viljum búa til á Íslandi. Höfundur er formaður Félags prófessora við ríkisháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Háskólar Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016. Þrátt fyrir þessa stöðu hyggst ríkið bjóða prófessorum áframhaldandi kaupmáttarstöðnun til ársins 2028. Kaupmáttur prófessora mun því standa í stað í 12 ár, frá 2016 til 2028, á meðan kaupmáttur launa á Íslandi eykst að meðaltali um nær 30%. Myndir þú sætta þig við 12 ára stöðnun í kaupmætti þinna launa? Laun prófessora á við meðalsérfræðing Árið 2023 voru meðalheildarlaun prófessora, sem eru með doktorsgráður aðeins um 5% hærri en meðalheildarlaun sérfræðinga á almenna markaðinum, sem alla jafna hafa lokið mun styttra námi og eru jafnvel án meistaragráðu. Meðalheildarlaun lækna, fólks með svipaða námslengd að baki, voru þá um 66% hærri en laun prófessora að meðaltali. Prófessorar og aðrir háskólakennarar hafa lokið fimm til átta ára framhaldsnámi að loknu meistaranámi, sem er yfirleitt fjármagnað með námslánum. Að doktorsnámi loknu er algengt að fólk vinni sem nýdoktorar á lágum launum áður en það fær stöðu við háskóla. Þetta þýðir að háskólakennarar koma mun seinna inn á vinnumarkað en aðrir hópar og því hefjast greiðslur í lífeyrissjóð oft 10 til 15 árum seinna en hjá öðrum. Þeir kaupa húsnæði seinna á ævinni og sum greiða af húsnæðis- og námslánum allt til æviloka. En þrátt fyrir þetta eru laun prófessora litlu hærri en hjá meðalsérfræðingi á almenna markaðnum og þegar svokallaðar ævitekjur eru reiknaðar má telja tapið, vegna námskostnaðar og annarra þátta í tugum milljóna. Háskólakennarar tugum prósenta á eftir í launaþróun Til háskólakennara teljast meðal annarra lektorar, dósentar og prófessorar. Það er staðreynd að kröfur á háskólakennara varðandi kennslu og rannsóknir hafa aukist gífurlega á síðasta áratug á sama tíma og laun þeirra hafa haldist óbreytt í kaupmætti og rýrnað í samanburði við aðrar stéttir kennara. Í krónutölum talið, hækkuðu laun leik,- grunn,- og framhaldsskólakennara um 76-91% á árunum 2014-2023 en á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun háskólakennara einungis um 59%. Og eru kennarar á fyrri skólastigum þó engan veginn ofaldir. Það er því augljóst að það þarf að leiðrétta laun háskólakennara til samræmis við aðra hópa á vinnumarkaði og taka tillit til menntunar við launasetningu. Stjórnvöld verða að fjárfesta í framtíðinni Störf háskólakennara leggja grunn að farsæld til framtíðar og hlutverk þeirra er að efla þekkingu, rannsóknir og nýsköpun á Íslandi — samfélaginu öllu til heilla. Ef við ætlum að tryggja að íslenskir háskólar skipi sér í fremstu röð, skapi ný verðmæti með rannsóknum og mennti ungt fólk til starfa, þá verður að tryggja samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður. Sú menntun sem starf háskólakennarans krefst er í raun orðin afleit fjárfesting fyrir það hæfileikaríka fólk sem brennur fyrir kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Og hvar erum við þá stödd? Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að sýna að þau vilji fjárfesta í framtíð alls menntakerfisins. Slík fjárfesting í kennslu, rannsóknum og vísindum leggur grundvöll að því samfélagi sem við viljum búa til á Íslandi. Höfundur er formaður Félags prófessora við ríkisháskóla
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun