Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 10:42 Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi. Borgararéttindi Það sem dró mig upphaflega að Pírötum, löngu áður en ég fór að taka þátt í starfinu voru opin og heiðarleg stjórnmál, borgararéttindi, valdefling almennings í gegnum opin lýðræðisleg kerfi, frelsi og mannréttindi í stafrænum heimi. Allt þetta framreiddu Píratar með sínum einstaka pönkaralega stíl. Fólkið fram yfir KERFIÐ Píratar hafa alltaf verið framsækin flokkur með stórar róttækar hugmyndir. Fyrir tíma Pírata þekktist það nánast ekki að flokkar sætu þegjandi undir því þegar annað stjórnmálafólk tileinkaði sér hugmyndir þeirra og hugsjónir. Píratar eru öðruvísi flokkur sem talar fyrir öðruvísi stjórnmálum. Píratar fagna því þegar annað stjórnmálafólk fer að tala eins og Pírati. Þessar hugsjónir eru oft óvinsælar þegar þær eru fyrst settar fram en verða svo hluti af umræðunni og þarna grundvallast mikilvægi Pírata. Fyrir nokkrum árum þá þótti það róttæk skoðun að afglæpavæða vímuefni, hætta að refsa notendum og hjálpa þeim frekar. Píratar voru óhrædd að setja þetta mikilvæga heilbrigðismál á dagskrá og í dag þykir þetta mjög eðlilegt stefnumál. Eitthvað sem hægt er að kalla „main stream“ þetta má sjá á stefnuskrá margra flokka sem hafa nákvæmlega þetta stóra Píratamál á sinni stefnuskrá. Píratar vilja að þú ráðir Beint lýðræði var ekki á dagskrá fyrir svo mörgum árum en er það nú. Margir flokkar tala fyrir auknum þjóðaratkvæðagreiðslum í tengslum við stærri mál er snerta þjóðina eins t.d. ESB og aðild að NATO. Þrátt fyrir að flokkar vísi ekki með beinum hætti í beint lýðræði þá er það öllum ljóst sem vilja sjá að þessi málflutningur talar fyrir auknu beinu lýðræði. Nakti keisarinn Gagnsæ stjórnmál hafa líka rutt sér meira til rúms með tilkomu Pírata og mikið hefur verið hnýtt í þingfólk flokksins vegna fjölda fyrirspurna, sem hafa meðal annars leitt til þess að almenningur hefur fengið upplýsingar er varða þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Mér þykir mikilvægt að benda á að Píratar eru einstök rödd í íslenskum stjórnmálum sem hafa rutt braut margra þeirra stefnumála sem aðrir flokkar boða nú og þykja sjálfsögð. Það háir Pírötum svolítið að slæmt umtal sem skapast þegar brautin er rudd, og það umtal virðist oft loða við okkur og við eigum erfitt með að hrista stimpilinn af okkur. Eins og þegar brautin fyrir afglæpavæðingu var rudd þá skapaðist stemning fyrir því að mála flokkinn sem hassreykjandi kjána vegna þessara “róttæku” hugmynda. Treystir þú Alþingi án Pírata? Það að koma málum á dagskrá er ekki alltaf vinsælt, það gefur Pírötum yfirleitt ekki gott umtal og skapar oft “óstjórntæka” ímynd af flokknum, Það má spyrja sig hvort það sé ásættanlegur fórnarkostnaður en þegar allt kemur til alls, þá munu Píratar aldrei skorast undan því að taka slagi þegar þess þarf eða skipta um skoðun ef að samferðafólk okkar - hvort sem er úti í samfélaginu eða í stjórnmálum - færir okkur nýjar upplýsingar sem skipta máli fyrir umræðuna. Píratar vilja mest af öllu leiða saman ólík sjónarmið frá öllum hornum samfélagsins svo hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Ég skrifa þennan pistil vegna þess að Píratar fagna því þegar aðrir flokkar af heiðarleika og hugsjón taka upp okkar mál og gera þau að sínum eigin. Það er nefnilega ein af grunnstefnum Pírata að styðja góð mál sama hvaðan þau koma. Öll mál hafa áhrif á “allt hitt” Píratar eru með gríðarlega metnaðarfullar stefnur, þar ber kannski helst að nefna í ljósi þeirra mála sem helst eru í forgrunni í þessum kosningum, húsnæðisstefnu, menntastefnu og efnahagsstefnu. Það eru málefni sem margir flokkar virðast vera sammála um og virðast einnig vera sammála um útfærsluna. Ég minni á að Píratar styðja alltaf góð mál sama hvaðan þau koma. Það eru hinsvegar öðruvísi aðferðir, öðruvísi nálgun og öðruvísi umræða sem ræður því að ég kýs Pírata. Mig langar til að biðja ykkur að hafa þetta í huga þegar þið gangið inn í kjörklefann á laugardaginn og spyrja ykkur að eftirfarandi spurningu: “Hafa Píratar haft áhrif á samfélagið og þykir þér þau áhrif mikilvæg?” Ef þú vilt framsækinn, róttækan flokk sem þorir að sameina ólík sjónarmið þá ættir þú að setja X við P. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi. Borgararéttindi Það sem dró mig upphaflega að Pírötum, löngu áður en ég fór að taka þátt í starfinu voru opin og heiðarleg stjórnmál, borgararéttindi, valdefling almennings í gegnum opin lýðræðisleg kerfi, frelsi og mannréttindi í stafrænum heimi. Allt þetta framreiddu Píratar með sínum einstaka pönkaralega stíl. Fólkið fram yfir KERFIÐ Píratar hafa alltaf verið framsækin flokkur með stórar róttækar hugmyndir. Fyrir tíma Pírata þekktist það nánast ekki að flokkar sætu þegjandi undir því þegar annað stjórnmálafólk tileinkaði sér hugmyndir þeirra og hugsjónir. Píratar eru öðruvísi flokkur sem talar fyrir öðruvísi stjórnmálum. Píratar fagna því þegar annað stjórnmálafólk fer að tala eins og Pírati. Þessar hugsjónir eru oft óvinsælar þegar þær eru fyrst settar fram en verða svo hluti af umræðunni og þarna grundvallast mikilvægi Pírata. Fyrir nokkrum árum þá þótti það róttæk skoðun að afglæpavæða vímuefni, hætta að refsa notendum og hjálpa þeim frekar. Píratar voru óhrædd að setja þetta mikilvæga heilbrigðismál á dagskrá og í dag þykir þetta mjög eðlilegt stefnumál. Eitthvað sem hægt er að kalla „main stream“ þetta má sjá á stefnuskrá margra flokka sem hafa nákvæmlega þetta stóra Píratamál á sinni stefnuskrá. Píratar vilja að þú ráðir Beint lýðræði var ekki á dagskrá fyrir svo mörgum árum en er það nú. Margir flokkar tala fyrir auknum þjóðaratkvæðagreiðslum í tengslum við stærri mál er snerta þjóðina eins t.d. ESB og aðild að NATO. Þrátt fyrir að flokkar vísi ekki með beinum hætti í beint lýðræði þá er það öllum ljóst sem vilja sjá að þessi málflutningur talar fyrir auknu beinu lýðræði. Nakti keisarinn Gagnsæ stjórnmál hafa líka rutt sér meira til rúms með tilkomu Pírata og mikið hefur verið hnýtt í þingfólk flokksins vegna fjölda fyrirspurna, sem hafa meðal annars leitt til þess að almenningur hefur fengið upplýsingar er varða þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Mér þykir mikilvægt að benda á að Píratar eru einstök rödd í íslenskum stjórnmálum sem hafa rutt braut margra þeirra stefnumála sem aðrir flokkar boða nú og þykja sjálfsögð. Það háir Pírötum svolítið að slæmt umtal sem skapast þegar brautin er rudd, og það umtal virðist oft loða við okkur og við eigum erfitt með að hrista stimpilinn af okkur. Eins og þegar brautin fyrir afglæpavæðingu var rudd þá skapaðist stemning fyrir því að mála flokkinn sem hassreykjandi kjána vegna þessara “róttæku” hugmynda. Treystir þú Alþingi án Pírata? Það að koma málum á dagskrá er ekki alltaf vinsælt, það gefur Pírötum yfirleitt ekki gott umtal og skapar oft “óstjórntæka” ímynd af flokknum, Það má spyrja sig hvort það sé ásættanlegur fórnarkostnaður en þegar allt kemur til alls, þá munu Píratar aldrei skorast undan því að taka slagi þegar þess þarf eða skipta um skoðun ef að samferðafólk okkar - hvort sem er úti í samfélaginu eða í stjórnmálum - færir okkur nýjar upplýsingar sem skipta máli fyrir umræðuna. Píratar vilja mest af öllu leiða saman ólík sjónarmið frá öllum hornum samfélagsins svo hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Ég skrifa þennan pistil vegna þess að Píratar fagna því þegar aðrir flokkar af heiðarleika og hugsjón taka upp okkar mál og gera þau að sínum eigin. Það er nefnilega ein af grunnstefnum Pírata að styðja góð mál sama hvaðan þau koma. Öll mál hafa áhrif á “allt hitt” Píratar eru með gríðarlega metnaðarfullar stefnur, þar ber kannski helst að nefna í ljósi þeirra mála sem helst eru í forgrunni í þessum kosningum, húsnæðisstefnu, menntastefnu og efnahagsstefnu. Það eru málefni sem margir flokkar virðast vera sammála um og virðast einnig vera sammála um útfærsluna. Ég minni á að Píratar styðja alltaf góð mál sama hvaðan þau koma. Það eru hinsvegar öðruvísi aðferðir, öðruvísi nálgun og öðruvísi umræða sem ræður því að ég kýs Pírata. Mig langar til að biðja ykkur að hafa þetta í huga þegar þið gangið inn í kjörklefann á laugardaginn og spyrja ykkur að eftirfarandi spurningu: “Hafa Píratar haft áhrif á samfélagið og þykir þér þau áhrif mikilvæg?” Ef þú vilt framsækinn, róttækan flokk sem þorir að sameina ólík sjónarmið þá ættir þú að setja X við P. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun