Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 08:38 Söngkonan Eden Golan var fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. EPA Stríðsrekstur Ísraela á Gasa og víðar fyrir botni Miðjarðarhafs leiddi til mikilla mótmæla þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. Nú er hugsanlegt að Ísrael verði meinuð þátttaka í keppninni, þó af allt annarri ástæðu. Shlomo Karhi, ráðherra samskiptamála í Ísrael, hefur nú lagt fram lagafrumvarp á ísraelska þinginu sem felur í sér einkavæðingu á sjónvarpsfélaginu KAN. Verði frumvarpið samþykkt eru allar líkur á því að Ísrael missi aðild sína að Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og þar með Eurovision sömuleiðis. Þetta kemur fram í svörum EBU við fyrirspurn Jerusalem Post, en innan vébanda EBU eru einungis sjónvarpsstöðvar í opinberri eigu. Israel hefur tekið þátt í Eurovision frá árinu 1973 og er eitt sigursælasta landið með fjóra sigra, síðast árið 2018. Meirihluti á ísraelska þinginu greiddi atkvæði með lagafrumvarpinu 27. nóvember síðastliðinn, en málið verður tekið til endanlegrar atkvæðagreiðslu í byrjun janúar. Jerusalem Post segir að Karhi hafi ekki viljað tjá sig um yfirlýsingu EBU. Margir starfsmenn KAN hafa gagnrýnt einkavæðingaráformin harðlega. Þannig segir Eran Cicurel, ritstjóri erlendra frétta, að um „sjálfsmark“ sé að ræða þar sem margir hafi lengi barist fyrir því að kasta Ísrael úr keppninni vegna ástandsins á Gasa. „Í heilt ár hafa óvinir okkar reynt að stöðva rétt Ísraels til að taka þátt í Eurovision. En nú virðist Karhi ætla að vinna vinnuna fyrir þá með því að hrekja okkur úr Eurovision,“ segir Cicurel. Eurovision fer næst fram í Basel í Sviss í maí næstkomandi. Ísrael Eurovision Fjölmiðlar Eurovision 2025 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Shlomo Karhi, ráðherra samskiptamála í Ísrael, hefur nú lagt fram lagafrumvarp á ísraelska þinginu sem felur í sér einkavæðingu á sjónvarpsfélaginu KAN. Verði frumvarpið samþykkt eru allar líkur á því að Ísrael missi aðild sína að Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og þar með Eurovision sömuleiðis. Þetta kemur fram í svörum EBU við fyrirspurn Jerusalem Post, en innan vébanda EBU eru einungis sjónvarpsstöðvar í opinberri eigu. Israel hefur tekið þátt í Eurovision frá árinu 1973 og er eitt sigursælasta landið með fjóra sigra, síðast árið 2018. Meirihluti á ísraelska þinginu greiddi atkvæði með lagafrumvarpinu 27. nóvember síðastliðinn, en málið verður tekið til endanlegrar atkvæðagreiðslu í byrjun janúar. Jerusalem Post segir að Karhi hafi ekki viljað tjá sig um yfirlýsingu EBU. Margir starfsmenn KAN hafa gagnrýnt einkavæðingaráformin harðlega. Þannig segir Eran Cicurel, ritstjóri erlendra frétta, að um „sjálfsmark“ sé að ræða þar sem margir hafi lengi barist fyrir því að kasta Ísrael úr keppninni vegna ástandsins á Gasa. „Í heilt ár hafa óvinir okkar reynt að stöðva rétt Ísraels til að taka þátt í Eurovision. En nú virðist Karhi ætla að vinna vinnuna fyrir þá með því að hrekja okkur úr Eurovision,“ segir Cicurel. Eurovision fer næst fram í Basel í Sviss í maí næstkomandi.
Ísrael Eurovision Fjölmiðlar Eurovision 2025 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira