Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 13:05 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálium, lagði mat á stöðuna í Sýrlandi eftir að al-Assad var steypt af stóli. vísir Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. Í gær greindu ríkisfjölmiðlar Rússlands frá því að Bashar al-Assad og fjölskylda hans væru flúin til Rússlands. Þar hafi þau fengið hæli eftir að uppreisnarhópar steyptu al-Assad af stóli og tóku yfir Damaskus. Uppreisnarhópurinn kallast Hayat Tahrir al-Sham, og er bandalag ólíkra uppreisnarhópa. Abu Mohammed al-Julani er leiðtogi þeirra. Í fréttaskýringu Vísis er varpað ljósi á bakgrunn al-Jolani, leiðtoga uppreisnarhópanna. Fréttamyndir frá öllum heimshornum sýna Sýrlendinga fagna ákaft á götum úti. „Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi og reyndar fyrir heiminn allan. Við erum búin að losna við harðsvíruðustu einræðisstjórn sem hefur verið við völd í Miðausturlöndum í rúm fimmtíu ár, þannig að þetta eru góðar fréttir.“ Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum. En þrátt fyrir mikla gleði almennings í Sýrlandi yfir því að brjótast undan hálfrar aldar oki Assad-feðga þá ríkir engu að síður mikil óvissa og verkefnin framundan eru flókin og viðamikil. Arnór segir að nú þurfi að tryggja stöðuleika og sameina ólíkar fylkingar. „Forsætisráðherra Sýrlands, fyrrverandi, er ennþá á staðnum og hefur heitið fullri samvinnu við nýju stjórnaröflin, hver sem svo þau verða og þar með er væntanlega er ennþá í gangi gömlu stjórnareiningarnar frá Assad-tímanum en það sem menn óttast, og það er vissulega eitthvað sem er hætta á, er að þessi nýi maður, Julani sem hefur verið leiðtogi þessara sameinuðu uppreisnarafla, takist ekki að halda þessu saman og að ástandið verði svipað og er í Líbíu og var í Írak.“ Arnór segir Vesturlönd fagna falli Assad-stjórnarinnar. „Þeir sem ekki fagna þessu eru Rússar. Rússar hafa haft mikil ítök í Sýrlandi, þeir eru með flotastöð þar og flugherinn hefur haft aðstöðu þar og náttúrulega Íranar sem hafa haft geysileg áhrif í Sýrlandi í gegnum Assad stjórnina og notað Sýrland sem tengihöfn fyrir vopnaflutninga til Hesbolla í Líbanon.“ Sýrland Hernaður Íran Rússland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í gær greindu ríkisfjölmiðlar Rússlands frá því að Bashar al-Assad og fjölskylda hans væru flúin til Rússlands. Þar hafi þau fengið hæli eftir að uppreisnarhópar steyptu al-Assad af stóli og tóku yfir Damaskus. Uppreisnarhópurinn kallast Hayat Tahrir al-Sham, og er bandalag ólíkra uppreisnarhópa. Abu Mohammed al-Julani er leiðtogi þeirra. Í fréttaskýringu Vísis er varpað ljósi á bakgrunn al-Jolani, leiðtoga uppreisnarhópanna. Fréttamyndir frá öllum heimshornum sýna Sýrlendinga fagna ákaft á götum úti. „Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi og reyndar fyrir heiminn allan. Við erum búin að losna við harðsvíruðustu einræðisstjórn sem hefur verið við völd í Miðausturlöndum í rúm fimmtíu ár, þannig að þetta eru góðar fréttir.“ Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum. En þrátt fyrir mikla gleði almennings í Sýrlandi yfir því að brjótast undan hálfrar aldar oki Assad-feðga þá ríkir engu að síður mikil óvissa og verkefnin framundan eru flókin og viðamikil. Arnór segir að nú þurfi að tryggja stöðuleika og sameina ólíkar fylkingar. „Forsætisráðherra Sýrlands, fyrrverandi, er ennþá á staðnum og hefur heitið fullri samvinnu við nýju stjórnaröflin, hver sem svo þau verða og þar með er væntanlega er ennþá í gangi gömlu stjórnareiningarnar frá Assad-tímanum en það sem menn óttast, og það er vissulega eitthvað sem er hætta á, er að þessi nýi maður, Julani sem hefur verið leiðtogi þessara sameinuðu uppreisnarafla, takist ekki að halda þessu saman og að ástandið verði svipað og er í Líbíu og var í Írak.“ Arnór segir Vesturlönd fagna falli Assad-stjórnarinnar. „Þeir sem ekki fagna þessu eru Rússar. Rússar hafa haft mikil ítök í Sýrlandi, þeir eru með flotastöð þar og flugherinn hefur haft aðstöðu þar og náttúrulega Íranar sem hafa haft geysileg áhrif í Sýrlandi í gegnum Assad stjórnina og notað Sýrland sem tengihöfn fyrir vopnaflutninga til Hesbolla í Líbanon.“
Sýrland Hernaður Íran Rússland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegn Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13
Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8. desember 2024 23:38
Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. 8. desember 2024 18:28