Lyfjameðferð við ADHD er beitt í of ríkum mæli samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur sem fram koma í skýrslunni muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu.
Rússlandsforseti hefur beðið forseta Azerbaísjan afsökunar á því sem hann lýsir sem hörmulegu atviki sem varðar brotlendingu aserskar farþegaflugvélar í Kasakstan.
Við verðum í beinni útsendingu frá stórtónleikum Retro Stefson sem koma saman í fyrsta sinn eftir átta ára pásu í kvöld, hittum mann sem á hvorki meira né minna en 502 derhúfur og sjáum frá stemningunni í Bláfjöllum.