Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 12:15 Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Vinstrið mun bera sigur úr býtum í komandi kosningum, að mati fráfarandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að Samfylkingin og Viðreisn muni mynda ríkisstjórn að öllu óbreyttu. Þjóðin þurfi að ákveða hvað hún vilji. Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddu komandi þingkosningar í Sprengisandi í morgun nú þegar að sex dagar eru til stefnu. Að mati Eiríks bendir allt til sögulegustu kosninga í háa herrans tíð. Óli segist eiga von á því að það verði mynduð vinstri stjórn hér á landi eftir kosningar og telur Viðreisn í flokk vinstriflokka. „Ég lít á þessar kosningar í rauninni sem kosningar um það hvort að Íslendingar vilja að hér komist til valda vinstristjórn og þá er það niðurstaðan eða hvort menn vilja að hér verði ríkjandi borgaraleg stjórn.“ Viðreisn og Samfylking muni mynda ríkisstjórn Að hans mati er það ljóst að Viðreisn og Samfylkingin muni taka höndum saman að loknum kosningum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn hefur mælst verulega illa í skoðanakönnunum. Hann mældist nýlega með 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents en 16 prósent í könnun Gallup. „Það sem við erum að horfa upp á í fyrsta skipti að minnsta kosti hér á Íslandi með þeim hætti sem er að gerast núna er að hinn borgaralegi vængur stjórnmálanna á Íslandi er að tvístrast, sundrungin, átti sér alltaf stað vinstra megin.“ Aðrir flokkar popúlískir Aðrir flokkar sem kenni sig við hægrimennsku séu popúlískir og byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Hann segir eitt af því jákvæða í kosningabaráttunni að sínu mati vera að hægri sveifla virðist vera að myndast meðal ungs fólks. „Þið verðið að átta ykkur á því að ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög borgaralega sinnað, hægra fólk sem vill fá að lifa lífinu, vill aukið frelsi í samfélaginu og vill fá að móta sína eigin framtíð og fá tækifæri til þess.“ Eiríkur tók að einhverju leyti undir orð Óla og segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni ímyndar og skilgreiningar krísu. Flokkurinn þurfi að ákveða hvort hann halli sér í átt að íhaldi eða frjálslyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn er að missa fylgi íhalds megin til Miðflokks og frjálslyndis megin, í mínum skilningi, til Viðreisnar og er lendir í ákveðnum vandræðum þarna á milli. Þannig hef ég lesið þetta.“ Óli Björn segir þarna spila inn í að á undanförnum árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað talað fyrir sinni eigin pólitík og vísar í fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Í ríkisstjórn verða flokkar að vera tilbúnir að miðla málum. Koma til móts við samstarfsflokka sína og svo framvegis. Það eru einhvers staðar sársaukamörk og ég er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið yfir þessi sársaukamörk á undanförnum árum og það er megin skýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vandræðum sem hann er í.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddu komandi þingkosningar í Sprengisandi í morgun nú þegar að sex dagar eru til stefnu. Að mati Eiríks bendir allt til sögulegustu kosninga í háa herrans tíð. Óli segist eiga von á því að það verði mynduð vinstri stjórn hér á landi eftir kosningar og telur Viðreisn í flokk vinstriflokka. „Ég lít á þessar kosningar í rauninni sem kosningar um það hvort að Íslendingar vilja að hér komist til valda vinstristjórn og þá er það niðurstaðan eða hvort menn vilja að hér verði ríkjandi borgaraleg stjórn.“ Viðreisn og Samfylking muni mynda ríkisstjórn Að hans mati er það ljóst að Viðreisn og Samfylkingin muni taka höndum saman að loknum kosningum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn hefur mælst verulega illa í skoðanakönnunum. Hann mældist nýlega með 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents en 16 prósent í könnun Gallup. „Það sem við erum að horfa upp á í fyrsta skipti að minnsta kosti hér á Íslandi með þeim hætti sem er að gerast núna er að hinn borgaralegi vængur stjórnmálanna á Íslandi er að tvístrast, sundrungin, átti sér alltaf stað vinstra megin.“ Aðrir flokkar popúlískir Aðrir flokkar sem kenni sig við hægrimennsku séu popúlískir og byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Hann segir eitt af því jákvæða í kosningabaráttunni að sínu mati vera að hægri sveifla virðist vera að myndast meðal ungs fólks. „Þið verðið að átta ykkur á því að ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög borgaralega sinnað, hægra fólk sem vill fá að lifa lífinu, vill aukið frelsi í samfélaginu og vill fá að móta sína eigin framtíð og fá tækifæri til þess.“ Eiríkur tók að einhverju leyti undir orð Óla og segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni ímyndar og skilgreiningar krísu. Flokkurinn þurfi að ákveða hvort hann halli sér í átt að íhaldi eða frjálslyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn er að missa fylgi íhalds megin til Miðflokks og frjálslyndis megin, í mínum skilningi, til Viðreisnar og er lendir í ákveðnum vandræðum þarna á milli. Þannig hef ég lesið þetta.“ Óli Björn segir þarna spila inn í að á undanförnum árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað talað fyrir sinni eigin pólitík og vísar í fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Í ríkisstjórn verða flokkar að vera tilbúnir að miðla málum. Koma til móts við samstarfsflokka sína og svo framvegis. Það eru einhvers staðar sársaukamörk og ég er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið yfir þessi sársaukamörk á undanförnum árum og það er megin skýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vandræðum sem hann er í.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira