Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2024 14:09 Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þetta herma heimildir fréttastofu og sömuleiðis að Dagur hafi ekki sóst eftir forystusæti á listanum. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna tillögur sína að listum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í Þróttaraheimilinu klukkan 11 á morgun. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun samkvæmt heimildum skipa efsta sætið í sama kjördæmi og Dagur, það er Reykjavíkurkjördæmi norður, og að Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður skipi efsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá mun Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, skipa annað sætið á eftir Jóhanni Páli. Ragna hefur þegar greint frá því á Facebook að hún muni skipa annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og fyrrverandi forseti ASÍ, greindi frá því í færslu á Facebook skömmu fyrir klukkan 14 að hann myndi skipa þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Kristrún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum 2021 og Helga Vala Helgadóttir lögmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Helga Vala lét af þingmennsku á miðju kjörtímabili. Samfylkingin náði þremur mönnum inn á þing í kosningunum 2021, þar af tvo í Reykjavíkurkjördæmi norður og einn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson við vinnslu fréttarinnar. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu og sömuleiðis að Dagur hafi ekki sóst eftir forystusæti á listanum. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna tillögur sína að listum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í Þróttaraheimilinu klukkan 11 á morgun. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun samkvæmt heimildum skipa efsta sætið í sama kjördæmi og Dagur, það er Reykjavíkurkjördæmi norður, og að Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður skipi efsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá mun Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, skipa annað sætið á eftir Jóhanni Páli. Ragna hefur þegar greint frá því á Facebook að hún muni skipa annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og fyrrverandi forseti ASÍ, greindi frá því í færslu á Facebook skömmu fyrir klukkan 14 að hann myndi skipa þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Kristrún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum 2021 og Helga Vala Helgadóttir lögmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Helga Vala lét af þingmennsku á miðju kjörtímabili. Samfylkingin náði þremur mönnum inn á þing í kosningunum 2021, þar af tvo í Reykjavíkurkjördæmi norður og einn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson við vinnslu fréttarinnar.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25