Svarar Kára fullum hálsi Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 26. nóvember 2024 11:40 Snorri Másson segir gagnrýni Kára Stefánssonar boða gott í kosningabaráttu. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík suður, telur það boða gott að Stefán heitinn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, hafi vitjað sonar síns Kára Stefánssonar í draumi vegna þingframboðs Snorra. Kári greindi frá þessum draumi í grein sem hann birti á Vísi í gær, en þar ræddi hann um gagnrýni Snorra á ríkisútvarpið sem hann vill meina að hafi fjallað með ósanngjörnum hætti um Miðflokkinn. Kári gat ekki fallist á það og sagði að í draumnum hefði Stefán sagt honum að þegar stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum eigin flokks myndu þeir annað hvort skipta um flokk eða kenna RÚV um vandann. „Ykkur feðgum verður rætt um RÚV en gætið þess ekki að hlutverk RÚV var annars eðlis á tuttugustu öld, á tímum hinnar krúttlegu ríkiseinokunar á ljósvakaumræðu,“ segir Snorri í svargrein sem hann birtir á Vísi. „Vandinn er sá að taktarnir frá einokunartímanum hverfa ekki svo glatt. Í umhverfi nútímans virðist óhjákvæmilegt að ríkismiðlinum verði misbeitt í þágu ákveðinna sjónarmiða í átökum stríðandi fylkinga. Á það ber að benda, þótt flestir þegi þunnu hljóði. Sannleikanum er hver sárreiðastur.“ Synir eigi ekki taka upp afstöðu feðra gagnvart RÚV Snorri segir eðlilegt fyrir föður Kára að taka upp varnir fyrir RÚV, enda hafi hann unnið hjá útvarpinu. Þá bendir hann á að faðir hans hafi líka starfað hjá stofnuninni. „Ég tel það þó ábyrgð nútímamannsins að taka ekki afstöðu föður síns til ríkismiðilsins upp óbreytta.“ Gagnrýni Snorra sneri að því að honum þótti tekið með ólíkum hætti á Miðflokknum og Samfylkingunni í myndböndum sem birtust á vegum RÚV, en þar var minnst á að jöfnuður væri í meginstefnu Samfylkingarinnar. Þetta fær Snorra til að rifja upp fyrstu kynni þeirra tveggja. Hafi hótað menntskælingnum Snorra handalögmálum „RÚV hrósar jafnaðarhugsjón Samfylkingarinnar og þú segir jöfnuð sjálfsagt mál. Rifjast þá upp fyrir mér okkar fyrstu kynni. Þau urðu á kaffihúsi í miðbænum að vori fyrir sléttum tíu árum, þar sem ég sat í sakleysi mínu og las undir próf. Hringlaga kaffihúsborðin voru svo lítil að ég hafði tekið undir mig tvö, annað fyrir fartölvuna og hitt fyrir bækur og kaffi,“ skrifar Snorri. „Kaffihúsið var fullsetið og þegar þú hafðir fengið þinn bolla leistu yfir salinn í leit að borði. Þú komst fljótt auga á það hvernig þessi ósvífni menntaskólanemi hafði skipað sínum málum, þér misbauð óréttlætið, gekkst þá til mín og gerðir skýrt tilkall til annars borðsins míns. Raunar var þér svo í mun að framfylgja réttlætinu að þú hótaðir mér því kurteislega að komið gæti til barsmíða ef ég yrði ekki að ósk þinni. Mér var ekki stætt á öðru en að fallast á skilmálana. Áttum við sessunautar í kjölfarið vinalegt samtal um suðurameríska ljóðlist. Þetta var þín jafnaðarhugsjón í verki.“ Miðflokksmenn leggi áherslu á háttprýði Snorri fjallar frekar um samskipti hans og Kára í gegnum tíðina. Kári hafi sagt í viðtali við hann að það væri erfitt að vera auðugur sósíalisti. Jafnframt hafi Kári oft rætt um möguleika á að það kæmi til handalögmála á milli þeirra. „Við höfum þó ekki látið verða af því. Því miður verður það sífellt ólíklegra enda stefni ég á þingsetu og við í Miðflokknum leggjum nú sérstaka áherslu á háttprýði í allri okkar framgöngu,“ segir Snorri. „Athugaðu þó að ég veigra mér síst við viðureigninni sökum aldursþróunar þín megin. Þú verður hraustari með hverju árinu. Er það mikil gæfa, enda er ljóst að þér mun endast aldur til mikilvægra verka.“ Fyrirgefur Kára allt Að mati Snorra á Kári verk fyrir höndum til að endurheimta aðdáun þeirra sem sendu honum að slík skrif Kára væru gæðastimpill. „Það er miður að ónákvæmnisfár vísindamanns í faraldri hafi valdið slíkum vonbrigðum, þótt persónulega fyrirgefi ég þér allt. Ég veit að vísindin á þessum tíma voru breytilegri en breytilegustu loftslagsvísindi.“ Að lokum segir Snorri að hann voni að Kári muni átta sig á því að áherslur Miðflokksins muni standast tímans tönn. „Von mín er sú að málflutningur okkar muni eldast vel og jafnvel betur en Kári Stefánsson,“ segir Snorri sem líkt og Kári endar grein sína með því að lýsa aðdáun sinni á mótherjanum í þessari ritdeilu. „Aðdáandi þinn í Miðflokknum, Snorri Másson“ Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira
Kári greindi frá þessum draumi í grein sem hann birti á Vísi í gær, en þar ræddi hann um gagnrýni Snorra á ríkisútvarpið sem hann vill meina að hafi fjallað með ósanngjörnum hætti um Miðflokkinn. Kári gat ekki fallist á það og sagði að í draumnum hefði Stefán sagt honum að þegar stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum eigin flokks myndu þeir annað hvort skipta um flokk eða kenna RÚV um vandann. „Ykkur feðgum verður rætt um RÚV en gætið þess ekki að hlutverk RÚV var annars eðlis á tuttugustu öld, á tímum hinnar krúttlegu ríkiseinokunar á ljósvakaumræðu,“ segir Snorri í svargrein sem hann birtir á Vísi. „Vandinn er sá að taktarnir frá einokunartímanum hverfa ekki svo glatt. Í umhverfi nútímans virðist óhjákvæmilegt að ríkismiðlinum verði misbeitt í þágu ákveðinna sjónarmiða í átökum stríðandi fylkinga. Á það ber að benda, þótt flestir þegi þunnu hljóði. Sannleikanum er hver sárreiðastur.“ Synir eigi ekki taka upp afstöðu feðra gagnvart RÚV Snorri segir eðlilegt fyrir föður Kára að taka upp varnir fyrir RÚV, enda hafi hann unnið hjá útvarpinu. Þá bendir hann á að faðir hans hafi líka starfað hjá stofnuninni. „Ég tel það þó ábyrgð nútímamannsins að taka ekki afstöðu föður síns til ríkismiðilsins upp óbreytta.“ Gagnrýni Snorra sneri að því að honum þótti tekið með ólíkum hætti á Miðflokknum og Samfylkingunni í myndböndum sem birtust á vegum RÚV, en þar var minnst á að jöfnuður væri í meginstefnu Samfylkingarinnar. Þetta fær Snorra til að rifja upp fyrstu kynni þeirra tveggja. Hafi hótað menntskælingnum Snorra handalögmálum „RÚV hrósar jafnaðarhugsjón Samfylkingarinnar og þú segir jöfnuð sjálfsagt mál. Rifjast þá upp fyrir mér okkar fyrstu kynni. Þau urðu á kaffihúsi í miðbænum að vori fyrir sléttum tíu árum, þar sem ég sat í sakleysi mínu og las undir próf. Hringlaga kaffihúsborðin voru svo lítil að ég hafði tekið undir mig tvö, annað fyrir fartölvuna og hitt fyrir bækur og kaffi,“ skrifar Snorri. „Kaffihúsið var fullsetið og þegar þú hafðir fengið þinn bolla leistu yfir salinn í leit að borði. Þú komst fljótt auga á það hvernig þessi ósvífni menntaskólanemi hafði skipað sínum málum, þér misbauð óréttlætið, gekkst þá til mín og gerðir skýrt tilkall til annars borðsins míns. Raunar var þér svo í mun að framfylgja réttlætinu að þú hótaðir mér því kurteislega að komið gæti til barsmíða ef ég yrði ekki að ósk þinni. Mér var ekki stætt á öðru en að fallast á skilmálana. Áttum við sessunautar í kjölfarið vinalegt samtal um suðurameríska ljóðlist. Þetta var þín jafnaðarhugsjón í verki.“ Miðflokksmenn leggi áherslu á háttprýði Snorri fjallar frekar um samskipti hans og Kára í gegnum tíðina. Kári hafi sagt í viðtali við hann að það væri erfitt að vera auðugur sósíalisti. Jafnframt hafi Kári oft rætt um möguleika á að það kæmi til handalögmála á milli þeirra. „Við höfum þó ekki látið verða af því. Því miður verður það sífellt ólíklegra enda stefni ég á þingsetu og við í Miðflokknum leggjum nú sérstaka áherslu á háttprýði í allri okkar framgöngu,“ segir Snorri. „Athugaðu þó að ég veigra mér síst við viðureigninni sökum aldursþróunar þín megin. Þú verður hraustari með hverju árinu. Er það mikil gæfa, enda er ljóst að þér mun endast aldur til mikilvægra verka.“ Fyrirgefur Kára allt Að mati Snorra á Kári verk fyrir höndum til að endurheimta aðdáun þeirra sem sendu honum að slík skrif Kára væru gæðastimpill. „Það er miður að ónákvæmnisfár vísindamanns í faraldri hafi valdið slíkum vonbrigðum, þótt persónulega fyrirgefi ég þér allt. Ég veit að vísindin á þessum tíma voru breytilegri en breytilegustu loftslagsvísindi.“ Að lokum segir Snorri að hann voni að Kári muni átta sig á því að áherslur Miðflokksins muni standast tímans tönn. „Von mín er sú að málflutningur okkar muni eldast vel og jafnvel betur en Kári Stefánsson,“ segir Snorri sem líkt og Kári endar grein sína með því að lýsa aðdáun sinni á mótherjanum í þessari ritdeilu. „Aðdáandi þinn í Miðflokknum, Snorri Másson“
Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira