Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 17:32 Raymond van Barneveld (til vinstri) er einn keppenda á HM í pílukasti Vísir/Getty Deilumál utan sviðsljóssins og stóra sviðsins á HM í pílukasti hefur nú verið útkljáð en einn af reynsluboltum mótsins sakaði annan keppanda um að hafa stolið inngöngulagi sínu. Það þykir vel þekkt innan pílukast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survivor, inngöngulag Hollendingsins Raymond van Barneveld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undanförnum áratugum og stóð meðal annars uppi sem heimsmeistari árið 2007. Barneveld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílukastari að nafni Romeo Grbavac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílukasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílukasti. 🤨Erm ….👁️🐅— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 19, 2024 Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grbavac fyrir viðureign hans gegn Callan Rydz í fyrstu umferð HM því þeirri viðureign lauk með 3-0 sigri Rydz. Króatinn sá hins vegar eftir viðureignina að inngöngulag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barneveld en skýring en Grbavac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inngöngulag sitt. Grbavac send Barneveld einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann útskýrði sína hlið á málinu. „Hæ Barney. Ég valdi ekki þetta lag sem inngöngulag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skilaboðum Grbavac til Barneveld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipuleggjendum heimsmeistaramótsins. 😂👍🏼 Ok all is forgiven pal pic.twitter.com/AprAfqHiCS— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 20, 2024 Hollendingurinn reynslumikli tók vel í þessi skilaboð Grbavac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrirgefið,“ stóð í skilaboðunum og lítur Barneveld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survivor. Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars. Pílukast Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Það þykir vel þekkt innan pílukast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survivor, inngöngulag Hollendingsins Raymond van Barneveld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undanförnum áratugum og stóð meðal annars uppi sem heimsmeistari árið 2007. Barneveld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílukastari að nafni Romeo Grbavac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílukasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílukasti. 🤨Erm ….👁️🐅— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 19, 2024 Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grbavac fyrir viðureign hans gegn Callan Rydz í fyrstu umferð HM því þeirri viðureign lauk með 3-0 sigri Rydz. Króatinn sá hins vegar eftir viðureignina að inngöngulag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barneveld en skýring en Grbavac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inngöngulag sitt. Grbavac send Barneveld einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann útskýrði sína hlið á málinu. „Hæ Barney. Ég valdi ekki þetta lag sem inngöngulag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skilaboðum Grbavac til Barneveld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipuleggjendum heimsmeistaramótsins. 😂👍🏼 Ok all is forgiven pal pic.twitter.com/AprAfqHiCS— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 20, 2024 Hollendingurinn reynslumikli tók vel í þessi skilaboð Grbavac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrirgefið,“ stóð í skilaboðunum og lítur Barneveld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survivor. Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars.
Pílukast Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira