Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2024 14:04 Hátíðin fer fram sunnudaginn 3. nóvember frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir að mæta. Aðsend Það stendur mikið til í félagsheimilinu Aratungu í Bláskógabyggð á morgun sunnudag þegar fjölmenningarhátíð uppsveita Árnessýslu verður haldin. Þar munu fulltrúar sautján þjóðlanda, sem búa á svæðinu kynna menningu síns lands og bjóða upp á matarsmakk. Í uppsveitum Árnessýslu býr fjölbreyttur hópur fólks, Íslendingar og erlendir íbúar frá löndum eins og Tékklandi, Portúgal, Búlgaríu, Noregi, Eþíópíu, Póllandi og Chile svo einhver lönd séu nefnd. Á hátíðinni í Aratungu, sem stendur frá klukkan 14:00 til 17:00 verður gleðin í fyrirrúmi þar sem fulltrúar landanna kynna menningu síns lands og bjóða upp á eitthvað gott í gogginn frá sínu heimalandi. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu veit allt um hátíð morgundagsins. „Fólk mun kynna landið sitt og við munum spila tónlist frá ýmsum löndum og við verðum með borð þar sem fólk mun kynna mat og list og hvað þessi menning og þjóð stendur fyrir. Svo erum við líka að kynna klúbba og allt sem er að gerast í sveitinni, klúbba sem eru í uppsveitunum því við viljum kynna fyrir fólkinu, sem eru erlendir íbúar sveitarfélaganna hvað sé að gerast og hvað er hægt að gera í uppsveitunum,“ segir Lína. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu, sem hefur verið allt í öllu varðandi skipulagninu fjölmenningarhátíðarinnar í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lína Björg segist vera mjög stolt af framtaki morgundagsins og segist vera mjög spennt fyrir deginum. Hvernig líður þessu fólki í uppsveitum Árnessýslu, er það ánægt eða hvað? „Ég held nefnilega að fólk sé almennt ánægt og ég held að við fáum bara að sjá gleði og glaum á morgun og sjá hversu ánægt það er og ég held það sé líka ánægt að fá aðeins að blómstra og sína hvað það hefur upp á að bjóða,“ segir Lína um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í Aratungu sunnudaginn 3. nóvember. Bláskógabyggð Fjölmenning Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Í uppsveitum Árnessýslu býr fjölbreyttur hópur fólks, Íslendingar og erlendir íbúar frá löndum eins og Tékklandi, Portúgal, Búlgaríu, Noregi, Eþíópíu, Póllandi og Chile svo einhver lönd séu nefnd. Á hátíðinni í Aratungu, sem stendur frá klukkan 14:00 til 17:00 verður gleðin í fyrirrúmi þar sem fulltrúar landanna kynna menningu síns lands og bjóða upp á eitthvað gott í gogginn frá sínu heimalandi. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu veit allt um hátíð morgundagsins. „Fólk mun kynna landið sitt og við munum spila tónlist frá ýmsum löndum og við verðum með borð þar sem fólk mun kynna mat og list og hvað þessi menning og þjóð stendur fyrir. Svo erum við líka að kynna klúbba og allt sem er að gerast í sveitinni, klúbba sem eru í uppsveitunum því við viljum kynna fyrir fólkinu, sem eru erlendir íbúar sveitarfélaganna hvað sé að gerast og hvað er hægt að gera í uppsveitunum,“ segir Lína. Lína Björg Tryggvadóttir byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu, sem hefur verið allt í öllu varðandi skipulagninu fjölmenningarhátíðarinnar í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lína Björg segist vera mjög stolt af framtaki morgundagsins og segist vera mjög spennt fyrir deginum. Hvernig líður þessu fólki í uppsveitum Árnessýslu, er það ánægt eða hvað? „Ég held nefnilega að fólk sé almennt ánægt og ég held að við fáum bara að sjá gleði og glaum á morgun og sjá hversu ánægt það er og ég held það sé líka ánægt að fá aðeins að blómstra og sína hvað það hefur upp á að bjóða,“ segir Lína um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í Aratungu sunnudaginn 3. nóvember.
Bláskógabyggð Fjölmenning Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira