Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar 16. desember 2024 23:19 Sem kennari hefur mér verið bent á að ef kennarar vilja fá jöfn laun við almenna markaðinn er þeim hollast að vera ekki alltaf í fríi Fjórir mánuðir í fríi heyrði ég síðast fleygt fram. Djöfull hljómar það vel. Ef það væri staðan myndi líklega allir landsmenn að keppast um þetta draumastarf letihauganna. Er þetta kannski þessi íslenska öfund sem menn benda alltaf á þegar fólk gagnrýnir kvótakerfið. Måske Það er ekki að undra að fólk bregðist illa við kjarabaráttu kennara ef almenningur veður um í villu ranghugmynda varðandi orlofsrétt kennara. Ég skil það vel, ég næði sjálfur ekki upp í nefið á mér ef einhverjir ríkisstarfsmenn með orlofsrétt um 33% af starfsárinu væru eitthvað að nöldra um betri kjör. Það eru reyndar tvær villur í þessu málþófi. Grunnskólakennarar vinna ekki hjá ríkinu og þeir eru ekki fjóra mánuði á ári í fríi. Grunnskólarnir eru á vegum sveitarfélaganna og þú, kæri lesandi getur spurt hvern sem vinnur hjá ríkinu hvort honum finnist betra. Svarið kemur líklega ekki mikið á óvart Lengd orlofs kennara eru 30 dagar miðað við full starf. Það sama og hjá þeim sem heyra undir BHM og vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Ég tek samt minna eftir því að verið sé að hnýta í aðrar stéttir en kennara varðandi þetta, hvað sem því veldur. Kannski er það öfundin. En það er nokkuð augljóst að þarna eru ekki fjórir mánuðir á ferð. Bara það sama og aðrir opinberir starfsmenn. Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM og Samtaka atvinnulífsins er að lágmarki 24 virkir dagar en getur með tímanum farið upp í 30 daga. Ég ætla samt ekki að fleygja því fram að almenni markaðurinn sé aldrei í frí. Það er að sjálfsögðu munur á milli en sennilega talsvert minni en fólk gerir sér grein fyrir. Vinnuskylda kennara í fullu starfi skal vera 40 klst. á viku til jafnaðar yfir árið. Á 37 vikna starfstíma skóla er vikuleg vinnuskylda hans 42,86 klst. Svo almennt vinna kennarar lengri vinnudag og nýta kvöld og helgar til að klára önnur verkefni. Það er auðvitað engin yfirvinna greidd fyrir neitt af þessu. Þú gætir unnið myrkranna á milli við að undirbúa en staðan er bara sú að eina sem greitt er auka fyrir eru forföll, eða ef heppnin er með þér fleiri tímar í töflu umfram kennsluskyldu. En þá þarftu auðvitað að undirbúa meira og búa til námsefni. Og þarft þar af leiðandi að vinna meira frammeftir. Svo er auðvitað ekki sjálfgefið fleiri tímar í töflu séu yfirhöfuð í boði. Hljómar þetta mögulega ennþá jafn vel? Mögulega horfir fólk til vetrarfrísins, ég hef fulla samúð með veseninu sem því kann að fylgja. Ég veit bara ekki hvort við okkur kennarana er að sakast. Það var fyrir mína tíð. Eftir því sem ég best veit báðum við ekki um innleiðingu vetrarfrísins heldur var það í samráði við sveitafélögin og foreldra , en ef við eigum sök í máli þá biðst ég hér með bara afsökunar. Kannski fara starfsdagarnir eitthvað öfugt ofan í fólk. Mögulega finnst þeim að ef það er ekki kennsla í gagni þá fari ekki fram nein vinna. Það nær auðvitað ekki neinni átt. Þetta er ekki færibandavinna. Það er ámóta sérstakt eins og að gefa í skyn að eina vinnan sem læknar sinni sé tíminn þegar verið er að framkvæma aðgerð, þingmaður rétt á meðan þegar hann stendur í pontu. Eða fjölmiðlamaðurinn meðan hann tekur viðtalið. Almenn regla frjálsa markaðarins er að þegar eftirspurn eftir vinnuafli eykst er getur umrætt vinnuafl krafist hærri launa. Sem er meðal annars ástæða þess að forritarar hoppa beint úr námi í há laun. Kennarar geta hins vegar erfiðlega selt sérþekkingu sína til hæstbjóðanda á sínum starfsvettvangi. Eða beðið um launahækkun fyrir meira framleiðni eða vel unnin störf. Það er nefnilega ákveðinn kommúnismi í launatöflu kennara. Það er engum umbunað fyrir að skara frammúr. Kannski væri betra fyrir hinn almenna bol að koma bara að kenna frekar en að velta sér upp úr öfund yfir öllu þessu fríi. Það eru enn laus störf þó önnin sé hálfnuð. Það er á nógu að taka, grípið tækifærið Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Sjá meira
Sem kennari hefur mér verið bent á að ef kennarar vilja fá jöfn laun við almenna markaðinn er þeim hollast að vera ekki alltaf í fríi Fjórir mánuðir í fríi heyrði ég síðast fleygt fram. Djöfull hljómar það vel. Ef það væri staðan myndi líklega allir landsmenn að keppast um þetta draumastarf letihauganna. Er þetta kannski þessi íslenska öfund sem menn benda alltaf á þegar fólk gagnrýnir kvótakerfið. Måske Það er ekki að undra að fólk bregðist illa við kjarabaráttu kennara ef almenningur veður um í villu ranghugmynda varðandi orlofsrétt kennara. Ég skil það vel, ég næði sjálfur ekki upp í nefið á mér ef einhverjir ríkisstarfsmenn með orlofsrétt um 33% af starfsárinu væru eitthvað að nöldra um betri kjör. Það eru reyndar tvær villur í þessu málþófi. Grunnskólakennarar vinna ekki hjá ríkinu og þeir eru ekki fjóra mánuði á ári í fríi. Grunnskólarnir eru á vegum sveitarfélaganna og þú, kæri lesandi getur spurt hvern sem vinnur hjá ríkinu hvort honum finnist betra. Svarið kemur líklega ekki mikið á óvart Lengd orlofs kennara eru 30 dagar miðað við full starf. Það sama og hjá þeim sem heyra undir BHM og vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Ég tek samt minna eftir því að verið sé að hnýta í aðrar stéttir en kennara varðandi þetta, hvað sem því veldur. Kannski er það öfundin. En það er nokkuð augljóst að þarna eru ekki fjórir mánuðir á ferð. Bara það sama og aðrir opinberir starfsmenn. Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM og Samtaka atvinnulífsins er að lágmarki 24 virkir dagar en getur með tímanum farið upp í 30 daga. Ég ætla samt ekki að fleygja því fram að almenni markaðurinn sé aldrei í frí. Það er að sjálfsögðu munur á milli en sennilega talsvert minni en fólk gerir sér grein fyrir. Vinnuskylda kennara í fullu starfi skal vera 40 klst. á viku til jafnaðar yfir árið. Á 37 vikna starfstíma skóla er vikuleg vinnuskylda hans 42,86 klst. Svo almennt vinna kennarar lengri vinnudag og nýta kvöld og helgar til að klára önnur verkefni. Það er auðvitað engin yfirvinna greidd fyrir neitt af þessu. Þú gætir unnið myrkranna á milli við að undirbúa en staðan er bara sú að eina sem greitt er auka fyrir eru forföll, eða ef heppnin er með þér fleiri tímar í töflu umfram kennsluskyldu. En þá þarftu auðvitað að undirbúa meira og búa til námsefni. Og þarft þar af leiðandi að vinna meira frammeftir. Svo er auðvitað ekki sjálfgefið fleiri tímar í töflu séu yfirhöfuð í boði. Hljómar þetta mögulega ennþá jafn vel? Mögulega horfir fólk til vetrarfrísins, ég hef fulla samúð með veseninu sem því kann að fylgja. Ég veit bara ekki hvort við okkur kennarana er að sakast. Það var fyrir mína tíð. Eftir því sem ég best veit báðum við ekki um innleiðingu vetrarfrísins heldur var það í samráði við sveitafélögin og foreldra , en ef við eigum sök í máli þá biðst ég hér með bara afsökunar. Kannski fara starfsdagarnir eitthvað öfugt ofan í fólk. Mögulega finnst þeim að ef það er ekki kennsla í gagni þá fari ekki fram nein vinna. Það nær auðvitað ekki neinni átt. Þetta er ekki færibandavinna. Það er ámóta sérstakt eins og að gefa í skyn að eina vinnan sem læknar sinni sé tíminn þegar verið er að framkvæma aðgerð, þingmaður rétt á meðan þegar hann stendur í pontu. Eða fjölmiðlamaðurinn meðan hann tekur viðtalið. Almenn regla frjálsa markaðarins er að þegar eftirspurn eftir vinnuafli eykst er getur umrætt vinnuafl krafist hærri launa. Sem er meðal annars ástæða þess að forritarar hoppa beint úr námi í há laun. Kennarar geta hins vegar erfiðlega selt sérþekkingu sína til hæstbjóðanda á sínum starfsvettvangi. Eða beðið um launahækkun fyrir meira framleiðni eða vel unnin störf. Það er nefnilega ákveðinn kommúnismi í launatöflu kennara. Það er engum umbunað fyrir að skara frammúr. Kannski væri betra fyrir hinn almenna bol að koma bara að kenna frekar en að velta sér upp úr öfund yfir öllu þessu fríi. Það eru enn laus störf þó önnin sé hálfnuð. Það er á nógu að taka, grípið tækifærið Höfundur er kennari.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun