60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar 5. nóvember 2024 18:01 Í nýrri könnun Prósents sem gerð var fyrir Samtök gegn stríði í byrjun september kom í ljós að 60% landsmanna styðja ekki vopnakaup ráðamanna. Þetta gengur þvert á flokka, en ívið fleiri konur eru andvígar eða 72%, á móti 51% karla. Hlutlausir voru 18% og aðeins 22% hlynntir kaupunum. Nú er ég búin að vera að vekja athygli á fyrirhuguðum vopnakaupum ráðamanna í tvo mánuði með greinum og viðtölum. Vopnakaupin stangast bæði á við Stjórnarskrána, Varnarmálalög og landráðakafla Hegningarlaganna, sem og áratuga stefnu Íslendinga að vera friðsöm og herlaus þjóð sem styður aldrei stríð. Auk þess hafa ráðamenn steypt okkur í 10 milljarða skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna þessa og fyrirhuguð er frekari skuld upp á 24 milljarða næstu árin. Þetta þurfa komandi kynslóðir að borga. Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur tekið málefnið upp og einarða afstöðu gegn vopnakaupunum. Í stefnuskrá flokksins segir að við séum friðsamt land sem eigum að beita okkur frekar að friðarsamningum heldur en að kaupa vopn. Í könnuninni kemur fram að 74% kjósenda Flokks fólksins eru andvígir kaupunum, 68% kjósenda Miðflokksins, 66% kjósenda Sósíalistaflokksins, 61% kjósenda Framsóknarflokksins, sem og Vinstri grænna, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Pírata og 57% kjósenda Samfylkingar. Af hverju hafa þessir flokkar samþykkt vopnakaupin? Eru þeir ekki á þingi í umboði kjósenda? Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru harðsvírastir með eingöngu 44% á móti, enda eru aðaltalsmenn vopnakaupanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Bjarni Benediktsson í þeim flokki. Hins vegar eru 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins óákveðnir og er það hæsta hlutfallið með Pírötum 29%. Einungis 32% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnakaupunum. Með þessum gjörðum sínum eru ráðamenn orðnir landráðamenn með því að gera Ísland að óvini kjarnorkuþjóðar og þar með að skotmarki. Við áttum ljómandi gott og gjöfult viðskiptasamband við Rússland í næstum hálfa öld sem Þórdís Kolbrún eyðilagði með einu pennastriki þegar hún rak sendiherrann úr landi. Það mætti halda að þessum ofangreindu ráðamönnum sé illa við landsmenn, ekki aðeins með því að eyðileggja fyrir blómlegum útflutningsfyrirtækjum, heldur vilji beinlínis kalla yfir okkur kjarnorkusprengju. Þessir tveir ráðherrar eru væntanlega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð með varasjóðum í útlöndum þegar Ísland verður óbyggilegt vegna geislunar. Þetta er stórhættuleg þróun sem við í Lýðræðisflokkinum viljum snúa við. Við erum lítil og afskekkt þjóð, lengst norður í ballarhafi, ósjálfbær í matarframleiðslu og það er okkur lífsnauðsynlegt að halda góðu sambandi við allar þjóðir heimsins – líka Rússland. Ég vona heitt og innilega að kjósendur átti sig á þessari hættulegu þróun og kjósi að Ísland muni eiga framtíð. Að hér muni ekki ríkja kjarnorkuvetur í áratugi. Að þeir kjósi Lýðræðisflokkinn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hún er ábyrgðarmaður Samtaka gegn stríði sem eru nýstofnuð samtök en Haraldur Ólafsson er meðstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun Prósents sem gerð var fyrir Samtök gegn stríði í byrjun september kom í ljós að 60% landsmanna styðja ekki vopnakaup ráðamanna. Þetta gengur þvert á flokka, en ívið fleiri konur eru andvígar eða 72%, á móti 51% karla. Hlutlausir voru 18% og aðeins 22% hlynntir kaupunum. Nú er ég búin að vera að vekja athygli á fyrirhuguðum vopnakaupum ráðamanna í tvo mánuði með greinum og viðtölum. Vopnakaupin stangast bæði á við Stjórnarskrána, Varnarmálalög og landráðakafla Hegningarlaganna, sem og áratuga stefnu Íslendinga að vera friðsöm og herlaus þjóð sem styður aldrei stríð. Auk þess hafa ráðamenn steypt okkur í 10 milljarða skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna þessa og fyrirhuguð er frekari skuld upp á 24 milljarða næstu árin. Þetta þurfa komandi kynslóðir að borga. Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur tekið málefnið upp og einarða afstöðu gegn vopnakaupunum. Í stefnuskrá flokksins segir að við séum friðsamt land sem eigum að beita okkur frekar að friðarsamningum heldur en að kaupa vopn. Í könnuninni kemur fram að 74% kjósenda Flokks fólksins eru andvígir kaupunum, 68% kjósenda Miðflokksins, 66% kjósenda Sósíalistaflokksins, 61% kjósenda Framsóknarflokksins, sem og Vinstri grænna, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Pírata og 57% kjósenda Samfylkingar. Af hverju hafa þessir flokkar samþykkt vopnakaupin? Eru þeir ekki á þingi í umboði kjósenda? Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru harðsvírastir með eingöngu 44% á móti, enda eru aðaltalsmenn vopnakaupanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Bjarni Benediktsson í þeim flokki. Hins vegar eru 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins óákveðnir og er það hæsta hlutfallið með Pírötum 29%. Einungis 32% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnakaupunum. Með þessum gjörðum sínum eru ráðamenn orðnir landráðamenn með því að gera Ísland að óvini kjarnorkuþjóðar og þar með að skotmarki. Við áttum ljómandi gott og gjöfult viðskiptasamband við Rússland í næstum hálfa öld sem Þórdís Kolbrún eyðilagði með einu pennastriki þegar hún rak sendiherrann úr landi. Það mætti halda að þessum ofangreindu ráðamönnum sé illa við landsmenn, ekki aðeins með því að eyðileggja fyrir blómlegum útflutningsfyrirtækjum, heldur vilji beinlínis kalla yfir okkur kjarnorkusprengju. Þessir tveir ráðherrar eru væntanlega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð með varasjóðum í útlöndum þegar Ísland verður óbyggilegt vegna geislunar. Þetta er stórhættuleg þróun sem við í Lýðræðisflokkinum viljum snúa við. Við erum lítil og afskekkt þjóð, lengst norður í ballarhafi, ósjálfbær í matarframleiðslu og það er okkur lífsnauðsynlegt að halda góðu sambandi við allar þjóðir heimsins – líka Rússland. Ég vona heitt og innilega að kjósendur átti sig á þessari hættulegu þróun og kjósi að Ísland muni eiga framtíð. Að hér muni ekki ríkja kjarnorkuvetur í áratugi. Að þeir kjósi Lýðræðisflokkinn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hún er ábyrgðarmaður Samtaka gegn stríði sem eru nýstofnuð samtök en Haraldur Ólafsson er meðstjórnandi.
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar