Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 26. nóvember 2024 14:32 Hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á þær greinar ferðaþjónustu sem enn eru í 11% þrepinu eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2017 fóru slíkar hugmyndir á flug. Hingað og ekki lengra sögðum við Sjálfstæðismenn þá - og segjum enn. Þessa dagana sjá ýmsir sér þó leik á borði. Ferðaþjónustan er gerð að blóraböggli og kennt um þenslu síðustu ára. Og vond hugmynd um hækkun virðisaukaskatts er komin aftur á flug. Nú síðast steig oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fram og boðaði auknar álögur í leit sinni að atkvæðum. Öflugri ferðaþjónusta fyrir okkur öll Það er ekki að ástæðulausu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sig upp á móti þessari hugmynd. Ferðaþjónusta er ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og kappkosta þarf við að standa vörð um samkeppnishæfni hennar á heimsvísu. Ekki síður en um sjávarútveg og íslenskt hugvit. Til þess þarf rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist í okkar helstu samkeppnislöndum. Að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu gengur þvert á það markmið. Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn kjósi að sækja Ísland heim. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur styrkt stoðir efnahagslífsins, aukið fjölbreytileika við öflun gjaldeyristekna og fjölgað störfum svo eitthvað sé nefnt. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu nærri 9% af verðmætasköpun landsins og útflutningstekjur greinarinnar samtals um 600 milljarðar króna, eða þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Þessi verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi. Hvernig sem málinu er velt, er ljóst að hækkun virðisaukaskatts mun leggja stein í götu verðmætasköpunar íslenskrar ferðaþjónustu, draga úr umsvifum, veikja greinina og vaxtartækifæri hennar í framtíðinni. Láttu ekki blekkjast Það er lágmarkskrafa að álagning skatta og gjalda, hvort sem er á fólk eða fyrirtæki, sé ekki óþarflega íþyngjandi og taki mið af samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðamarkaði. Háir skattar eru ekki ávísun á meiri tekjur í ríkiskassann ef þrótturinn er þannig dreginn úr atvinnulífinu. Vörumst gylliboð frá vinstri og látum ekki blekkjast af hugmyndum af þessum toga. Þvert á móti ætti að kappkosta við að lækka álögur þar sem því verður viðkomið - sem og einfalda regluverk - til að styrkja samkeppnishæfni Íslands og íslenskra atvinnugreina. Fyrir það stendur Sjálfstæðisflokkurinn, hér eftir sem hingað til. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á þær greinar ferðaþjónustu sem enn eru í 11% þrepinu eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2017 fóru slíkar hugmyndir á flug. Hingað og ekki lengra sögðum við Sjálfstæðismenn þá - og segjum enn. Þessa dagana sjá ýmsir sér þó leik á borði. Ferðaþjónustan er gerð að blóraböggli og kennt um þenslu síðustu ára. Og vond hugmynd um hækkun virðisaukaskatts er komin aftur á flug. Nú síðast steig oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fram og boðaði auknar álögur í leit sinni að atkvæðum. Öflugri ferðaþjónusta fyrir okkur öll Það er ekki að ástæðulausu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sig upp á móti þessari hugmynd. Ferðaþjónusta er ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og kappkosta þarf við að standa vörð um samkeppnishæfni hennar á heimsvísu. Ekki síður en um sjávarútveg og íslenskt hugvit. Til þess þarf rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist í okkar helstu samkeppnislöndum. Að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu gengur þvert á það markmið. Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn kjósi að sækja Ísland heim. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur styrkt stoðir efnahagslífsins, aukið fjölbreytileika við öflun gjaldeyristekna og fjölgað störfum svo eitthvað sé nefnt. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu nærri 9% af verðmætasköpun landsins og útflutningstekjur greinarinnar samtals um 600 milljarðar króna, eða þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Þessi verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi. Hvernig sem málinu er velt, er ljóst að hækkun virðisaukaskatts mun leggja stein í götu verðmætasköpunar íslenskrar ferðaþjónustu, draga úr umsvifum, veikja greinina og vaxtartækifæri hennar í framtíðinni. Láttu ekki blekkjast Það er lágmarkskrafa að álagning skatta og gjalda, hvort sem er á fólk eða fyrirtæki, sé ekki óþarflega íþyngjandi og taki mið af samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðamarkaði. Háir skattar eru ekki ávísun á meiri tekjur í ríkiskassann ef þrótturinn er þannig dreginn úr atvinnulífinu. Vörumst gylliboð frá vinstri og látum ekki blekkjast af hugmyndum af þessum toga. Þvert á móti ætti að kappkosta við að lækka álögur þar sem því verður viðkomið - sem og einfalda regluverk - til að styrkja samkeppnishæfni Íslands og íslenskra atvinnugreina. Fyrir það stendur Sjálfstæðisflokkurinn, hér eftir sem hingað til. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar